fikjur

 

Get ekki hætt að dást af mat og fallegum myndum af mat. Ég meina það.. hvað er fallegra en alveg perfecto laukur... sem er með fallegt hýði.... og ljúfann ilm. Eða þá fikja sem er græn og mjúk og tilbúin til að borða...

Það er orðið kalt í reykjavik og að vissu leyti er það bara afar notalegt. Það er komin snjór í fjöllunum og allt í einu man ég eftir því hvenrig það er að vera hérna um haustið og veturinn. Farinn að hlakka til jólanna og það er nú ekki langt´i það að geta byrjað að baka eitthvað. Er líka byrjuð í jólagjöfunum og komin með þónokkrar.

Uppskrift af einhverju??? Hm... ?? ég skal reyna að vera frjó þar til næst. Hef enga orku eins og er að finna eitthvað sniðugt...

be gooo00d... ;)


góða lyktin af haustinu

Nenni ekki matarskrifum einmitt núna. þArf að vera í stuði en það er svo ofboðslega mikið annað eins og er. Er að fara í mitt síðasta vettvangsnám eftir rúmlega viku og svo er það bara útskrift - næstum því - úr Kennó í annað sinn!!! Gleði gleði!!! Jamms, þá er komið nóg af að læra og vera í skóla. Held að ég nenni ekki meira, en ég lofa samt engu. Vettvangsnámið verður í tvær vikur og verð ég að kenna alla almenna kennslu í fimmta bekk. Bara kasta sér í djúpu laugina, enda er það skemmtilegast!!!

Er í frábærri vinnu núna, að hugsa um yngstu krílin á frábærum leikskóla og það er bara ljúft á hverjum einasta degi. Okkur líður bara vel hér heima og haustið er fallegt en orðið ansi kalt. Jújú auðvitað hugsar maður til hitans og léttleikans þarna hinum megin á hnettinum en sá staður er ekkert að hverfa og hver veit nema maður er komin þangað aftur áður en...??????

Hins vegar er ég að velta því fyrir mér afhverju búðirnar selja ekki ricottaost... ekki i hagkaup, ekki i nóátún, ekki i melabúinni... hvað er að??? fer í leiðangur í ostabúð um helgina og leitar meira. Ok, smá skrif um ricotta. Ég nota hann í köku, sem er svaka góð, enda er hún ekki neitt dýsæt sem mér finnst ekkert sérstaklega gott (lengur ;))... allt breytist þetta með aldrinum .. heldur betur..

be good.. ;  )

 


cupcakes - nú eða muffur með hindberjum og hvítu súkkulaði

 Muffur eru ekki mitt uppáhald. Mér finnst þær yfirleitt vera mjög óspennandi tegundir af bökunarverk. Oftast þurrar og frekar leiðinilegar á bragðið. Ég er samt alltaf til í að láta mér koma á óvart. Og það gera þessar muffur - eða cupcakes eins og þær heita á erlensku.

Enjoy!!!

Þessar muffur eru gasalega hættulega hrikalega góðar og er uppskriftin komin frá Donna Hay sem er mikil matargúrukona frá Oz... Hún gefur bæði út tímarit og matreiðslubækur sem eru afar fallegar og spennandi. Allt sem hún gerir virðist vera gera með hjartanu og á einvhern hátt kemur það svo sterkt í ljós.

300 g hveiti

2 tsk lyftiduft

165 g sykur

240 g syrður rjómi

2 egg

1 tsk rifið sitrónuhýði

250 ml olía

225 g hindber - helst fersk, annars frosin

175 g saxað hvítt súkkulðaði

  1. blandið hveiti, lyftiduft og sykur í skál.
  2. Í annari skál skal hræra saman sýrðan rjóma, egg, sítrónuhýði og olíu.
  3. Blandið svo hveitiblönduna við ,,blautu" blöndunina og hrærið því varlega saman.
  4. Bætið hindberju og súkkulaði út í og hrærið áfram eins og þið væruð að blanda saman gull og demöntum ;) þ e a s með hjartanu.
  5. Hellið deigið í form, ef þið notið muffaplötu, er gott að vera með bökunar pappír í hverju formi sem er aðeins hærra en sjálft ílátið.

Bakið í 180° heitum ofni í um 40 mín.

Njótið vel!!!


súpa a la nagli

Langar að deila með ykkur uppskrift að súpu sem ég malla þegar lítið er í skápunum en samt nóg, til þess að gera dásamlega súpu fyrir fólkið. Eitt af því sem ég verð alltaf að eiga nóg af í skápnum er tómatar í dósum. Tómatar þessir er hægt að nota á svo margan veg að  ef þeir eru til þá er kvöldverðurinn reddaður.  Uppistaðan í súpunni er laukur og tómatar.

  • gulir laukar             2-3 st og saxaðir smátt
  • hvítlaukur                nokkur rif söxuð smátt, fjöldinn fer eftir smekk hver og eins
  • tómatar í dós          2-3 dósir
  • gulrætur                  nokkrar, rifnar
  • basil                       ferskt, saxað smátt
  • worchestersósa     skvetta
  • tabasco                  skvetta
  • baunir, nýrna eða hvítar
  • grænmetisteningur
  • salt, svartur pipar, oregano,
  • pasta eða hrisgrjón ef þið viljið hafa súpuna matarmeiri
  • steikið laukinn og hvítlaukinn þannig að hann verður glær
  • bætið við tómötum og sjóðið svona 30 mín.
  • smakkið til með worchestersósu,tabasco, basil, og öðru kryddi.
  • Bætið úti baunum, pasta eða hrisgrjónum og sjóðið vel.

Hægt er að bæta það sem maður á til heima og vill losna við úr skápanum eins og annað grænmeti, kartöflur og fleira.

súpan er að sjálfsögðu enn betri daginn eftir eins og svo oft er með þennan mat.

Verði ykkur að góðu!!!

 

 


Tarte Tatin - ekki málið!!!!!

Já þetta er hin eina sanna ,,Tarte Tatin"...

Hvernig er hægt að segja á íslensku??? Upside-down- tarte á erlensku... en upp og niður terta??? eitthvað þannig allavega...   Sagan segir að þessi dásamlega ,,tarte" var fyrst gerð upp úr mistökum á hóteli í Frakklandi..  Verið var að búa til pai og eplin gleymdist og suðu of lengi á p0nnunni í sykur leginum.. Reynt var að bjarga málunum með því að smella paidegi yfir eplunum og gera þannig gott úr hlutunum...  Eftir að paidegið var sett yfir eplunum var pannann sett i ofnin smá tíma og voilá!!!!! gestirnir voru yfir sig hrifnir af dásemdinni sem borin var fram og þar var komið ,, Tarte Tatin"...

Það er ekki erfitt að búa þennan glæsilega og gómasæta eftirrétt til. Það sem þarf er;

  • Græn epli           4
  • sítrónusafi         2 msk
  • hvítur sykur      200 gr
  • ósaltað smjör   40 gr
  • tilbúið smjördeig - nú eða heimagert, hitt er svoo fljótlegt og alveg jafnfínt..;)
  • Þeyttur rjómi eða vanilluís til að bera fram með
  • Hitið ofnin í 220°
  • Afhýðið eplin og skerið hvert epli í fjóra hluti og fjarlægið innvolsið. Skvettið sítrónusafa yfir eplunum ásamt matskeið af sykrinum.
  • Skerið smjördeigið í hring og mælið það eftir pönnunni sem þið munuð steikja eplin í . Stingið í það með gaffli.
  • Bræðið smjörið í pönnunni og bætið sykrinum út í. Hitið þar til þykk og falleg karamella hefur myndast.
  • Raðið eplunum í pönnunni´, í sykrinum þannig að rúnnaða hliðin á eplunum snúi upp. Skerið epli smærra til þess að fylla upp í göt sem myndast á pönnunni.  Sjóðið eplin í karamellunni í u.þ.b 10  mín eða þar til karamellann sýður kröftulega.  Hristið pönnuna af og til, til þess að koma i veg fyrir bruna á karamellunni.
  • Komið smjördeginu fyrir ofan á eplunum og smegið degið inn fyrir kantinum hjá eplunum.
  • Setjið pönnuna í ofnin og bakið í svona 25 mín eða þar til smjördegið hefur stækkað og er gegn eldað. Það ætti að vera flygsukennt og þurrt. Látið Tarte standa í svona 10 min áður en þið berið það fram með rjóma eða ís.

Verði ykkur að góðu!!!

 

 

 


hotcakes and caramelized aples.......

Ameriskar pönnukökur eru mjög vinsælar á mínu heimili og eflaust á mörgum öðrum heimilum. Það færist bros yfir andlitum og svo er hámað í sig. Ég veit reyndar ekki hvort þessar pönnukökur er amerískar eða ekki?? einhver sem veit?? Hins vegar í ástralíu þar voru þessar pönsur nefndar ,,hotcakes" og það finnst mér ver mun skemmtilegra nafn á þeim. Þannig að héðan eftir eru þetta bara hotcakes. Hotcakes er hægt að malla saman á ýmsan veg. Oft er sett lyftiduft úti pönsurnar en mér hefur fundist það gefa þeim eitthvað skrýtið eftirbragð þannig að því minna af því því betra.

Þegar ég bý til hotcakes vil ég setja ricottaost út í deigið, en hvar í ósköpunum fæ ég þann ost í reykjavik?Einhver sem veit? Jæja, ég ríf smá sirónuhýði og bæti í það ásamt súrmjólk og brætt smjör. 

Þegar ég hef græjað deigið þá er dásamlegt að skera niður eplabita og sjóða þá í karamellulög sem gerður er úr bráðnum sykri að sjálfsögðu og ögn af salti sem gerir það að bragðið eykst enn frekar. Eplin eru soðin i leginum þar til eplin eru farin að verða mjúk og fallega gljáð.

Þá er þetta borið fram. Og hver haldið þið að sé vinsælust??? Allavega næsta klukkutímann...;)

Be good..


pasta, parmegiano, mascarpone, shiraz.....

Að búa til sitt eigið pasta er sko mun minna mál en margir halda. Þetta er svo einfalt í raun og veru að það er hlægilegt. Ég hef reyndar gert það án þess að vera með pastavél líka, en útkoman er að sjálfsögðu mun skemmtilegri þegar vélin er notuð. Pastað verður þynnra, já og miklu smartara. Þegar ég vann á hóteli í ,,denn" vaknaði ég langt á undan öllum til þess að sjá þegar kokkarnir voru að gera pasta dagsins. Þessi minnig er afar ljúf og mér fannst það æðislegt að sjá hvenrig þetta var gert.

Þessi pastaréttur sem ég ætla að segja ykkur frá hér er hægt að nota með auðvitað fersku pasta en einnig má nota það þurrkaða. Sjóðið pastað samkvæmt ykkar hentusemi. Ég kys að hafa það aldente, meira segja svona rétt áður enþað verður að aldentu....  með nóg af salti í soðinu.

  • blandið pastanu með rifnu limehyði af svona 1 - 2 lime, alveg eftir smekk,
  • rifið ferskan parmegiano og blandið með ásamt grófu salti og nýmöluðum svörtum pipar
  • Mascarponeostur - svona 1-2 msk eða eftir smekk
  • Þessu er öllu sveiflað vel og varlega saman með hjartanu að sjálfsögðu og borið fram með glasi af áströlsku shiraz.. nema hvað?

Verði ykkur að góðu!!


lime, sykur, gin og kampavín

það er ekki hið einfaldasta að vera að sinna bloggi þegar maður er hætt að vera dásamleg heimavinnandi húsmóðir í Oz-land... Breytingin er mikil og tíminn mun minni hjá manni í allt sem maður einu sinni var vanur að hafa nóg af... Japps, min er byrjuð að vinna og það var ferlega gott skal ég bara segja. Bara frábært að allt í einu hafa vinnustað þar sem gott var að koma og allt bara frábært. Lokahnykkurinn á náminu minu er að byrja og um jólin verð ég væntanlega orðin heimilisfræðikennari með draumastarfið rétt handan við hornið... Við erum að standa í flutningum þessa vikuna líka, þannig að mikið er að gerast.

Samt hef ég alltaf tíma fyrir matreiðslu og að þefa uppi spennandi uppskriftir eins og þessa sem ég rakst á í dag en hef reyndar ekki prufað ENN, en geri það væntanlega fljótlega ef ég þekki mig og mína rétt sem ég geri.. ;)

  • Kreistið safann úr hálfri líme í glas
  • setjið svona i msk af flórsykri út í limeið og hrærið þar til þetta er vel uppleyst
  • Hellið í fallegt glas o gbætið við i sjúss af gordon´s gin (hvað annað??) útí og fyllið upp með
  • kampavíni eða freyðivini....

Ég hugsa að þessi samsetning geti alls ekki klikkað...

Svo er bara að bíða og sjá hver ætlar að bjóða upp á þessa dásamlegheit???

See U... be good!!!

 


Kuldaboli mættur á svæðið

Fann fyrir kuldabola í dag.

Í fyrsta sinn í langan tíma fann ég kuldann í vindinum og rokinu og ég vissi að ég var komin til Íslands. Hugsaði smá til Oz og snökti inni í mér af söknuði yfir heitum vindum og flauelislofti sem hringsnérist í kringum mann þar hinum megin á hnettinum... Heimsótti Melaskóla í göngutúrnum og þar var allt svona eins og síðast. Sama epla- og yddlykt viðloðandi öllu. Krakkarnir bara nokkuð spennt að byrja þar á mánudeginum.  Skottaðist svo út´i fiskbúð og dáðist af fallegum fiskum sem þar lágu í borðinu. Íslenskur fiskur er svakalega góður. Fór heim með gott laxaflak og kreisti yfir það Limesafa, limehýði - bæði fínsaxað og grófsaxað, kastaði svo nokkrum grófum saltkornum yfir flakið og nuddaði smátt skornu engiferi í fiskinn. Nennti svo ekki að skera flakið  í bita og pakka hverjum bita inn í bökunarpappír heldur setti ég þetta í eldfast mót á svona 200° og eldaði í rúmlega 10 mínútur.  Þetta smakkast gasalega gott og líme og engiferið eiga svo sannarlega samleið saman þarna ofan á laxinum. Ekki er verra að vera með vel kælda chardonnay við höndina á meðan laxinn er snæddur.....

Verið góð um helgina.... ;)
stay cool....

 


fuck it!!!

 

Hey - sometimes things really shitt´s me off!!!!!

Líke now... Arrgg... 

I´m mad like a chook ...

Well that´s that....

Fuck it.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband