Kuldaboli mættur á svæðið

Fann fyrir kuldabola í dag.

Í fyrsta sinn í langan tíma fann ég kuldann í vindinum og rokinu og ég vissi að ég var komin til Íslands. Hugsaði smá til Oz og snökti inni í mér af söknuði yfir heitum vindum og flauelislofti sem hringsnérist í kringum mann þar hinum megin á hnettinum... Heimsótti Melaskóla í göngutúrnum og þar var allt svona eins og síðast. Sama epla- og yddlykt viðloðandi öllu. Krakkarnir bara nokkuð spennt að byrja þar á mánudeginum.  Skottaðist svo út´i fiskbúð og dáðist af fallegum fiskum sem þar lágu í borðinu. Íslenskur fiskur er svakalega góður. Fór heim með gott laxaflak og kreisti yfir það Limesafa, limehýði - bæði fínsaxað og grófsaxað, kastaði svo nokkrum grófum saltkornum yfir flakið og nuddaði smátt skornu engiferi í fiskinn. Nennti svo ekki að skera flakið  í bita og pakka hverjum bita inn í bökunarpappír heldur setti ég þetta í eldfast mót á svona 200° og eldaði í rúmlega 10 mínútur.  Þetta smakkast gasalega gott og líme og engiferið eiga svo sannarlega samleið saman þarna ofan á laxinum. Ekki er verra að vera með vel kælda chardonnay við höndina á meðan laxinn er snæddur.....

Verið góð um helgina.... ;)
stay cool....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband