góða lyktin af haustinu

Nenni ekki matarskrifum einmitt núna. þArf að vera í stuði en það er svo ofboðslega mikið annað eins og er. Er að fara í mitt síðasta vettvangsnám eftir rúmlega viku og svo er það bara útskrift - næstum því - úr Kennó í annað sinn!!! Gleði gleði!!! Jamms, þá er komið nóg af að læra og vera í skóla. Held að ég nenni ekki meira, en ég lofa samt engu. Vettvangsnámið verður í tvær vikur og verð ég að kenna alla almenna kennslu í fimmta bekk. Bara kasta sér í djúpu laugina, enda er það skemmtilegast!!!

Er í frábærri vinnu núna, að hugsa um yngstu krílin á frábærum leikskóla og það er bara ljúft á hverjum einasta degi. Okkur líður bara vel hér heima og haustið er fallegt en orðið ansi kalt. Jújú auðvitað hugsar maður til hitans og léttleikans þarna hinum megin á hnettinum en sá staður er ekkert að hverfa og hver veit nema maður er komin þangað aftur áður en...??????

Hins vegar er ég að velta því fyrir mér afhverju búðirnar selja ekki ricottaost... ekki i hagkaup, ekki i nóátún, ekki i melabúinni... hvað er að??? fer í leiðangur í ostabúð um helgina og leitar meira. Ok, smá skrif um ricotta. Ég nota hann í köku, sem er svaka góð, enda er hún ekki neitt dýsæt sem mér finnst ekkert sérstaklega gott (lengur ;))... allt breytist þetta með aldrinum .. heldur betur..

be good.. ;  )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jess ekki lengur hungurblogg.... ég hef undanfarið bara orðið svöng við að lesa bloggið þitt krúttan mín.   Ekki það að matur sé ekki mitt uppáhald heldur kann ég bara betur við hann tilbúinn á diskinn minn.......... sí, vale.  svona er ég bara.

En elsku kerlan mín, mér finnst þú alltaf svo dugleg að vera í skóla og læra það sem þig langar að læra.  Ég er svoooooo stolt af þér.   Ég er "bara" að læra spænsku......

Knús á ykkur öll.  Kær kveðja.  Þrumur og eldingar hérna núna... og ekkert smá hávaði.  Úff úff.

Rósa (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband