17.8.2009 | 17:30
beaches and ... yeah well.. what ever..
Það er nóg að gera og tíminn líður hratt eins og alltaf... eða er þetta bara aldurinn.. tími var svo afstæður eitthvað þegar maður var yngri en núna flýgur hann og það hratt!!! Reykjavíkinn er fín. veðrið er ljómandi og allt grænt og svo mikið eitthvað. Mér finnst maður taka eftir því mest á börnunum og á gróðurnum að maður hefur verið frá Rvk einhvern tíma.. Það er eins og börn fái öll stækkunarpillu... haha..
Ég hef verið að leita mér að vinnu og það er ýmislegt í boði - alls ekki ens mikil eymd og hafði verið lýst fyrir mér... Þegar við vorum i Addie var ástandinu hérna lýst eins og bara um í seinni styrjöld eða þannig..
Hef ýmislegt upp í ermina eða hvað maður nú segir og það er margt sem þarf að gera og sjá.. Já það er bara bíða og sjá hvað kemur svo úr erminnni.... ;) D og E eru að verða spennt að byrja í skóla og byrjar skólinn eftir viku.. Það verður mikið öðruvísi þar en var niðrí Addie..
Ég er hins vegar auðvitað byrjuð að plana næsta stað sem ég vil flytja til en það er til BRisbane i Oz... Æi já... ég veit... en ég sakna margt sem er ekki hérna.. T.d sakna ég Matt PReston... Sakna klútana og glottið sem kom þegar hann smakkaði vondan mat.. sakna aulalegu auglýsingarnar i Tv... .og ég sakna þess að fara í ,,bottleshop" og kaupa nokkrar fínar rauðar og hvítar fyrir bara eplilega peningaupphæð... Arrgg... svo er það veðrið... ströndin.. ég bara elska strendur.. held barasta að ég gæti sofið í sandinum og líðið vel með það... Strendur eru rómantískar..ljúfar og fallegar... Minn heimur algjörlega... en svo er fjarna hérna í vesturbænum ekki slæm.. það var ferlega notaleg tilfinning að skottast þangað og draga andan djúpt að sér...
well, nóg af væmni....
huggies...
Jamms,
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2009 | 09:21
óska hér með eftir matreiðsluvinnu því ég elska að elda....
jamms jamms... ég held loksins að jetlaggið sé búið að jafna sig, en mikið ferlega var leiðnlegt að standa í því... við vorum vaknandi kl 5 um morgun soldið og svo varð það 630 og svona mjakaðist þetta loksins i rétta átt.... ekki skemmtliegt það, maður er voðalega þreyttur og ´tussulegur á meðan þessu stendur og getur varla hugsað eðlilega...
Á meðan jetlaggið hefur verið að jafna sig hef ég líka verið í aðlögun að keyra .. já hægra megin á götunni... oh mæ mæ mæ... hef lent í því nokkrum sinnum þegar ég er ein í bil að finna mig á vinstri hlið götunnar, og svo hefur það gerts með Fíu og pabba og sem betur fer eru þau með á nótunum.. en þetta gerist eiginlega þegar ég er að taka af stað eða beygja og svona... þá bara allt í einu er ég þarna.. vinstra megin!!!!!!!!
Annað sem er í aðlögun hjá okkur er auðvitað verðalagið á öllu!!!!!!!! Enn, verð samt að segja frá því að þótt að allt sé svo dýrt hérna að ég pissa næstum því í buxurnar hérna, þá kom það á óvart að í Body Shop var kremið ,,mitt" selt helmingi ódýrari en það kostaði út í Oz... KOm mjög skemmtielga á ovart og flott hjá þeim hér að vera ekki eins dýr búð og hún er þar.... ;)
Og sólin skín, en það er helviti kalt úti samt... brrr. sjáum til hvað rætist úr deginum...
Er að leita mér að vinnu.. vil helst fá vinnu við að matreiða og elda góðan mat...... Einhver með soleis handa mér????
Cheers - and be goood!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 20:43
cheers Reykjavik....
Oh mæ mæ mæ.. þá erum við komin HEIM.. það er ég og krakkarnir... eftir langt langt langt ferðalag sem gekk svaka vel þá lentum við í Keflavik seint seint á mánudagskvöld... Yes... það er rosa furðulegt að koma á klakann aftur - það er bara eins og maður hafi ekkert farið, nema þá að maður er með fullann bakpoka af reynslu frá Aussie sem segir manni að vísst höfum við verið annar staðar en hér síðast liðið ár..
Það er fínt að vera komin i íslenska vatnið, ferlega er það flott að eiga nóg af því... Alltaf sama biðröðin líka hjá ísbúðinni i vesturbænum.. haha.. sumt breytist aldrei...
Já, ég sakna strax margt sem var í Aussie.. var að kaupa hvítlauk í dag.. þetta var bara sýnishorn af hvítlauki því þeir voru svoo tíkarlegir og litlir... fáranlegt.... ég finn það líka strax hvað fólkið er ólíkt hérna og hinum megin á hnettinum... Það hlýtur að vera kuldinn hérna sem gerir fólk svona eitthvað... hvað á ég að segja??? Já, bara eitthvað kuldalegt og alvarlegt...
Var að heyra að það er Jazzhátið í Reykjavík, líst svo vel á það og ætla svo sannarlega að skella mér..
Annars???? tja... á í erfiðleikum með mikinn ,,jetlag" eftir þetta ferðalag.. Hvað er það sem gerir að ég vakna alltaf 5 um morguninn?? svoo pirrandi...
Cheers everybody....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2009 | 02:23
aussie stuff for the real aussie person...
til þess að koma tilbúin í fjörið í aussie er ýmislegt sem maður þarf að hafa meðferðis til þess að vera fullkomin aussiebúi....
byrjum á pari af sunnies... þetta er nauðsýnlegt, þótt það sé þoka, rigning og stormur...
svo þarf fínan hatt a la aussie búa..t.d þessi .... eða þessi...
skó auðvitað... en hvaða skó??? auðvitað thongs... enda engin maður með mönnum nema fá sér par af þessum....
þá eru það sundfötin... fyrir herrana fann ég þessi..
....... what da ya reckon ??????? ;)
fyrir dömurnar þetta;
svo þurfum við esky.....
og þá erum við tilbúin á ströndina....
lifeguards sem passa okkur..
stay cool and have a nice one..
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2009 | 02:07
affogato og vinningur hjá Crows...
Adelaide Crows vann leikinn í gær ámóti Power... Ég komst að því að þetta er ofboðslega skemmtileg íþrótt.. og komst líka að því að ég held mep Crows... búningarnir þeirra eru svoooo fallegir á litinn.....Skemmtilegri en fótboltaleikur... Þessi leikur gengur rosa hratt fyrir sig og það er stanslaust verið að skora og mikið að gerast... Það er eins og allt sé leyfilegt nema þá að kýla hvort annað... Það er hangið á hvort annað og barist - í orðsins fyllstu merkingu - um boltann.. Ég segi það.. svon í þróttir eru fyrir menn þar sem þeir geta knúsast almennilega án þess að þurfa að skammast sin eitthvað fyrir það... hahahha.... en já Davið kann reglurnar alveg og útskýrði þær fyrir mig þannig að núna veit ég alveg hvort verið sé að skora 6 marka mark eða 1 marka mark... Það fer sko eftir því hvar boltinn lendir á milli stanganna..
Skruppum út að borða í gær kvöldi og fengum voða gott... Gummi fékk sér qauil og ég borðaði lambshanks... voðalega ,,winter-hearty-food" einsog mundi vera sagt hérna... Í eftirrétt finnst mer alveg dásamlegt að fá mér ,,affogato" en það er einn sá einfaldasti og bestasti eftirréttur sem ég get hugsað mér.. Einfaldlega eitt gott skot af sterku espresso helt yfir kúlu af vanilluís í martiniglas... Súpergott og svo súpereinfalt....
Við Gummi sitjum hér út´i garðinum núna og erum að bíða eftir fólki sem á að koma og skoða húsið okkar... það er ausandi rigning og sólskin inn á milli... Um helgina skruppum við í bæinn og röltum um Chinatown og vorum mjög túristaleg með myndavélina um hálsinn...
Bee good... stay cool.. cheers on Ya mates...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2009 | 01:21
AFL æði í Adelaide, Crows versus Power....
Ok hér er allt að verða vitlaust vegna þess að á sunnudaginn er ,,footie" leikur á milli Adelaide Crows og Power sem er fóbolta lið frá Port Adelaide. Þetta eru einskonar erkifíendur ef ég skil þetta rétt. Ég er að reyna fá miða á leikinn en gengur eitthvað erfitt. Þetta er ekki fóbolti eins og við heima þekkjum þetta heldur eitthvað á milli rugby og soccer... Strákarnir hlaupa um i litlum þröngum búningum (hehehhe) og eru voðalega sterkir og vöðvamiklir og mega slást, sparka og hlaupa með boltann.. annars er þetta alveg óskiljanlegur leikur finnst mér, það er eins og það megi allt bara...
svo á boltin að fara inn á milli einhverjar stengur sem eru voðalega háar... Davið heldur með Crows og Elsa heldur með Power... Væri voðalega gaman að ná sér í miða á leikinn.. sjáum hvað gerist... Hef nú oft áður tekist að ná i míða á ýmisilegt sem hefur virst ómögulegt...
Twilight æði hefur gripið mig og Elsu eins og svo marga aðra hérna í Aussie... Segið mér, er ekkert svona æði heima??? Ég veit að Twilight myndin var sýnd heima... Ég er núna að lesa bækurnar og þær eru bara truflaðar... Við erum alla vega báðar hrikalega skotnar í edward, og það skipir okkur engu máli að hann er vampíra... hhaha.... Hann er jú ,,góð" vampíra....
Búin að skutla fleiri myndun inn í albúm á picasa... skoða skoða skoða....
be goood!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2009 | 02:51
what d´ya reckon???
best að borða (og drekka..) eins mikið og hægt er núna áður en adelaide er yfirgefið.. Ólifur, ostar, kengúrukjöt, vín, vin, vin...... og njóta fuglasöngsins og njóta allt sem er svo fallegt hérna í kringum mig og okkur... þótt það sé vetur er allt að springa út... alls konar blóm og læti, páskaliljur út um allt..eru kanski páskar??? neiiii... þetta er allt svoo fallegt og ilmandi.... rigning eins og er... gott fyrir gróðurinn ..já já... ég veit...
huggies....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 01:36
adelaide baby....
Adelaide.. oh Adelaide...
vitið þið að þetta borgin var nefnd þetta nafn eftir konu einvhers manns hérna í gamla daga... enda stórkostlegt nafn... ;) Það er komið ,,jarðaberjaseason" hérna og jarðaberin ódýr og fersk og svakafín á bragðið.. Það er líka passionfruit timabíl og ELsa hakkar í sig auðveldlega 10 passionfruit á no time... Ekki slæmt sælgæti það... Gerist varla hollara... Vetrarveðrið í dag er um 20 stig, sól og fínheit. Eftir minna en tvær vikur leggjum við krakkarnir í hann heim til Klakans... Ekkert sérstaklega aðlandi tímabil að vera fljúga yfir allann heiminn eins og hann er núna.. Terroristar að sprengja í Índonesíu, svinaflensan út um allt... en best að vera jákvæð með þetta allt bara. Fía´lúsin okkar í Munchen í menningarferð með afa og ömmu sinni og fer yfir til Wienar eftir nokkra daga að kikja í óperuna þar. Gaman hjá þeim veit ég.
Alveg hrikalega gott súkkulaðikex sem er það besta sem ég hef nokkurn tímann smakkað... Ég get hakkað þetta í mig eins og ég sé að fá borgað fyrir það... Við Davíð sláumst yfirleitt um pakkann.. Þetta er Mjög ástralskt og er svipað ástralskt og Vegemite... sem við höfum ekki enn fengið okkur til að borða eins og það er borðað hérna... urrkk... Hér er svo byrjað að auglýsa nýjustu bíkini- og sundbola tisku í blöðunum, það er soldið fyndið eins og alltaf með þetta því maður áttar sig ekki enn á því að það er jú að koma sumar hérna eftir smá tíma...
Stay cool... ;
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 02:06
raining in south australia...
Hér dundi yfir okkur þrumur og eldingar í nótt... Það rignir líka endalaust og er maður alveg að fara að fá nóg af því... Við fáum einn og einn dag hér sem er finn og hlýr en svo... bara rigning.... argg.. Júli er slæmur.. ágúst verður aðeins skárri og svo í september kemur vorið hérna.... og svo í október fer að koma sumar aftur.... en Well, við erum alveg að fara að stíga inn í flugvélina héðan og það er mikil eftirsjá í hlutum hérna en líka mikill spenningur yfir því að vera á leiðinni HEIM... VIÐ skiljum Gumma eftir í góðum höndum og teljum svo niður dagana þangað til hann fer heim líka...
Erum dugleg að pakka niður og dugleg að þrasa um hvað eigi að fara heim og hvað ekki... sem sagt, HONUM finnst sumt ekki eins mikilvægt og verðmætt og mér.... Týpiskir karlar.... EN þetta verður í finu lagi því svo á endanum Þá fer þetta allt í einvhern gám og í skip... og á leið heim...
Hey, be good!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2009 | 00:30
winetastingtrip to the Barossa....
Þarf eiginlega að segja frá helginni okkar, en við skruppum í bíltúr í Barossa Valley, þar sem mikið er af vínframleiðslu. Okkur langaði svo mikið stíga fæti á ,,heilaga jörð" þar sem Peter Lehman framleiðir sinn dýrindis vökva, en líka að fara í Jacobs Creek og í Wolf Blass vinframleiðsluna. Á hverjum stað er stoppað og smakkað á hinu og þessu og spjallað og maður lærir alltaf eitthvað nútt og merkilegt. Til dæmis fengum við að vita það að litla Ísland flytur inn mikið meira af vintegundum en t.d UK sem er þó töluvert stærra... Hjá Peter urðum við sko ekki fyrir vonbrigðum og smakkaðist allt dásamlegt. Svo lá leiðin í Jacobs Creek, þar sem líka var margt skemmtilegt að smakka á. Ég hugsa að bestu vinin séu aðeins til sölu hér í Aussie, og margt ,,sull" sé sent til annarra landa... En það fer ein og ein fín til útflutningar sem betur fer. Hjá Wolf Blass var líka margt athyglisvert, og verð ég að segja að við vorum hrifnust af Peter Lehman, en mér finnst nú alltaf Blass standa fyrir sínu. En þá vorum við búin að heimsækja ,,þessa stóru". Það er líka alveg frábært að keyra og heimsækja þessa litlu framleiðendur... smakka og spjalla og þeir eru sko alls ekki með verri vín, þvert á móti... Höfum fengið ofsalega fín vin og spennandi hjá pínulitlum frmaleiðendum sem eru ekkert endilega að auglýsa sig.
Þetta er í Tastingsalnum hjá Peter LehmanEn þarna í Barossa er allt fullt af vinframleiðendum og það tekur einn við af öðrum. Fengum okkur auðvitað að borða og það kom skemmtilega á óvart, vegna þess að veitingastaðurinn notaði einungis ,,produce " eða hráefni sem framleitt var innan við 100 km radíus frá þessum stað. Hvort sem það stóðst eða ekki þá var Maturinn geggjaður eins og vínið sem við drukkum með. Gaman að þessu... Tja.. eftir þetta ferðalag var best að leggjast í flensu.. Já!!! Ég er aftur komin með flensu.. alveg ótrúlegt... vegna þess að það er í annað sinn á mjög stuttum tíma...
Það er orðið mjög kalt hér á nóttinni og fer niður í 3 stig... á nóttinni sko... brrrr...... en svo er um 15 til 17 stig á daginn... Well, ég er sko EKKI að kvarta.... ;)
Cheers....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)