1.11.2009 | 21:20
dýrt hráefni - en.... samt...
Fór í Hagkaup í gær til að versla hitt og þetta í matinn. Þurfti mest á að halda ýmislegt af fersku grænmeti. En æ hvað ég verð alltaf fyrir vonbrigðum. Ég reyni virkilega að vera jákvæð því það er mikið úrval, já já. EN - gæðin. Ég segi eins og Soffía frænka, suss og svei. Hvar á ég að byrja? Passionfruit - ástríðuávöxtur á íslensku. Þeir voru eins og litlar rúsinur í laginu og eflaust uppþornaðir að innan. verða þeir virkilega svona á leiðinni til landsins? Jæja. By the way þá kostaði kg af þeim um 2500 krónur!! Ferskar fikjur - ég þorði ekki að kaupa þær en mikið langaði mér í þær. Þarf að smakka á þeim áður en ég kaupi nokkrar því þær kosta um 2800 kr kg. Allar dökkfjólubláar, og mjúkar í viðkomu. Æ - ég þorði ekki. Þá var það að skoða kiwi. Kiwi sem er annað hvort grjóthart viðkomu eða eins og mauk í viðkomu hef ég engan áhuga á - sorry. Náði mér í Grasker á 499 kr kg. Það var í lagi með það en auðvitað finnst mér það dýrt.
En, það er mikill munur að geta farið í búð og keypt hitt og þetta sem einu sinni aðeins fékkst í útlandinu. Og þótt að allt sé orðið dýrt hér í matinn þá finnst mér litið gagn að kvarta og kveina undan því - því hvaða tilgangi þjónar það?? En friðar mann eitthvað samt að bulla um það.
Verslaði grasker, ferskt kóriander (dýrt auðvitað!!) og engifer. Þannig að í dag varð graskerssúpa með engiferi í matinn, nýbakaðar brauðbollur sem meðlæti. Og í brauðbollurnar hendi ég svona það sem mér dettur í hug í degið. Ramminn er 6 dl af vökva og 3 tsk af þurrgeri og hveiti eftir þorfum. Olía, smá hunang, hafrar eða heilhveiti og já það sem er til. Virkar alltaf vel. Prufaði nýja tegund af súkkulaðiköku sem varð í lagi. En með henni gerði ég rababaramauk og það passaði alveg frábærlega vel við. Mjög skemmtilegt bragð þarna sem var í senn súrt og sætt og mjúkt. Það er dásamlegt að setja mat í munninn þar sem brögðin koma fram í mismunandi lögum - skiljið þið??
Þar til næst - eldið með hjartanu!! Borgar sig alltaf!!
Athugasemdir
Gott að tuða, það er bara þannig. En hvað ég skil þig samt, hér er alltaf alveg svakalega gott úrval af grænmeti og ávöxtum á frábæru verði og alltaf brakandi ferskt, nema kannski í búðunum
Knús á ykkur og hlakka til að kíkja í kaffi. (eins gott að það verði eitthvað með því) tíhí.
Rósa (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.