að matreiða Skippy

Sá frétt í dag á vísir að kengúrur eru að gera allt brjálað í queensland í austurástralíu. Þessi dýr eru ekki eins mikil krútt og maður heldur. Jú jú, þetta er sætt að horfa á en að lenda með einni framan á húttið á bílnum er ekkert grín. Lentum næstum því í því einu sinni þegar við voru í Oz og Skippy hélt bara áfram að skottast yfir veginn eftir að við snarbremsuðum og hún snerti hlið bilsins og virtist ekkert bregða við það. Þær get nefnilega orðið mjög stórar og þegar þær rísa upp og slá til manns þá er eflaust síðasta stundin hjá manni komin upp.

EN - þær eru fínar á pönnu. Kengúrukjöt er eitt af því hollasta kjöt sem hægt er að borða. Það er mikið prótein í því og svo er það einstaklega fitulítið. Það er til frosið hér á landi og ég á enn eftir að prófa það. Náði mér oft í það í kælinum í Oz og annaðhvort grillaði ég það eða steikti á pönnu. Það þarf aðeins að matreiða það 2-3 mínútur á hvorri hlið en galdurinn er svo eins og með flest allt kjötmeti að láta það hvílast. Það gerir svo sannarlega gæfumunin. Mér finnst best að krydda eftir á því að í sjálfri steikningunni á kryddið til að brenna og verða leiðinlegt. Svo er líka hægt að steikja fyrst og marinera í nokkrar mínútur eftir á. Það er mjög skemmtileg matreiðsla á kjöti.

Núna er bara að þjóta út í búð og næla sér í eins - eða tvær steikur. Bera svo fram með einvherju léttu eins og gott salat. Engar fitandi sósur eða þannig bull, það skemmir hið góða bragð. Horfið svo á myndina Australia með Nic Kidman og Hugh Jackman (yeah mate!) og þar er ferlega fyndið kengúruatriði í byrjun myndarinnar sem upplagt er að horfa á á meðan Skippy er skolað niður með glasi af góðu rauðu.

be good and no worries!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kem í mat þegar ég kem heim......... og kannski fáum við okkur rautt, með krútti, steiktu á pönnu........ tíhí...

Rósa (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband