Færsluflokkur: Dægurmál
25.1.2010 | 23:34
hvernig á matreiðslubók að vera???
Hvernig er þetta þegar velja á sér matreiðslubók. Hverju fer fólk eftir þegar það vill eina slíka? Fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég get verið ansi píkký á bókunum. Fyrst og fremst þarf auðvitað innihaldið að höfða til ´mín. Höfundurinn hefur líka mikið að segja. Fátt fer meira í taugarnar á mér en einhver sem ,,reynir" að matreiða eitthvað en hefur í raun ekki hundsvit á því sem verið er að malla. Japps - þetta get ég fundið á mér. ;) Innihaldið þarf að höfða til mín þannig að ég slefa yfir bókinni. Útlitið á bókinni og myndirnar í henni endurspeglar það sem lagt hefur verið í bókina. Bjartir litir, fallegar ljósmyndir með viðeigandi aukahlutum heillar mig. Matreiðslubók með engum ljósmyndum finnst mér fáranlegt - það gefur mér enga mynd af útkomunni - en það fer auðvitað algjörlega eftir uppskriftinni sj´lfri. Það kemur fyrir að það er óþarfi. Fer eftir ýmsu. Uppsláttarmatreiðslubækur þurfa engar myndir.
Ég á mér heilmikið safn af matreiðslubókum og mér leiðist aldrei að skoða þær og lesa þær aftur og aftur eins og einhverja metsölubækur. Þegar ég fer inn í bókabúð þefa ég strax úppi matardeildina og þangar oftast í allar bækurnar sem þar eru. Nema þær sem þegar eru komnar í hylluna mína :)
Donna Hay, Maggie Beer, Curtis Stone, Já - Ramsey og Oliver líka... auðvitað öll frönsk matargerð og ekki má gleyma ömmum og langömmum sem hafa látið uppskriftir sínar end í skúffunum hjá mér... Nanna hér á Íslandi á sérstakan stað í hjartanu mínu fyrir að koma með frábærar bækur og fyrir að vera eins og hún er í sambandi við matargerð.
Sá frábæra mynd um daginn - Julia&Julie - sem fjallar um tvær ástríðufullar matreiðslukonur. Mæli með henni fyrir alla sem elska það að matreiða og velta fyrir sér undrið með matreiðslu og matargerð.
Jamms, aldrei að vita nema eitthvað spennandi gerist á næstunni í matargerðinni hérna.. er að prufa mig áfram á ókunnugum slóðum þessa dagana og ég veit ekki alveg hvernig mér líkar það. Meir um það seinna.
Stay cool!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 19:10
hryllingssaga í matvörubúðinni
Það að kaupa í matinn ætti að vera jafn skemmtilegt og að fara í shoppingspree í Kringlunni.
Því miður er reynslan af því að versla í matinn hér á klakanum ekki þannig. Bæði er dýrt að kaupa inn og stundum er það svo fáránlega dýrt að manni verður flökurt þar sem maður stendur með körfuna og dettur næstum því ofan í kælinn. Svo er líka dýrt að kaupa inn grænmeti og ávextir - sem er ein af uppistaðan í máltíðum á heimili okkar. Það t.d. að þurfa að leita að fallegum laukum (!!!!!) í laukhrúgunni gerir mig sérstaklega pirraða, því hvers vegna eru svona mikið af skemmdum laukum í búðum???
Svo ég fara nú eina ferðina enn að tala um Aussie, þá fékk ég að upplifa það þar hversu dásamlegt það getur verið að kaupa inn í matinn. Að fara með stóra kerru inn í búðina og hefja ferðina í grænmetinu þar sem allt er fallegt og ferskt, á eðlilegu verði og ná sér í það sem maður þarf án þess að þurfa að sleppa hinu og þessu vegna útlits og verðs. Að geta fundið ilminn af ávextunum og valið sér þá sem eru fallegastir.
Já, það er þannig að maður vill geta valið sér það sem hentar manni en ekki vera þvíngaður og ýtt út í horn í matvörubúðunum vegna þess hve verðin eru fáranleg eða það hversu fáranlega óaðlandi matvörurunar eru hérna. Lentum í því að vilja ná okkur í paté í Hagkaup um daginn og þegar á kassann var komið fannst okkur þetta ansi dýrt fyrir þessa litla krukku. Verðið var rúmlega 1800 krónur!! ekki bara vitlaust merkt í hyllu heldur líka algjörlega hlægilega grátbroslegt. Þarf að taka það fram að þessu var að sjálfsögðu skilað. Ekkert paté þetta kvöld :)
be good :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 12:08
tvíhöfði og mózartkúlur á laugardegi
Andinn bara allt í einu svífur yfir mann.
Hlustaði á tvíhöfða hér í morgun og gasalega hló ég mikið. Tók meira segja útvarpið með inn á toilettið til þess að missa nú ekki af neinu. Það sem þeir leyfa sér að gera grín af er dásamlegt. Takk Ísland fyrir að leyfa þetta málfrelsi. Núna vantar bara að þá má gera bíkini úr fánanum okkar. :)
Er með dós af mózartkúlum sem ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að gleypa í mig fyrir framan sjónvarpinu í kvöld eða þá hvort ég eigi ekki bara að búa til einhvern desert úr þeim sem vara vafalaust betri lausnin. En hvað. Ætli ég geti brætt þær? það er spurning. Eða þá maukað þær ofan í eitthvert krem og sett í köku? Eða kanski bara marens og kúlur á milli?? Uss, vil ekki vera svona hefðbundin. Ekki ég. Þarf að leggja höfuðið í bleyti á milli þess sem ég skultast í afmæli, skutla í afmæli og versla í matinn og skutla í sund...
Ahhh dásamlegir laugardagar....
Be good.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2010 | 20:20
og hvernig heppnaðist svo máltíðin?
Kalkúnin þetta árið smakkaðist svakalega vel. Ég meira að segja skráði og skrifaði það sem ég setti í fyllinguna. Fyllingin var geggjuð og ég held að þetta árið verður hún toppurinn. Hún heppnaðist mjög vel núna um kvöldið og getur ekki versnað. Það er nefnilega soldið maus að komast að því hvernig maður vill hafa sína fyllingu. Hún er svona frekar persónuleg fyrir þann sem hana býr til því í hana er auðvitað það sem manni finnst gott. Og það sem fer vel saman í munni. Ég vil finna allt sem er í fyllingunni þegar hún fer upp í munn og þess vegna má ekki vera of margt af dóti í henni. Bætti við döðlum þetta (fyrra) árið sem passaði svona líka svakalega vel við. Þori varla að tala um það hérna hvað var meira þarna í því þetta er auðvitað hernaðarleyndarmálið mitt. Já, eru ekki flestar uppskriftir manns það? Sumar er ég alveg meira en til í að gefa frá mér en svo eru það sumar sem verða eins og börnin manns. Skipta mann miklu máli og það er sko ekki hver sem er sem fær aðgang að þeim.
Hvers vegna eiginlega? ég skil það ekki. ég meina, hvaða máli skiptir það? en það er kanski það að maður vill eiga þetta út af fyrir sig og draga fram og bjóða upp og þýkjast vera smartast í heima með þessa frábæru uppskrift frá þarna þið vitið langt í burtu -eða??
Well, Triple Chocolate mousse sem ég gerði var líka ferlega fínt. Það sem hins vegar klikkaði var að ég setti það í of stór glös og þar af leiðandi var þetta allt of mikið magn af því góða sem gestir gátu ekki klárað. En þá veit ég það næst. Alltaf gott að læra af mistökum. Það bragðaðist hins vegar mjög gott þannig að ég læt eflaust uppskriftina fylgja.... næst :)
Be good!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 20:27
happy cooking
yammie yammie...
Þá fer matreiðslan að hefjast á ný. En ég hef svo gaman að því þótt ég er alveg búin á því eftir að hafa staðið á haus í eldamennsku í kanski 10 tíma. Ég klikkaði alveg á því með kalkúnin í dag. Er vön að vera með hann í þíðingu frá 29 des þannig að hann verði tilbúin í slaginn á gamlársdag. Þetta árið ætlaði ég að kaupa einn ferskann. Og hann var auðvitað uppseldur. Nennti ekki að keyra á milli búða til að finna einn þannig að núna liggur greyið í bleyti og ég bölvandi yfir kvikindinu. Verð að ná inndótinu úr honum i fyrramálið til þess að græja sósuna. Ligg á bæn núna og strýk fötunni með bra bra í. Er að fara í desertinn í kvöld. Verður triple chocolate mousse, sem er tilraun, en það hlýtur að blessast. Í forrétt verður laxatartar sem mér líst bara fjandi vel á. Er einfalt og fljótlegt og á eftir að bragðast undurdásamlegt. Er þetta orð by the way til????
Nýtt ár á leiðinni og við öll heppinn að fá að fagna því í þessu líka dásamlegu vetrarveðri.
Verið öll góð um áramótin og stay cool :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2009 | 21:22
Jólatriflið skemmtilega
Stóð ekki við loforðið um að byrja skrifa eftir áramót. Varð að byrja núna!!! Svona er þetta þegar andinn kemur yfir mann!!
Gott Triflé er afar jólalegt.
Eins og með jólasmákökurnar hef ég verið að leita eftir hinu ,,réttu" uppskrift, sem að sjálfsögðu þarf að vera eftir mínum smekk og eftir mínu mati. Fékk Trifle í fyrra út í Aussie og fannst mér það ekkert voðalega spennandi þar sem þau nota Jello í það í botnin. Flott trifle á að smakkast af sherry, það á að vera vanillubúðingur á milli og svo auðvitað kökur. Ekkert endilega makkarónukökur en einhverjar fínar smákökur. Ferske ber skemma ekki fyrir og mega þau vera inn á milli og ofan á. Rjómi - bragðbættur - því mér finnst rjómi ekkert voðalega spennandi einn og sér. EN það er ég. Alltaf kveinandi og kvartandi um að hafa matinn svona eða svona. En gerir það okkur ekki að það sem við erum .Eins gott að við erum ekki öll eins. Triflið mitt þetta árið verður í lögum. Í glærri glerskál á fæti. Með ferskum ávöxtum. Bragðbættum frekar stífþeyttum rjóma, vanillubúðing og kexkökum. Og auðvitað fæ ég mér í staup af sherry með.
Nema hvað??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 15:02
a very merrry christmas and a.... ;)
Gleðileg jól
og gleðilega matreiðslu um jólin og áramótin!
Margt er í boði sem áhugavert er að matreiða. Ég er aðallega í kökubakstrinum þessa dagana að prufa hitt og þetta. Geri litla skammta sem gott er að smakka. Hef ekki fundið neina uppskrift sem er hinn ,,eina sanna" en er með eitthvað í ofninum sem lofar góðu. Sú yngsta er alla vega dugleg að borða deigið og það er jákvætt.
Þar sem ég verð ,,námslaus" eftir áramót (7 9 13...) verð ég að vera duglegri að blogga um mat hérna á þessari síðu. Lofa því!!! Annað verður líka í bígerð sem á eftir að koma í ljós. En næsta ár verður frábært með fullt af spennandi matargerð og nýjum uppskriftum.
Jólakærleiksmatarogkökukveðjur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009 | 23:05
að matreiða Skippy
Sá frétt í dag á vísir að kengúrur eru að gera allt brjálað í queensland í austurástralíu. Þessi dýr eru ekki eins mikil krútt og maður heldur. Jú jú, þetta er sætt að horfa á en að lenda með einni framan á húttið á bílnum er ekkert grín. Lentum næstum því í því einu sinni þegar við voru í Oz og Skippy hélt bara áfram að skottast yfir veginn eftir að við snarbremsuðum og hún snerti hlið bilsins og virtist ekkert bregða við það. Þær get nefnilega orðið mjög stórar og þegar þær rísa upp og slá til manns þá er eflaust síðasta stundin hjá manni komin upp.
EN - þær eru fínar á pönnu. Kengúrukjöt er eitt af því hollasta kjöt sem hægt er að borða. Það er mikið prótein í því og svo er það einstaklega fitulítið. Það er til frosið hér á landi og ég á enn eftir að prófa það. Náði mér oft í það í kælinum í Oz og annaðhvort grillaði ég það eða steikti á pönnu. Það þarf aðeins að matreiða það 2-3 mínútur á hvorri hlið en galdurinn er svo eins og með flest allt kjötmeti að láta það hvílast. Það gerir svo sannarlega gæfumunin. Mér finnst best að krydda eftir á því að í sjálfri steikningunni á kryddið til að brenna og verða leiðinlegt. Svo er líka hægt að steikja fyrst og marinera í nokkrar mínútur eftir á. Það er mjög skemmtileg matreiðsla á kjöti.
Núna er bara að þjóta út í búð og næla sér í eins - eða tvær steikur. Bera svo fram með einvherju léttu eins og gott salat. Engar fitandi sósur eða þannig bull, það skemmir hið góða bragð. Horfið svo á myndina Australia með Nic Kidman og Hugh Jackman (yeah mate!) og þar er ferlega fyndið kengúruatriði í byrjun myndarinnar sem upplagt er að horfa á á meðan Skippy er skolað niður með glasi af góðu rauðu.
be good and no worries!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2009 | 21:20
dýrt hráefni - en.... samt...
Fór í Hagkaup í gær til að versla hitt og þetta í matinn. Þurfti mest á að halda ýmislegt af fersku grænmeti. En æ hvað ég verð alltaf fyrir vonbrigðum. Ég reyni virkilega að vera jákvæð því það er mikið úrval, já já. EN - gæðin. Ég segi eins og Soffía frænka, suss og svei. Hvar á ég að byrja? Passionfruit - ástríðuávöxtur á íslensku. Þeir voru eins og litlar rúsinur í laginu og eflaust uppþornaðir að innan. verða þeir virkilega svona á leiðinni til landsins? Jæja. By the way þá kostaði kg af þeim um 2500 krónur!! Ferskar fikjur - ég þorði ekki að kaupa þær en mikið langaði mér í þær. Þarf að smakka á þeim áður en ég kaupi nokkrar því þær kosta um 2800 kr kg. Allar dökkfjólubláar, og mjúkar í viðkomu. Æ - ég þorði ekki. Þá var það að skoða kiwi. Kiwi sem er annað hvort grjóthart viðkomu eða eins og mauk í viðkomu hef ég engan áhuga á - sorry. Náði mér í Grasker á 499 kr kg. Það var í lagi með það en auðvitað finnst mér það dýrt.
En, það er mikill munur að geta farið í búð og keypt hitt og þetta sem einu sinni aðeins fékkst í útlandinu. Og þótt að allt sé orðið dýrt hér í matinn þá finnst mér litið gagn að kvarta og kveina undan því - því hvaða tilgangi þjónar það?? En friðar mann eitthvað samt að bulla um það.
Verslaði grasker, ferskt kóriander (dýrt auðvitað!!) og engifer. Þannig að í dag varð graskerssúpa með engiferi í matinn, nýbakaðar brauðbollur sem meðlæti. Og í brauðbollurnar hendi ég svona það sem mér dettur í hug í degið. Ramminn er 6 dl af vökva og 3 tsk af þurrgeri og hveiti eftir þorfum. Olía, smá hunang, hafrar eða heilhveiti og já það sem er til. Virkar alltaf vel. Prufaði nýja tegund af súkkulaðiköku sem varð í lagi. En með henni gerði ég rababaramauk og það passaði alveg frábærlega vel við. Mjög skemmtilegt bragð þarna sem var í senn súrt og sætt og mjúkt. Það er dásamlegt að setja mat í munninn þar sem brögðin koma fram í mismunandi lögum - skiljið þið??
Þar til næst - eldið með hjartanu!! Borgar sig alltaf!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2009 | 11:52
matreiðslusjónvarpsþættir
Var að klára að lesa fréttablaðið (þar sem ég hvorki kaupi né les morgunblaðið lengur) og kom þar að grein sem fjallaði um nýjan matreiðsluþátt í sjónvarpi hér á landi. Matreiðsluþættir eru dásamlegir og á ég mér uppáhaldsstöð á BBC sem sýnir nær eingöngu þætti um matreiðslu. Hef þar rekist á nokkra þætti frá Ástralíu og var það bara gleði gleði gleði þar sem þættir þaðan sem fjalla um mat eru hreinasta snilld. Eins og þessi tvö þarna, frá Aussie.. .svo ólik en með frábæra þætti þar sem farið er á flug og snilldarmatur framreiddur. Þetta er Maggie Beer sem er afara þekkt matreiðslukona i Oz og Simon Bryant sem er menntaður matreiðslumaður. Enda kallast þættirnir The cook and the chef. Totally brilliant.
Sumir svona þættir geta farið í taugarnar á mér og má segja að þessi þáttur hafi gert það sem byrjað var að sýna hér á landi um daginn á RÚV. Má nefna spaghettisuðuna.. og já það hefur verið mikið rætt um hana en að sjálfsögðu er í boði að sjóða sitt pasta eins og hverjum og einumer lagið. EN í matreiðsluþætti býst maður við að það séu einhver fagleg handtök á ferð. Mér fannst vera afar lítil fagleg handtök í þættinum og gat ég ekki horft á hann allan. Sorrý, en þannig varð það. Mér hefur fundist matreiðslubækur eftir viðkomandi áhugakonu um mat vera alveg ágætar - en svona lala...
Matreiðsluþættir þurfa að vera röskir í flutningi, sýna nýjungar og spennandi handtök með hráefnið og fá mann til þess að slefa og missa sig í að skrifa niður upplýsingar og fróðleik. Kanski koma þættirnir á flug með tímanum.. vonum það.
Be good. I know I am :)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)