17.10.2009 | 11:52
matreiðslusjónvarpsþættir
Var að klára að lesa fréttablaðið (þar sem ég hvorki kaupi né les morgunblaðið lengur) og kom þar að grein sem fjallaði um nýjan matreiðsluþátt í sjónvarpi hér á landi. Matreiðsluþættir eru dásamlegir og á ég mér uppáhaldsstöð á BBC sem sýnir nær eingöngu þætti um matreiðslu. Hef þar rekist á nokkra þætti frá Ástralíu og var það bara gleði gleði gleði þar sem þættir þaðan sem fjalla um mat eru hreinasta snilld. Eins og þessi tvö þarna, frá Aussie.. .svo ólik en með frábæra þætti þar sem farið er á flug og snilldarmatur framreiddur. Þetta er Maggie Beer sem er afara þekkt matreiðslukona i Oz og Simon Bryant sem er menntaður matreiðslumaður. Enda kallast þættirnir The cook and the chef. Totally brilliant.

Sumir svona þættir geta farið í taugarnar á mér og má segja að þessi þáttur hafi gert það sem byrjað var að sýna hér á landi um daginn á RÚV. Má nefna spaghettisuðuna.. og já það hefur verið mikið rætt um hana en að sjálfsögðu er í boði að sjóða sitt pasta eins og hverjum og einumer lagið. EN í matreiðsluþætti býst maður við að það séu einhver fagleg handtök á ferð. Mér fannst vera afar lítil fagleg handtök í þættinum og gat ég ekki horft á hann allan. Sorrý, en þannig varð það. Mér hefur fundist matreiðslubækur eftir viðkomandi áhugakonu um mat vera alveg ágætar - en svona lala...
Matreiðsluþættir þurfa að vera röskir í flutningi, sýna nýjungar og spennandi handtök með hráefnið og fá mann til þess að slefa og missa sig í að skrifa niður upplýsingar og fróðleik. Kanski koma þættirnir á flug með tímanum.. vonum það.
Be good. I know I am :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.