Færsluflokkur: Dægurmál
9.7.2008 | 21:30
Allt í gangi
Okey, það eru rúmlega tvær vikur þar til við kveðjum. Vá hvað tíminn líður hratt. Á föstudagskvöldið 25 júli ætlum við að gista í keflavík (www.hotelkeflavik.is) þannig að það fari ekki allt í uppnám þegar við þurfum að vakna um miðja nótt. VIð höfum áður gist þar áður en við fljúgum á stað og ég mæli með því. Það er æðislegt að byrja ferðina aðeins fyrr. SVo fær maður fínan morgunverð og er skutlað út á völl, alveg eins og prinsessa :). I love it.
Það eru alltaf að bætast við kassar sem á að senda út. Sko, maður á svooo mikið af drasli að þetta er ekki í lagi. ÞEtta er núna í þriðja sinn sem ég stend í því að fleygja og hreinsa burt. Núna eru það aðallega föt. Þurfum við þetta? Já, Nei... Kanski er maður a senda allt of mikið af dóti út, en so what. Það er betra það en að allt í einu sakna einhvers þar, en það efast ég samt um þar sem ég hef oft rekið mig á það undanfarna sex mánuði að ekki sakna eiginlega neitt af því sem ég hef pakkað í geymslukassa. Krakkarnir eru svooo dugleg við að sætta sig við að hafa ekkert af sínu dóti og mér finnst æðislegt að sjá hvað það skiptir þeim litlu máli.
Hitastigið í Adelaide er núna það sama og hér, nema hvað þar er vetur og hér er eins og við vitum, SUMAR: Ferlega varð allt í einu kalt í dag, by the way. Ég borgaði skólagjöldin í Kennó í dag þannig að núna má ég halda áfram í haust og í vor að læra. Sem er svo skemmtilegt. Tek kúrsana mína í fjarnámi þaðan og svo er bara að sjá hvernig það fer.
Það er sko í South Australia sem við búum í. Adelaide er þarna í ,,skarðinu" eða hvað ég á að kalla það.
þangað til næst. Cheerio!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 23:25
Måste skriva lite svenska också
Som jag lovat ska jag också skriva lite på svenska. Här skriver jag alltså om våran flytt ner till Australien och till Adelaide.
Vi reser lördagen den 26 juli och börjar med att flyga till London. Därifrån flyger vi med Singapore airlines till Singapore, där ska vi stanna i fyra dagar. Det tar runt 12 - 13 timmar att flyga dit. Så flyger vi vidare till Adelaide som tar runt 6 timmar.Där landar vi runt 7 tiden på lördagmorgon. I adelaide bor vi på hotel Stamford som ligger nere við beachen i GLenelg i en vecka och då ska vi leta hus. Förhoppningsvis hittar vi ett, med trädgård, ett vitt staket runt och en söt veranda...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 16:29
Vegimite sandwich og bel air
Það er eins gott að allt sé klárt áður en við förum. VISA- sem sagt staðfestingin á því að við höfum fengið innflytjendaleyfi týndist eitthvað í póstinum þannig að við þurftum að fá nýtt þannig.
Við höfum undanfarið verið að kikja á hus og hverfi. Nafnið á hverfinu skiptir máli - , hahhaa, en það er smá ,,vain" ég veit en þetta er svo krúttuleg nöfn, t.d. Golden Grove, South Brighton, Valley Wiew eða Redwood Park. Sá eitt hverfi sem heitir Bel Air, þvi miiiður var það ekki í boði að fara þangað það var sko of langt í burtu. Vona bara að eitthvað finnist vikuna sem við verðum á hótelinu, annars kanski verðum við bara að búa áfram á prinsessuhótel - ekki leiðinlegt... eða hvað?
Núna er allt að verða tómt hér hjá okkur á Hátó og F'ia og Sandra taka við. Börnin eru í sjokki yfir því að þurfa kveðja Kisur og trampolín og það þarf að ganga í gegnum það eins og annað. Flest allt komið í kassa og núna er bara að taka fötin sin og bruna á næsta stað. Krakkarnir taka þessu mjög vel, þessu rótleysi en við verðum öll fegin þegar við erum loksins komin í ,,okkar" húsnæði down under.
Þar ætlúm við að borða vegimite sandwich og kikja til Melbourne og heimsækja Harold i grönnum!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 19:52
Aftur að pakka
Já já, við erum byrjuð að pakka - aftur... urk... núna er hugsunin:
Hvað viljum við hafa með til ,,down under"?
Hvað viljum hafa í geymslu?
Hvað viljum við hafa í ferðatöskunni?
Sendum svona 40 - 50 kassa út, aðallega föt, dót frá krökkunum, bækur, rúmföt, handklæði.. Við höfum losað okkur við allar mublur og erum að byrja eiginlega alveg frá byrjun aftur. Þannig að enn og aftur fyllist þessi yndislega íbúð sem við höfum búið í undanfarna mánuði af kössum. Flyt´jum úr henni eftir helgi.
Núna er komið í ljós hvaða hverfi Gummi mun vinna í út í Adelaide, hverfið heitir Ogden og er smá fyrir utan centrum. Mér líkar það vel, við finnum okkur hús í einhverju hverfi þar hjá og Ben, our mate down under" aðstoðar okkur með þetta. Ég hlakka svo til að fara að versla í matinn á mörkuðunum, velja grænmeti og ávexti þar og versla í matinn .i skemmtilegum búðum.
Vonandi get æeg fegnið vinnu í einhverjum skemmtilegum skóla þar, helst í sama og skóla og Davíð og Elsa fara í.
:að er mjög sérstakt að vera alveg að fara, sérstaklega þar sem undirbúnigurinn er búin að standa yfir núna í rúmt ár. Loksins er komið að þessu. Engin af okkur finnst þetta raunverulegt.
En 26 júli, þá.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 22:49
james Blunt
James Blunt var æðislegur á tónleikum. Þetta var bara frábært og við skemmtum okkur mjög vel.
hann söng af báðum plötum og þetta var flott hjá honum
Þarna er hann!!! set kanski inn fleiri myndir seinna...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 17:34
húsnæði og annað
Núna erum við að finna húsnæði í Adelaide. Við skoðum á netinu og þegar við komum á staðinn kikjum við á húsin, Við erum með frábærann mann sem aðstoðar okkur þar sem kallaður er Ben, og hann vill allt fyrir okkur gera sem gefur manni svo mikið öryggi. Þetta er að verða spennandi.
Við erum að leita okkur að húsi, 3 - 4 herbergja, helst 4 herbergi, með verönd og smá garði. Það er til nóg að þeim. Það búa flestir þannig líka virðist vera. Við erum komin með nokkur hverfi sem okkur líkar og við kikjum nánari á þau svo.
Fljótlega kveðjum við Háteigsveginn. Það er búið að vera svo gott að vera hérna og mér finnst leiðinlegt að þurfa að kveðja. Fía og Sandra taka við af okkur og þær eru mjög spenntar að flytja inn. Það verður eflaust mikið fjör hjá þeim skvísum, get ekki i´myndað mér annað. IKEA er helsti viðkomustaður þeirra og þær hafa boðið flínkum smiðum að þiggja 200 krónur á tímann fyrir að koma og vinna - tekið er fram að þeir þurfa EKKI að þiggja peninginn. Já, þið vitið hverjir þið eruð
Við Davið kiktum á Tónleika með Whitesnake um daginn. Coverdale er orðinn frekar slappur fannst mér, hann náði varla andanum og þurfti svo að hvíla sig inn á milli. En hann söng af fullu krafti og það var gaman að sjá þá.
Sign voru æðislegir á undan. Mjög flottir.
Whitesnake.
Í kvöld ætlum við stelpurnar að fara og sjá James Blunt. Það er verður nú fínt
Strákarnir eru á Hulknum í bío. Alltaf gaman hjá þeim.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 21:13
Glenelg
Hér er mynd af Stamford Grand, (www.stamford.com.au Hotelið okkar sem við förum á um leið og við lendum í Adelaide. Það er sem sagt í strandarbænum Glenelg, þetta er eitt úthverfið í Adelaide. Þar er fullt af veitingastöðum, kaffihúsum, verslunum og annað sniðugt. Við eigum eflaust eftir að kynnast þessu hverfi mjög mjög vel.
þetta er ströndin í Glenelg... já þetta er vist mjög mjög fallegt, höfrungar í leik og jafnvel einn og annar hákarl að leika sér...
og hér er önnur mynd af hótelinu.
Núna eru davið og Elsa komin í sumarfrí, ég hætti í næstu viku. Fia er á stofunni sinni og í leikhúsinu að greiða leikurum. Gummi i smá pásu frá öllu eins og er.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 23:09
hótel í Adelaide
Í dag var afmælisdagur Davíðs og hennar mömmu. Mikil veisla á hinum ljúfa veitingastað Tilveran sem er í Hafnarfirði.
Er loksins búin að bóka hótel fyrir okkur í adelaide frá I ágúst. Dásamlegt hótel sem er við ströndina í hverfi sem heitir Glenelg og er víst mjög fallegt þar. Þar njótum við lifsins eða þanni á meðan við leitum okkur að húsnæði til að fara að búa í. En reyndar ætla ég mér að vera smá í sumarfríi og dóla mér í góðum sólarstól með jafnvel ískalt hvítvin mér við hlíð
. Alltaf dásamlegt.
Í dag var líka skólaslit í Meló. Skrýtið að hugsa til þess að börnin eru hætt í Meló. Næst fara þau í skóla í Adelaide :)... Það á eftir að verða mjög mikið öðruvísi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 11:47
íslendingar erlendis
Það virðist vera aðreir íslendingar en við í Adelaide. Maður heldur oft að maður er eini íslendingurinn á staðnum en nei nei, þeir eru allstaðar.. Eins og þegar ég sat með Fíu, Elsu og Davíð að bíða eftir bíl á torginu í Palermo á Sikiley, þá vorum við eitthvað að spjalla. Þá segir konana sem sat við hliðina hjá mér ,,nei, eru þið íslensk...ég líka!!" Og líka þegar ég var á frekar afskekktum stað fyrir utan Wien á útikaffihúsi, þá voru íslendingar við hliðina á næsta borði, þannig að ekkert ætti að koma á óvart...
Það var jarðskjálfti í gær.. 'eg veit ekki til þess að það hafa verið skjálftar í Ástralíu, en Það verður annað eins og krókodólar, eðlur, pöddur og rottur vænti ég. Hvernig á ég að geta þetta? Krakkarnir eru sterkari og hugrakkari en ég!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 11:42
sumarfrí nálgast
Jæja, þá eru síðasti tímarnir hjá mér í kennslunni í Smáraskóla. Krakkarnir koma og kveðja og faðma mig og eru svo yndisleg. þetta vor er búið að vera frábært í alla staði. Á eftir að sakna þess mjög mikið að vera ekki að kenna. Loksins þegar maður hefur fundið sitt draumastarf - þá tekur annað við. En ég vona virkilega að ég geti unnið við þetta í Aussi.
Gummi er orðin þreyttut á vinnunni sinni og vill fara að komast af stað. Núna er ekki langur timi þangað til viðförum. Hver helgi verður meikið að gera og við förum að telja niður. Mér á eftir að bregða þegar við förum allt í einu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)