Færsluflokkur: Dægurmál
24.5.2008 | 23:20
fia og eurovision
jæja, Rússland vann eurovision og það var ekkert sérstakt lag fannst mér. Hef aldrei skilið þetta með að skríða á gólfinu og láta kjánalega þegar verið er að syngja...Nema maður heitir Madonna auðvitað, þá er allt fyrirgefið....Gaman að Ísland náði lengra en 16. sæti. Annars fannst okkur sko ekki alveg eins hér. Gummi sofnaði EKKI í fyrsta sinn yfir keppninni og það var mikill áfangi fyrir hann. hehehe. En tónlistarsmekkurinn hans þarf eitthvað að .. já, hann er ekki alveg að gera sig. Karlar...Uhrmf.. Honum fannst Israel vera gott lag.. Urk. jjajaajjajaa. Guðmundur!!!!!!!!!
Fía vann í Þjóðleikhúsinu og sagði mér að það hafði verið mjög fáir áhorfendur en að allir í sýningunni hafði verið í miklu stuði og fengið að horfa á stórum skjá inni í búningsherberginu og það var mikil stemning! . Já, gaman að vinna í hársnýrtideildinni í leikhúsinu. Á mánudaginn fer Fíalúsin okkar að vinna aftur eftir 2. vikna veikindafrí. Að láta taka hálskirtlana úr sér er sko ekkert grín fyrir litla stelpu úúúju...... Þetta var mjö mjög sárt hjá henni og hún léttist um heil 6 kg!!!.. En Fíálúsin stóð sig eins og hetja, auðvitað. Elsku kerlingin okkar hvað við eigum eftir að sakna hennar mikið þegar við förum héðan. Það á eftir að verða svo svo erfitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 20:28
hótel tal
Þegar við komum til Singapore veðrum við á hótel Grand Mercure. Mér leist vel á það hótel enda höfum við áður gist á MErcure hótel. Það var í Palermo á Sikiley. Ahh.. Yndislega SIkiley.. Það er dásamlegur staður. Til þess að kikja á hótelið er best að googla Mercure Singapore, þá er það efsta hótelíð á listanum.
Í Adelaide verður tekið á móti okkur á flugvellinum af Matthew, sem er eitthvað á Spitalanum hans Gumma, Royal Adelaide Hospital. Veit ekki hvað hann gerir þar.En hvað með það, Matthew keyrir okkur svo á næsta fimm stjörnu hótel, enda ekki annað í boði fyrir alvöru prinsessur .. Gummi vildi sko að við myndum búa í eitthvað sem kallast ,,caravan-park", bara orðið fyllir mig af hryllingi.. en Það er eitt sem ég er EKKI, það er eitthvað spennt fyrir tjaldstæðum eða þannig, nema það sé ´gott hótel í nágrenninu. Og helst margaar stjörnur..Æi, krakkarnir eru alltaf að þrasa um að fara í útileigi, ætli endi ekki með því að Gummi sjái um það. Ég get ekki séð hvað er svona skemmtilegt við það að sofa ílla, vera án sitt eigið WC og að þurfa elda úti skóginum...
Okkar nýja húsnæði verður svo leitað að þegar við erum komin til Adelaide. Spennandi!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 12:19
Það sem framundan er
Hér verður bloggað um tímann okkar í Ástralíu og allt sem við gerum þar. Við fjölskyldan erum sem sagt að flytja okkur til Adelaide í Suður Ástalíu. Undirbúningurinn hefur staðið síðan síðastliðið sumar og hefur ekki veitt af þeim tíma. Þann 26 júli fljúgum við héðan til London, þar áfram til Singapore. Í SIngapore ætlum við að liggja í leti í 4 nætur áður en við fljúgum áfram til Adelaide. Það tekur einhverja 6 - 7 tíma. Krakkarnir eru orðnir spenntir og þetta verður mikil ævintýraferð er ég viss um.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)