Færsluflokkur: Dægurmál
2.8.2008 | 13:10
ísland og handbolti
Þá erum við búin að vera hér í rúmlega tvo daga. Við sofum mikið og ég hugsa að við erum öll búin að missa tímaskýnið þí við getum sofið endalaust. Einsog ég sagði þá er frekar kalt hér enda vetur. Í dag var 15 gráður og sma rigning. Ég er bara með þunna peysu sem yfirhöfn, hitt er í kössunum á leiðinni hingað í bát. Í gær kvöldi versluðum við vatn og þannig í litilli búð. Kallinn fór eitthvað að spjalla og spyrja hvaðan við værum, og hvað haldiði? Hann vissi sko alveg um Ísland og það var vegna þess að honum fannstíslendingar vera svo góðir í handbolta!! hahaha, fyndið.
Ég horfi og horfi á liðið hérna, enda er GLenelg vinsæll strandarbær og mikið af fólki hér um helgar sem ganga um ströndina og eru hér að borða og dóla sér eitthvað. Fólk er ekkert að spá í klæðnað hérna og minnir mig á ,,hillbillies" eða einhverja sveitalubba.Enda er sagt að fólkið hér er frekar ,,backwards" eða á eftir. Soldið skondið sko , komandi í gallabuxur, t-shirt og strígó á veitingastaðinn.æi þetta er voða fyndið þegar maður sér það en fólkið pælir greinilega ekkert í svoleiðis...en voða einlægt og krútttlegt fólk. Allir heilsa og brosa og það er ekkert mál með allt. áfengi er greinilega vinsælt og greinilegt er að það er drukkið mikið og byrjar líka greinilega snemma. Í morgun fórum við út um hálf 1 og ætluðum að finna morgunmat. Þá var fullt af fólki á börunum að fá sér bjór og hvítvin. Það var aðeins of snemmt fyrir okkur Gumma.. Við byrjum svona um 3...Maturinn hér er ofsagóður - allavega það sem við höfum smakkað.. En við erum rétt að byrja og rétt að kynnast öllu. Þetta er bara fyrstu ,,impression"..
Í sjónvarpinu er mikið verið að sýna rugby, veit ekki hvort ég á eftir að skilja þá íþrótt, kanski setur Davíð sig inn í það. Elsa er orðin óþreyjufull að fá að byrja í skóla og eftir að við höfum fengið hús þá förum við að athuga það allt. Húsaleitin byrjar á mánudag.Við gummi erum komin með gemsanúmer og það er byjrun.
Good day mates
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2008 | 06:31
Við og grannarnir
Og þá erum við loksins komin hingað. Flugvöllurinn í Singapore er sá flottasti sem ég hef farið á, Gummi lika. Eða hvað segist um að fá sér sundssprett meðan verið er að biða? Eða kanski skella sér á eina bíomynd? Það er allt svo hreint og þægilegt og það fer ekki fyrir neinu. Singapore er svona prinsessubær myndi ég segja. Heitur samt , skrytin en pottþett þess virði að kikja á.
jæja.
Ég sver það. Eftir að við vorum sest i smá kaffi eftir að hafa náð í töskurnar okkar á flugvöllunim, þá leið mér einsog við vorum æi þætti af grönnum. Flugið gekk vel, nema hvað davið og elsa sváfu ekkert. Nada.Nothing. Ótrúleg. Davið sat með heyrnartólin alla nóttina og horfði alveg stjarfur og meðan allir í velinni voru sofandi heyrðist, að sjálfs-gðu aðeins í Davíð vininum, hlæjandi. Þegar svo átti að lenda þurfti að skila heyrnartólunum, Davið tók þau af sér og rotaðist samstundis. Týpiskur Davið. Elsa svaf ekkert heldur, var með pirr í fótnum og þá gegnur alls eki neitt.
Þegar við fórum í leigubílaröðina kom maður og spyrði ,,do you need a wagon, mate?", hahahhaa, þetta fannst mér fyndið. Wagon!! Við fengum wagon og vorum keyrð á Stamford. Þetta er gamalt hótel í strandarbænum GLENELG og hótelið er eiginlega á ströndinni sjálfri. Ótrúlega fallegt. Það er hins vegar kalt hérna. 13 stiga hiti eða kuldi. Þannig að núna náum við í flíspeysurnar aftur!!!! Krakkarnir rotuðust í leigubilnum og sváfu eiginlega þar til núna. Þau gengu sofandi úr bílnum inn í lyftuna og upp...
þetta verður eithvað fyndið...
Eftir að hafa sofið í allan dag erum við vöknuð..Núna byrjar ballið!!!!!
bless elskurnar...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2008 | 03:07
rússibani
Jæja,Tölvutæknin er soldið að stríða okkur hérna á hótelinu þannig að færslurnar vistast ekki stundum og það er mjög pirrandi eftir að hafa skrifa slatta.
Jæja, taka tvö, við erum að fara á flugvöllinn fljótlega til að fara áfram til Adelaide. Loksins er komið að því. Ótrúlet en satt þá erum við að fara þangað eftir ár í undirbúning. Ég trúi því varla, og ekki Davið heldur. Guðmundur er orðin óþolinmóður að komast og fara að byrja á öllu og Elsa er farin að vilja kynnast nýjum vinkonum.
Reyndar kynntist Elsa höfrungi sem hún fékk að strjúka og varð ofsalega ánægð og hrifinn. davíð kynntist slöngu sem hann hélt á um hálsinn.. Sko börnin hafa ekki þetta hugrekki frá mér það er á hreinu !!!!
Singapore er æðisleg borg og hver veit nema við flytjum hingað þegar við erum komn með nóg af Adelaide? Væri sko til í það. Þetta er þægileg borg, reyndar soldið dýr en full af andstæðum og fólkið er yndislegt hérna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2008 | 03:05
Svínamagar og núðlur
Sit her á 13 hæð og horfi út um gluggann meðan ég skrifa. Blátt hafið með fullt fullt af skipum og bátum á, háhýsi. Ströndin er þarna líka og þangað ætum við í dag. Bara ganga og kikja, þar er fullt af hlutum að gera. Í kvöld erum við svo að fara í ,nætursafari". Hitastigið er um 30, það er mikill raki og svo er loftið fullt af sktyrnum lyktum. Ígærkvöldi gáfum við kr0kkunum pizzu og pasta bolognese á hótelinu, mjöög öruggt, og svo fórum við með þau á einhvern stað þar sem við bentum bara á einhvern mat og borðuðum við lítið plastborð með einungs infæddum i kringum okkur. Fékk mér ekki svínaþarma og svína maga í gumsi, nei takk, hef ekki áhuga á því, vð fengum mjög bragðmiklar núðlur með einhverju og súpu með. Staðirnir liggja þétt upp við hvort annað og það er mjög heitt og allir borða saman í einni kös einhvernneign. Þetta er mjög skemmtilegt. Fyrir þetta borguðum við 6 dollara, um 400 krónur. Já, alltaf að hugsa um hvað þetta er nu ódýrt..Sváfum eins og skotnar rjúpur í nótt og var erfitt að vekja lðið til að ná morgunmatnum.Hótelið okkar er bara frábært. Það er sko ekki bara lobbyið se er fltt heldur er það flott alla leið :=Mæli með því ef þið hafið leið hér um. Grand Mercure Roxy, Singapore. Ég kemst ekki til að setja i myndir af okkur eins og er en þið vitið hvernig þetta e... þetta kemur allt saman..HaFIÐ það sem allra best í dag elskurnar,
Margar kveðjur fra okkur hér
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2008 | 06:34
komin
Stend her a flugvellinum i SIngapore og vildi bara lata vita ad vid erum komin!!!!!!erum ekki med sima her sem stendur... flugid gekk vel, erum mjog threytt og nuna er bara beint a hotel og isma sund. Hiti - 30 stig
bless i bili
fjolskyldan
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 17:53
...........urk..
Núna erum við alveg að fara!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 11:00
Á morgun
Það er að fara að gerast.......
Á MORGUN
BYRJAR
FERÐALAGIÐ OKKAR!!!!
1. Fara til Keflavíkur2. Kveðjustund
3.Gisting í Keflavik
4. Flug til London
5. Flug : London til Singapore
6. Lent í Singapore á sunnudaginn 8 um morgun íslenskur tími
7. Klukkan verður 14 þar eða þannig (8 tím munur)
8. Fjórar nætur í Singapore á
Grand Mercure Roxy
9. Fljúgum áfram til Adelaide 31 júli
9. Lendum í Adelaide 1 ágúst um morgun
(9 1/2 kl tími munur)
Verð í bandi frá Singapore elskurnar!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 20:20
Fia skrifar
Loksins loksins - ....
eða þannig - eru þau að fara til Adelaide.. Eftir aðeins 3 daga!!!!
Árið hefur sko liðið hratt þannig að áður en ég veit af verð ég komin til þeirra!!
Ég fer í skólann í haust en ætla að koma til þeirra í janúar með ömmu og afa!!
Svo byrjar vinnan í Þjóðleikhúsinu í lok ágúst, mikið hlakka ég til að byrja aftur að vinna þar!
Heyrumst! bæó
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 00:43
Gudmundur og konurnar á Lsp :)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 16:47
rakettur og hús
16 Wynn Vale drive, Adelaide
Erum komin með augastað á þetta hús sem er í hverfi sem heitir Gulfview Heights. Lítur dásamlegt út, er það ekki??? Okkur finnst það... Verönd, garður, 5 herbergi og svo stórt eldhús...
Höfum sett okkur í samband við fasteignasala í Adelaide og við kikjum vonandi á það mánudaginn 9 ágúst. Þið fáið öll að fylgjast með - lofa því.
Við erum orðinn smá kvíðinn, rakettur í maganum og aukinn hjartsláttur - bomm bomm... Dagarnir líða svo fljótt núna. 'Eg pakka í töskur og husa um allt frá nariur til mikilvæga pappírar..
Gummi vinnur sinn síðasta dag í dag á Lansanum - ótrúlegt, þá er nefnilega komið að því að fara...
So long í bili!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)