Færsluflokkur: Dægurmál

betra líf og meira sól

Það var í alvörunni vont veður  hér í gær! Það var fjallað um það í fréttunum gær að veðrið hafði verið það vitlaust að tré hefði slitnað upp með rótum og læti þannig að ,,ít was bad.." But no worries...Grin

Dagurinn í dag er betri, hlýrri og bjartari - er það ekki? Dömurnar eru komin í tennisinn og nágrannakonan min, hún heitir María, þessi elska, hún kom og bankaði hjá mér rétt eftir 8 i morgun og var miður sín, vegna þess að við ætluðum að taka strætó í bæin í dag saman og hún varð að fresta því. Afhverju? Vegna þess að hún á að leika í auglýsingu fyrir sjónavarpið!! Halo dúllann!! Hún þurfti sko að vera heima og bíða eftir að þeir myndu hringja í sig og það væri í dag eða á morgun!! Þannig að við kikjum á fimmtudagin í bæinn saman! Svo fór hún yfir til sín, yfir girðinguna. Hún er svo indæl!!!!

Í þessari viku er búið að spá blíðu og sól. Betri þannig, takk fyrir.

Æi og aumimingja Karl.. Hann var að vinna á spítalanum og það var ritari sem var leiðinleg við hann og kom honum í vandræði.. En Susan, (er hún enn gift honum, ég skil ekki..) viss alltaf að hann Karl, hann var ekki búin að gera rangt af sér...  Jæja, þetta var smá af grönnum hér..

Donna, Brooke, Bridget og Nick eru að grenja augun úr sér yfir Katie, sem á að vera systir þeirra D og B, en ég skil samt ekki hvaðan hún kom. Þær grenjuðu svo vel í gær að ég hélt að æðarnar mundi springa á þeim. Þetta var of mikið væl fyrir mig. Já, sko Katie er að deyja því hjartað sem hún fékk, úr bróðir sinum Storm,(missti alvega af hinum) það er að hafna líkama hennar...GetLost spáiði íþetta... en ég verð að kikja aðeina á þetta í kvöld... hehehe, en bara smá.

Guðmundur hann brunar í vinnunna á nýja drekanum. J'a drekinn er bara ágætur en sem komið er. Og kemur heim þegar vaktin lýkur kl 19.41. Spáið í það. Vaktin er búin 19.41. Þá er vaktin búin að vera síðan 0701...Skondið system, vægast sagt. þetta eru langar vaktir enda er hann alveg uppgefin þegar hann kemur heim þessi elska...

Þetta er Glenside hospital, main entrance!!!

 

Þetta er voðalega fínt þarna, en hann Guðmundur minn, vinnur á öðrum stað en þarna, aðeins lengra frá..

See you later.. Hafið það gott í dag öll sömul!!

 


vonda vonda vonda vonda veðrið!!!!!

jahérna hér. Þegar maður hélt að maður væri komin til himnaríkis þá opnuðust skýjin og hellti á okkur allann fjandann.. Urk, vaknaði í nótt við rok og hvassviðri - já!!!! - og hugsaði með mér: hva, er ég komin aftur heim??? Svaf áfram en i morgun þá koma ausandi rigning og brjálað haglél hér á okkur.

stórt og djúpt andvarp.

Þannig hefur veðrið verið í dag. Nágrannakonan mín, henni brá svo að hún hringdi í dóttur sína og sagðu henni að hún gæti ekkifarið með stelpuna í skólann í dag og ekki einu sinni útí búð!!! Já, þá er það slæmt!! D og E fóru nú í skólan, ekki með regnföt, nei nei þetta er allt á leiðinnni vist. Sko regnfötin í kössunum..Ætli ég hafi sent stígvélin þéirra..hm??? Eða mín???? Man ekkert hvað er að koma..

Veðrið hér breytist fljótt alveg eins og heima. Það er eingin að spila tennis í dag skiljanlega, ekki í þessu veðri. Annars hef ég verið að spá í að fara og spila með dömunum hér á morgnanna kl 900. Að sjálfsögðu aðeins ef veður leyfirNinja kanski bara svona???

Allir hressir, nýjusti fréttir eru þær að FÍAN okkar er að koma í desember!! Við erum byrjuð að telja niður dagana!!!  það verður svoo gaman að fá þessa kærleiksdúfu hingað til okkar!!!

ástarkveðjur frá okkur öllum

 

 

 


adelaide show

 

 

Í dag er eflaust heitasti dagurinn hér hjá okkur hingað til. Það er komið aðeins yfir hádegi, það er laugardagur og það var strax mjög heitt í morgun. Veit ekki hversu heitt, en það er það heitt að þegar ég setti þvottin á snúrurnar útí, handklæði, þá voru þau orðin þurrr á hálftíma!! gallabuxurnar þornuðu líka svona fljótt!!!  Og þetta er bara byrjun á hitanum. Mér finnst þetta auðvitað dásamlegt, að sleppa sitja heima útí garði, með teppi og sultardropana hangandi samt vera þrjóskur af því maður vill vera úti!!!!!

Já, hvað, horfi ég ekki á Granna hérna?? Grannarnir eru öðruvísi hér en heima. Þættirnir hafa breyst í útlitinu og myndin er öðruvísi. Get ekki lýst Því en þeir eru öðruvísi. En Karl er og  Susan og Harold og LOu og svo hann með stutta hárið, hann sem er soldið óþekkur og svo hann sem var með krúllað í gamla dga ..  En þeir eru sýndir á hverjum degi hér kl 1830. Það er líka sýnt australian idol, það er soldið spes líka. Það er sýnt á hverju kvöldi og þá nenni ég ekki alveg að horfa á það. Dómararnir eru öðruvísi, ekki eins og í idólinu frá USA. Og so er náttúrulega smekkurinn bara allt öðruvísi hér...

Í gær fórum mep krakkana á að sem þeir hér kalla ,,Adelaide Show". ÞEtta er rísastórt tívóli, með matarsýningar, vinkynningum, allskonar kynningar reyndar, á dýrum, matvörum, fötum og ,,you name it"... Svo er verið að selja það sem krakkarnir eru svo æst í. Það er kallað ,,showbags". Þá er einn poki seldur og allt sem er í pokanum er t.d. bara Hello Kitty dót, eða Simpson dót eða hermannadót eða high school musical dót. Þetta er óskaplega vinsælt og mikill æsingur.

adelaide show og annað 049

Það er seldur candyflóss í fötum, sælgæti útum allt og matur. T'ivóliið var alveg geggjað. Vildi að ég þorði ennþá að fara í hættulegu tækin, en ég bara get það ekki lengur, pissa í mig af hræðslu. Davíð fór í eitt tæki, bara alveg einn og það fór svo hratt með honum í og ég var svo áhyggjufull. Hann var einsog lítið krækiber í geimnum þarna. En svo kom hann út úr þvi og var eitt stórt bros.LoL Elsa fór í rosastóra hoppirólu, og hopaði og skoppaði langt upp í geim, og fannst svaka gaman.

Nú er bara að fara setjast aftur í garðinn og lesa eitthvað spennandi...

cheers!!

 


an exchange of culture

 

 

Við fórum í gær, við hjónin, að leita að bíl. Þurftum þá að taka leigubíl á staðinn og lentum á þessum svakalega skemmtilega kall og hann vissi svo margt og spjallaði svo mikið. Vissi alveg að Íslenska var eitt erfiðasta túngumál sem hægt er að læra og var nýbúin að sjá sjónvarpsþátt um englending sem tók áskorun um að læra íslensku á einni viku - og honum tókst það!!

Urðum vel upplýst um Australíu í þessari leigubílaferð. Adelaide er t.d. þurrasta borgin, í þurrasta ríkinu í Australiu (SA) o´g í þurrasta ,,continent" í heiminum. Það tekur mann um 24 tíma að keyra (stanslaust) til Sidney, sem ég hélt að væri ekkert svo svakalegalangt héðan. TIl að fljúga til Darwin sem er í norður beint hinum megin tekur um6 klukkutíma!!! Þetta er svo stórt land að maður gerir sér alls ekki grein fyrir þvi!

Vissið þið, by the way, að það prump ferðast um 3 sek/mín!!!!!

Useless information, but there yoou have it!!! :)Shocking

Hahha, þetta er frá fyndnum manni sem er hér í sjónvarpinu, nafnið hans er Kenny og þetta er algjör della.

Svo get ég sagt ykkur frá því að það er sýnt B & B, eða Bold and Beautiful her.. Hjúkkit¨!! Hvað hefði ég annars gert??????Wizard

En serían var auðvitað EKKI á sama stað og heima, heldur komin miklu lengri,eiginlega bara sama og er í USA, svo það tók mig smá tíma að átta mig á aðstæðum - en bara smá... Sko... Nick er eiginlega búin að giftast, og eignast barn með Taylor og svo skilja, nokkrir hafa drepist, farið í fangelsi og svo giftist Donna Eric!!! Dísus, þegar ég hélt að þeir gætu ekki fundið upp á einhverju meira biluð þá kemur bara meira!!

Yndislegt bull!!

Nú, og hvernig fór svo með bílamálin??? Við fundum bíl, Toyotu Lex-eitthvað...Station, dökkgrænan og já, bara sætur.  Þannig að þá er það mál komiðí lag eins og er.

Í dag? Já , það er föstudagur, kl er eitthvað um tiu um morgun og við erum að fara á eitthvað sem heitir ,,Adelaide Show" og þetta er eins konar karnival, tívoli með dýrasýnigar og sölubásar og .. jajaaaaja, ég segi frá þegar við erum búin að vera þar.W00t

Cheers, mates

 


för mina svenska vänner

jamen nu ska jag vara duktig och skriva lite svenska. Tänk er själva, det är islänska, svenska och engelska hela tiden och italienska om jag ska vara petig för det lär sig ungarna i skolan. Som ni kankse har förstått så har våran fina gamla bil gett upp, ja den ville inte vara med längre, så nu står den här i garaget och ler... vi letar ny bil men har inte hittat någon än. Vädret? Ja, jag kan sitta ute och skriva på datan och dricka mitt kaffe så vädret e underbart. Ska hämta barnen i skolan om någon timme och då ska vi hem och baka lite.Elsa vill jämt baka och det tycker ju jag är roligt. Davið han älskar sitt psp,ds, psp2 och psp 3, ni förstår?

Gudmundur jobbar och det har blivit rutin. Jag har inte sökt jobb än, men har blivit erbjuden jobb pá det här stället:

www.colourcosmetica.com

Jag ska titta dit i nästa vecka för att se om det är något jag vill göra. Men vet inte om jag har lust att stå och klippa hår, det är kul för en liten stund, men i flera timmar???

Vi har mest varit runt i själva Adelaide, eftersom bilen vi har haft,( Mercedes 1981) inte varit speciellt bra, den orkar inte upp backar och sånt så vi har inte varit ut på äventyr med den. Men det är fantastiskt vackert här runt omkring. Mycket parker och överallt kan man grilla för det tycker folk väldigt mycket om att göra här. Tom på julafton grillas det här. Då ligger värmen på 40 grader,s å då vill ingegn grilla julskinka inne, :).

Ja, julen ja. Otroligt att fira jul i värme, och jag, jag kommer att fylla år på sommaren!! Första gången, ingegn snö, men sommarlov för ungarna. Sommarlovet börjar här i början på december och Sen i februari börjar skolan igen. Skolan har fyra terminer här och nu i slutet av september har de två veckors lov. De längtar redan. Annars trivs de i skolan, jag tycker de e så otroligt duktiga de små liven...  Jag tycekr det e underbart att hämta dom kl 1500, och så börjar de bråk med varandra på en gång.. Man skulle tro att de tycker det var kul att ses igegn efter 6 timmars frånvaro från varandra, men näe då... De börjar igen... suck suck... ibland så skulle man vilja..... nej nej nej... :)

Alla gillar ju ABBA här, oj oj oj... Så det e populärt att man kan svenska...  Ja, vadå, jag e väl lite svensk fortfarande, även fast Island blir väldigt efterlängtat härborta. Speciellt att kunna vrida på kranen och dricka vatten, allt goda chokladen vi har där, att kunna duscha utan att varmvattnet tar slut... Här samlar allta regnvatten och använder det till att vattna trädgården, tvätta bilen och mera. Ja, det finnst så lite vatten här, minsta vatten i hela australien.  Man vänjer sig. God öl finnst det och mycket gott vin :)

Kram kram kram

Från oss allihopa här borta

 


Morgun

 

Það er morgun hérna, kl er um 900 og það er þriðjudagur. Þannig að heima eru flestir hrjótandi. Sit úti í garði, það er sól og það er hlýtt. Þið vitð svona hlýtt þegar maður situr bara á hlýrabolnum og sólinn hitar húðina og maður verður allur heitur....

GUmmi er að elda gott kaffi handa okkur sem við ætlum svo að sötra hér saman eitthvað fram eftir degi. Krakkarnir eru komin í skóla eftir 3 daga frí og voru ánægð með það. Núna er að hitna með hverjum degi hér og spáin er að það fari upp í 22 til 25 um helgina. Þetta er voða voða notalegt og var einmitt það sem við vorum að leita að. Gvuð minn, fyrst þegar við komum hingað var bókstaflega skítkalt og bara vetur Crying.. EN þetta er allt að koma, þegar fólk heyrir  hvaðan við erum er það það fyrsta sem það spyr: Vááá´, ykkur hlýtur að finnast vera rosa heitt hérna..og biðið bara, það verður mjööög mjöög heitt hérna, hvernig haldið þið að þið að þið þolið það??  Fólk virðist lika alveg vita hvar og hvað Ísland er, en ekki hversu lítið það er og hversu fámenn við erum þarna.

Hey, kaffið er að koma!!!

 

 


nokkrar nýjar myndir

Setti inn nokkrar nýjar myndir undir myndaalbúm

og svo

,,við í adelaide"


druslan okkar dáinn

 

astralia 30 8 08 022
Það er sko páfagaukur þarna í trénu
 

Haldið þið ekki að Guli billinn, Benzinn af öllum bilum, hafi bilað og það bara alveg...Fyrst bilaði hann á föstudaginn, við vorum að flækjast frekar langt frá hverfinu okkar og billinn bara dó allt í einu. Til að gera langa sögu stutta þá þurfti að draga drusluna heim til okkar. Það var ferleg skemmtileg týpa sem kom og dró hann. SJáið fyrir ykkur gaur, um 30 - 40 ára, með sítt, sítt skegg, tattú og sköllóttur, Ferlega hress og einsog allir aðrið aussiebúar, stanslaust blaðrandi, forvitnn og hefur frá mörgu að segja.

Var boðinn inni gær í húsið hinum megin við okkur til að kikja hvernig það var. Haldið þið ekki að mér hafi verið boðin vinna, (hvernig vinna??) já það er svo fyndið hvað maður hitti mikið að fólki hérna og allir svo almennilegir og tilbúnir í allt. Ætla að kikja á þessa vinnu eftir viku eða svo,læt vita meira þá..Cool

Í gær morgun fór Gummi á bilnum i vinnuna og þá bilaði hann aftur þegar hann var komin hálfa leið - dööööhh, jæja. þAð þurfti að draga hann - AFTUR - heim i gærkvöldi. Núna held ég að málið sé bara dautt með þetta hræ. Hann er hérna í innkeyrslunni og mér finnst hann vera að hlæja að okkur, þannig að ég horfi ekkert of mikið á hann. Helvítið á hann... :)

I gær var yndislegt veður hérna, svo hlýtt og gott og dásamlegt. VIð vorum úti mest allan daginn og borðuðum kvöldmatinn okkar úti með kertaljós. Það verður sko kolsvart hérna um hálfsjöleytið.  Jájáááá´, vorið hlýtur bara að vera á leiðinni hérna

 


Godday!!!!!

 

Guðmundur er búin að finna sér háskóla til að fara í hérna og mastersnám sem hann er spenntur fyrir.  Við kiktum í dag í háskólann og skólinn er á svakalega fallegum stað, aðeins fyrir utan miðbæinn, upp í hlíðunum. Þaðan sést út á sjó og útsýnið var geggjað. Skólinn virðist vera mjög og   Þetta er netfangið í skólann ef þið hafið áhuga á að kikja:

                                                 http://www.flinders.edu.au/

Það er mikið að skiptinemum og erlendum nemum þarna, þannig að það er um að gera að bara drífa sig í meira nám hérna:) :). Veðrið í dag var æðislegt. Gvuð ég var svo fegin að vera ekki með sultudropana´lafandi úr nefinu... Jááá.. það er búið að vera kalt hérna að mínu mati.... Ég hlýna öll bara við að fá sólina. EN svakalega er sólin sterk hérna. Krakkarnir í skólanum fá ekki að leika sér úti í frímínútunum ef þau eru ekki með hattana sína með sér. Já, það er svo þunt ózonlagið hérna yfir að það er ekkert grín. Meira segja í fréttununm hér á kvöldin er bent á hver ,,radiation" verður næsta dag, hvort hún er mikil, lítil eða í meðallag.

 

Komst að því í dag að hér í SA, South Australía, er minst til af vatni í allri ástralíu!! VIð fórum í sund um daginn. Það var mjög sérstakt. Þetta var stór stór innisundlaug, með nokkrum sundlaugum. Ein stór barna og hún var frekar hlý. Svo var önnur, þar sem hægt var að stökkva úr turnum og trampólinum og þannig. Og svo eitthverjar fleiri. En það sem var spes, var að í fataklefanum, þar voru nokkrar sturtur og hver og einn fór inn í einn klefa með sturtu í og sturtuðu sig þar. ´Hugsið ef einhver mundi sjá mannBlush!!!!!! Engin sápa ekki einu sinni!!!!! Ráðlagt var að fara sparlega með vatnið - guð hjálpi okkur annars :). Svo voru sumir sem bara sleppti því að sturta sig og skelltu sér beint ofaní. Já, það komu hópar inn í af krökkum og þeir bara klæddu sig úr á áhorfendapöllunum og svo beint ofaní... Hm... Algengur klæðnaður aussiemanna í sundi er: Sundbuxur og T-shirt, þetta gengur bæði fyrir komur og karla!! En hvað er þetta, maður verður bara auðvitað að sætta sig við þetta, það getur ekki allt verið einsog laugarnar heima...InLove

Þannig að munið þið heima, hvað laugarnar eru yndislegar hjá ykkur, sturtuklefarnir magnaðir og heita og kalda vatnið stórkostleg. Jeeee minn, hvað við söknum góða kalda vatnið úr krönönum...

Biðjum öll að heilsa,

cheerio!!!!

 


loksins myndir

Hey!!

með því að klikka á þessum tengli getið þið væntanlega séð einhverjar myndir héðan!!!

 

http://picasaweb.google.com/teddasig/Thefamily


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband