Færsluflokkur: Dægurmál
29.9.2008 | 09:42
auglýsingar og jarðafarir
Nágrannar voru að klárast og þessi þáttur hefur breyst eitthvað svo mikið. Núna áðan voru þau á tónleikum og þetta var einsog beverly hills þáttur í gamla daga bara ástralskur... Susan var með þessar hræðilegu stríður og ég skil ekki hvernig þau fara að því að gera hárið á hennis vona ljótt.
jæja, í bold og beautiful þá var sko Ridge og Co að segja pabba sínunm Eric frá því að Donna ætti son sem hún hafði ekki sagt honum frá¨!!! Þetta var sko hræðilegt, og hún Katy lifði af því að vera næstum dáin (þvímiður, mér finnst hún svo leiðinleg..)..
Jæja, þá er í raun og veru verið að sýna nýja þáttaröðina af beverly hills, æi, það er ekkert var í þetta..
Í dag var hið sæmilegasta veður, við fórum i göngutúr í garð sem er smá spotta héðan frá.. Það var hin fínasti garður, enda er fullt fullt af görðum hérna þar sem hægt er að borða nesti sitt, grilla eða bara chilla... þetta var hin fínasta garðferð..
núna eru auglýsingar í sjónvarpinu, vitið þið hvað.. þær eru vægast sagt mjög sérstakar. ;margar af þeim eru þannig að maður er ekki að fatta hvað er verið að auglýsa... Við horfum á hvert annað hér og segjum : já, maður hlýtur að þurfa að vera aussie til að skilja þetta.." oft er verið að auglýsa jarðafarastofur, sem sjá um allt fyrir jarðaförina.. T.d. kom kona um dagin út úr hurð þar sem greinilega var partý... Og svo sagði hún brosandi:
Ef þú ert að leita að jarðaför sem hentar þér og vilt hafa partý, þá skalt þú koma til okkar og við græjum jarðaförina fyrir þig!!"
Eða þá jarðafarastofuna sem var að auglýsa sérstakar bleikar jarðafarakistur fyrir jarðaförina ,,þína"!!!!!
Já það er margt skrýtið.....
Hafið það gott í dag!!!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2008 | 04:40
bráðum koma blessuð jólin...........
Og þið hélduð að íslendingar væru snemma að byrja með jóladótið í búðunum!!!!
Ha!!!
Var í búðinni í dag og þetta var allt komið!! Fyrst rak ég augun í jóladagatal.. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú snemmt.. en þetta var rétt, jóladagatal með Hönnu Montönu!!! Og Transformers.. Og svo auðvitað með jólasveini á!! Ég skoðaði meria og fann jólabúðinga, jólakökur, jólasokka fyllta með sælgæti, jólatré ´(það var eitt gulljólatré sem mig langar ííííííí!!!!!), jólaskraut, jólapappír og já...þið vitið..
Ótrúlegt. Og það er sko 35 stigi í SKUGGANUM í dag þannig að jól og svona hiti - þetta á eftir að verða skrýtið....
Cheers
Fólkið í adelaide...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2008 | 01:56
bara brosandi
VIð fórum í biltúr í gær og rugluðumst á leiðinin okkar og lentum upp í hlíðunum hérna... Þar var þetta flotta skilti á veginum með mynd af koalabjörn, svona eins og skiltin eru heima þegar maður á að keyra varlega af því það gætu komið rollur yfir veginn.. En þarna var skilti með koalabjörn á... Þeir eru svakalega sætir..
Við rötuðum á endanum enda með þetta svaka fína gps eða hvað það heitir.. Við kiktum í háskólann hér, FLinders university áður en við fórum niður í Glenelg á ströndina. Þar var fullt fullt af fólki, enda er komið vor og hitinn komin upp 25 - 30 gráður. Allir á ströndina í bikini og stuttbuxum og thongs... það eru sandalar kallaðir hér, þið vitð baðsandalar..
Við gengum, the parade, eða the boardwalk, hvað sem þetta kallast og settumst svo á stað við höfnina og pöntuðum okkur ostrur og ííískallt hvítvin með, það var dásamlega gott..
Setti inn nýjar myndir á picasa fyrir ykkur til að sjá þetta dásamlega sem við fengum okkur...
Í dag er enn heitara, ég er ekki að kvarta, nei nei nei.. en það er um 25 í skugganum og svooo hlytt og gott... Já, ég veit að það er rok og rigning heima, en það getur nú verið kósy líka, er það ekki????
Dótið okkar er ekki enn komið hingað til landsins, en við vorum að fá að vita að það mun kosta okkur helling af peningum að sækja það..Týpiskt, um 1000 dollara eða þá um 80 000 kall.
Alltaf eitthvað vesen...
En gerum bara gott úr því... Kanski sekkur báturinn bara á leiðinni með draslið og þá er það vandamál úr sögunni
Verið góð í dag elskurnar og ekki gera neitt, ekki eitt einasta sem að við mundum ekki gera hér...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2008 | 00:06
ostrur og hvítvin eða pulsur og kók????
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2008 | 07:45
gleði gleði
Og vitið þið hvað??'
Ég sit hérna með Séð og Heyrt og með Lindubuff, Tromp, Rjómasíriussúkkulaði og með Prins Póló!! Fyrir framan mig!! Í alvörunni!!
Já, svona er þetta að eiga góða að sko... Endilega takið þetta til ykkar... Já, þið vitið hverjir þið eruð....
I love you sooo much...
Bara senda manni pakka svo maður drepist ekki algjörlega af föðurlandsleysi... Þetta er dásamleg stund og ég ætla að bíða eftir manninum mínum svo að við getum ráðist á þetta góðgæti saman á eftir... En séð og heyrt fær alla mína athygli núna....
Bless í bili
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2008 | 02:15
nýjar myndir
Bara láta vita að ég er búin að setja inn fleiri myndir á
picasalínknum
hér til vinstri í dálkinum, hann er undir myndir, svo klikkið þið á adelaide september 2008
ég er að verða svooo dulgeg í þessu!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2008 | 00:32
vatnið
æja, komin með bolla af kaffi og er sest útí garð...Það rigndi svoo mikið hérna í gær!!!! Allann daginn var ausandi rigning.. Allt vökvast almennilega og þar nú gott því það er spáð mikill hiti framundan. En það sem var soldið skondið er þetta með vatnið.. Eins og þið vitið er SA (south australia) með því þurrasta fylki sum til er, litið vatn og ekki mikil rigning hér og þess vegna þarf að spara vatnið. Öll hús hér erum með svo kallaða vatnstanka. Þetta eru stórir tankar sem taka við öllu regnvatninu sem lekur af þökunum í vatnsrennunum og svo ofán í tankana við húsin. Sumir eru með rosa stóra og sumir eru með minna tanka - eins og við. Alla vega, vatnið i tönkunum það er notað til að vökva garðinn, þvo bilinn, sumir meira segja hreinsa það og drekka það svo!! En i gær hjá okkur rigndi svo mikið að tankurinn flæddi yfir og við byrjuðum að tæma tankinn og setja vatnið í fötur og fylltum til þess að þetta dýrmæta vatn mundi nú ekki fara til spillis!! Svona breytist hugsunin hjá manni hérna!!
Guðmundur er að vinna með konu sem býr fyrir utan bæinn. Þau hjónin búa í húsi sem er ekki með neitt rennandi vatni, heldur eru þau með svona gamla vatnspumpur til að fá vatn!! Ótrúlegt hvernig fólk býr. Við erum búin að setja svo mikið af grænmeti niður að það þarf að vökva þetta vel. Ef þið eru á leiðinni hingað til okkar þá þurfið þið að athuga með að fá ykkur VISA leyfi þið þurfið að fá ykkur landvistarleyfi eða sækja um VISA hjá immigration hér í australiu, það á að vera túristavisa. Bara svo þið vitið, FIa er að koma núna í desember og hún er að stússast í þessu núna.
En núna erum við að bíða eftir að fá kassana okkar sem við sendum frá Íslandi í júli!!!! Það verður voða gaman að opna það allt. D og E eru svo spennt yfir því að þau bara brosa þegar við tölum um það! Davið er að byrja í fótboltaliðinu í skólanum og Elsa er að hugsa um hvaða liði hún ætlar að æfa með. Þau eru bæði boðin í afmæli hjá skólasystkininum sínum og það verður athyglisvert að sjá hvernig þau fara fram J.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 05:50
sunnudagur
Í dag er sunnudagur, kl er um 15 og við höfum ekkert gert af okkur í dag. Höfum tekið það rólega heima, sitið út í garði og lesið, teiknað, dottað, hengt upp þvott og aðeins farið inn til að ná okkur í eitthvað að drekka. Það er sko svo kalt inn í húsi að það er þægilegra út. Hitinn mælist 24 í skugganum þannig að þvotturinn þornar hratt í dag.
Við erum að fá okkur ís, já, höfum loksins, eftir að hafa prufað margar tegundir af ís fundið tegund sem við erum bara nokkuð sátt við. Voðalega verður maður ,,píkký" eftir að vera vanur að fá íslenskan ís. Annars finnst mér nú ísinn á ítaliu slá öllu við, en við erum að tala um ís sem keyptur er út í búið. Hef ekki enn séð ísvélaís hérna..
Eftir fimm daga eru krakkarnir kominn í 2 vikna frí frá skólanum. Þá getur vel verið að við förum eitthvað út úr bænum. Okkur langar soldið til að kanna strendurnar hérna í kring, þær eiga víst að vera svakalega fallegar.
Jæja, best að fara að hvíla sig aðeins í sólbeddanum
Ciao!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2008 | 09:38
BBQ
það er komið kvöld hér hjá okkur og klukkan er um 19... Það gerðist stórmerkilegur atburður í dag - Hann Guðmundur minn fékk sér loksins grill!! Hann hefur verið að horfa löngunaraugu á eftir grillunum í búðunum og svo rak hann augun í auglýsingu í gær þar sem verið var að auglýsa þetta líka glæsilega grill með fjórum brennurum til sölu!! Hann hringdu og já, það var enn til sölu!! Við brunuðum þangað í dag og viti þið hvað!!! þetta var bara rosafínt, og hann Guðmundur fékk grill.
Núna situr hann hér við hliðina hjá mér og er nýbúin að grilla sér rif!! Ekki rifbein.. Já einu sinn sendi hann mig út´i Melabúð að kaupa fyrir sig: Rifbein...
Já þetta var föstudagseftirimiddagur, þið vitið öll hvernig er í Mélabúðinni þá, allt fullt og biðröð hjá kjötinu.. Ég bað um rifbein.. Maðurinn horfði á mig og sagði Ha, hvað ætlar þú að fá??? Rifbein
svaraði ég!!! þá snéri hann sér við og hló og sagði hinum afgreiðslumanninum frá ..Hahha, hún ætlar að frá rifbein... Ég skildi ekkert.. Svo kom það í ljos að ég átti að biðja um: Svínarif...
Sko ég fór heim og var rosa reið út í Gumma: Hvað heldur þú að ég muni hvað þetta heiti.. Urrrrgg...
Jaja, þetta er svo fyndið eftir á.. Hahha, einsog þegar hann GUmmi.... hahha.... Nei ég segi ykkur það seinna.....
Jæja, hann er búin að grilla svinarif sem smökkuðumst víst ægilega vel... Og það á þessu fína fína grilli.. Einar Már, ertu búin að fá þér nýtt grill??????
Núna er næst að grilla pulsur.... Ekki SS puslur, ég held að ég þurfi að fá uppskrifitina hjá þeim og gera þær hérna, pulsurnar eru ekkert spes hér,,,
Hafið það gott í dag, elskurnar,
Cheers
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2008 | 01:15
Nammi og pulsur...
Já, ok, það var slæmt veður á Skerinu fréttum við og það var eflaust mikið rok? Er það ekki, verra en hér býst ég við.
En verð að segja ykkur frá því hvað mig dreymdi í nótt.. haha, ég var á bæjarins bestu og fékk mér pylsu hjá Skúla pylsusala.. Fékk mér eina með öllu og það var roosa gott. Hahhaa, góður draumur ma´r.....Hugsa sér hvað maður saknar margt hérna.. eftir að hafa feengið sér pyslu heima þá er alltaf næst að fá sér varasalva , tyggjó og handáburð til þess að ná allri lykt af pylsunni í burtu..
Talandi um mat, og sælgæti þá er ekkert ,,bland í poka" hérna.. Já þetta er alveg svakalegt, við ELsa vorum einmitt að tala um það í morgun.. Að það væri ekki hægt að fá almennilegt sælgæti hérna.. einsog Tromp,lindubuff, fikjustangir, já og bara gott venjulegt suðusúkkulaði.. en já... maður veðrur bara að sleppa þessu áti... Það er voða mikið selt af Cadburys súkkulðai með öllu mögulegu gukki inn í... Það er til Rocky Road súkkulaði og í því er hlaup, sykurpúðar, salthnetur og kókós, það er soldið gott, líkt því sem ég sullaði saman með krökkunum í heimilisfræðinni í smáraskóla. þessar elskur, voru svo yndisleg og dugleg að malla með mér.. Já,ég sakna þess að vera ekki að kenna...
Fór í gær í bæin og ætlaði að athuga með að fara og kenna hérna.. Já, allt í lagi, enþetta er svo mikið mál hérna.. Jeeee minnn... Og hlustið þið nú:
Fyrst þarf ég að skrá mig og sækja um að fá að skrá mig sem kennari. Og fá það samþykkt. Svo þarf ég að skrá mig sem kennari og fá það samþykkt. Það þarf að borga skráningagjald fyrir bæði umsóknirnar. Svo eftir að þetta er samþykkt þarf ég að skrá mig á tvö námskeið, eitt í skyndihjálp og eitt i umönnunn barna. Þegar það er búið þarf ég að fyllla út umsókn um mig og allt mitt dót, og svo þarf það að verða samþykkt...... Þetta er svooo mikið mál hérna. Þetta var líka svona hjá Gumsa með hjúkkuleyfið hans. Þeir eru voða hrifnir hér af skriffinsku...
Ég í bæin í gær. Með Maríu, nágrannanum mínum. Hún sýndi mér hvernig ég rata með strætó. Svo fórum við í heimsókn á Klippistofuna sem mér var boðin vinna á. Þetta er hin sætasta stofa bara. Selur Sebastian og er með klippiskóla, förðunarskóla og kennir líka leikhúsförðun. Mikið að gera og opið til 21 tvö kvöld í viku, fimmtudaga og föstudaga.
Veit ekki alveg hvað ég geri. Hugsa málið til að byrja með. Það er gott að hafa klippiprófið sitt ...
Hún er svo sæt sú gamla, lék í auglýsingu um daginn, fyrir sjónvarpið, var ég búin að segja frá því!!!
,,I only need to say a few words and for that they pay me 1500 dollars!!!" gleði gleði!!!
hafið það sem allra best í dag elskurnar
Cheers mates!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)