Færsluflokkur: Dægurmál

heitt....

ok

kl er 1800 og það er 

37 gráður

 úti


breyting

hey, hó, linkurinn breyttist hjá mér á matarsíðuna mina

hann heitir þetta núna:

www.delicatessen.blog.is

 

Hvað er annars að frétta af okkur?

Það er ógó ógó ógó

HEITT

í dag.

En ætli maður haldi þetta ekki út?

Hey, var að heyra fréttirnar um Madonnu og Guy...

Shocking

ég sem hélt að þetta væri bara bullfréttir um að það væri í gangi...

En hvað með það?

Við erum að fara að grilla okkur smá mat núna og

heima eru þið öll að fara að vakna fljótlega..

Bless í í bili..

 

 


grænar lirfurrrrr

hello,

setti nokkrar myndir inn ef einhver hefur áhuga á að kikja!!!

Allt gott að frétta héðan, ekkert að gerast nema það er voða voða heitt hérna... Fann grænar lirfur út um allar radísuplöntur og þær voru ógeðslegar. Þær voru búnar að éta blöðin á radisununm þannig að þá er það búið. Verður maður að eitra? er ekkert annað hægt að gera til þess að þetta gerist ekki???:(... Kemst að því einhvern megin... Erfitt orð, þetta orð, hvernig skrifar maður það eiginlega?

Have fun!!


www.thedeli.blog.is

ég er að prufa að vera með matarblog héðan.Svo ég mygli nú ekki alveg saman hér.. haha, nei nei engin hætt á því. Endilega kikið á það. Allar ábendingar eru vel þegnar því ég er að æfa mig í þessu..  Fyrir hina miklu stóru matreiðslubók sem ég er að vinna að og kemur út einvhern tíman á næstu 50 árum vonandi... Crying

www.thedeli.blog.is


bara smá fréttablaður....

nú er skólinn byrjaður aftur og allt komið af stað. Davið og Elsa eur búin að vera tvo daga í skólanum og eru strax komin með ,,skólaveiki"... ,,mér er íllt í hálsinum".. og svo kemur svipurinn.. hehe... Núna eru 9 vikur í skóla og svo sumarfrí. Í leikfiminni nuna eru þau að æfa tennis, og Elsa er alveg að fíla tennisinn.. Við spilum hér í garðinum saman og æfum okkur. Það er tennisvöllur hinu megin við götuna og við stefnum á hann! á föstudaginn koma loksins kassarnir okkar frá Íslandi. Það verður skrítið að fá hlutina sína hingað... það verður ekkert pláss fyrir þá..   Forsætisráðherra Australíu var með ræðu i sjónvarðinu hér og talaði um krísuna í heiminum og að ástralar mundi ekki lenda þí þessu og bla bla.. varnaðaraðgerðir og ég veit ekki hvað.. það er rosalegt að lesa greinar erlendis um ástandið heima. Fékk senda grein þar sem bretar eru að úthúða íslendingum og stjórnvöld og ég veit ekki hvað... Það birtast smá greinar um þetta hér frá Íslandi, gaman að sjá myndir frá reykjavik í blöðunum.

Það eru tónleikar með Simply Red hér og Chris IIsak eftir áramót. Málið er að þeir eru í Barossa Valley, í vínhéraðinu, það er svona 20 mínutna keyrsla héðan, þetta eru útitónleikar, og maður borðar og drekkur vín (nú, en ekki hvað??) á meðan. Hljómar ofboðslega ljúft... Það er mikið af tónleikum hérna, en mikið fer til Sydney og það er um klukkutíma flug þangað...

Fólk er fúlt út í Kylie Minogue hér af því hún spilar ekki hér í Adelaide´, heldur er bara í Sydney.. Æi.. ég veit ekki hvort ég mundi nenna sjá hana... Gummi er farin að rífa sig í vinnuna og orðin mjög vinsæll... Hann er að verða eins og hann er vanur... Konurnar dauðhræddar við hann.. haha.. Núna er hann skráður í háskólann hér og byrjar í masternum sínum í mars. Það er ferlega flott, hann fær fínt nám þar.

Rósaplönturnar mínar eru að blómstra sem ég setti niður og þær eru hrikalega fallegar.. Bleikar... Sumir garðar hér eru bara með rósir og núna þegar þær eru að blómstra er þetta svoooo fallegt...

Jæja, þetta var smá yfirlit frá okkur hérna,

cheerio mates í bili..

Vissið þið að dingo er skrifað ,,dingoe".. hehe, þetta kenndi Davið og Elsa okkur foreldrunum..

 

 

 

 

 

 

 


heitir dagar...........

I gær var fallegur dagur. Fór með krakkana á ströndina Í Glenelg. Það er svona 20 mínútur að keyra þangað. VIÐ fórum með nesti og sólarvörn nr 30 í tösku. Og vatn auðvitað. Þvílíkur munur var núna á þessum stað og þegar við komum þarna í byrjun ágúst!!!! Það var svo mikið af fólki!!!

Brimbrettafólk, fólk að skokka á ströndinni, gólk bara í göngutúr og svo strandarfólk. Fullt af fólki að synda.. Núna fannst mér ég vera í Australíu...WinkÉg hélt að sjórinn væri enn of kaldur en þetta var í fínu i lagi. Davíð var ekki lengi að kasta                                                    

                                                        pastagerð og the beach okt 08 040

sér út í..... hann óð bara útí á stuttbuxununmog bolnum. ENda er það voða algengt hér að fólk syndir í stuttermabolum vegna þess hve sólin er hrikalega sterk. En ég held að við höfum fundið góða sólarvörn - það sást ekki á okkur um kvöldið að við vorum búin að vera í sól!!

                                                      pastagerð og the beach okt 08 031

Í dag er heitara en í gær. Það er meira segja skýjað, en úfff, það er really really heitt. Það er eins og að fara inn í þurrkskáp, svona fataþurrkskáp - ef þið vitið hvað ég er að meina. Þegar maður kemur út þá slær hitinn svona á móti manni......Við erum inni í dag. Krakkarnir meika það ekki að vera úti í þessu veðri.. Jáá..... ég er ekki að grínast.. Las litla frétt í blöðunum hér í gær´um ástandið á Íslandi - var stærðar mynd af landsbankanum i AUsturstræti með... Manni finnst maður vera voða langt frá Íslandi og það sem er að gerast þar. 


sverðfiskar og sitrónur

Dagarnir líða bara fljott hér hjá okkur. Alltaf mikið að gera!! Við erum enn að stússast í því að fá hlutina sem við sendum hingað fra´Íslandí í lok júli!!! Yeah!! I´m telling you!!! I lok júli.. Hvaða mánuður er núna???? Já, þetta er þvílikt og annað eins vesen. Eiginlega mest pappírsvinna og sendingar á pappirum hingað og þangað. Sér mest eftir því að hafa sent þetta dót. Við höfum líklega bara ,,garage sale" hér á þessu dóti...LoL Það er soldið sem er mikið um hér. Maður gengur framhjá húsum og þar er sala í fullum gangi á alls konar dóti sem fólk er að losa sig við.. Maður getur fundið mikið af skemmtilegum hlutum á mjöög góðu verði...Wink Veðrið hefur verið kalt undanfarið.. Það kmuer allt í einu kuldi, brr hvað það verður kalt, og svo hægt og stígandi hlýnar... Ídag var loksins almennilegur hiti og ég gat verið á kjólnum í allann dag.. Og á morgun á að vera enn hlýrra.Whistling

Gummi er að fara að grilla ...... Hann kom heim með þennan fallega ferska túnfisk og einn sverðfisk..Svo sækir hann sér sitrónur úr trénu, skvettir þeim yfir fiskinn og svo grillast hann.. Og svo borðum við hér úti...ahhh.. þetta er skrýtið líf ha?? Úr kuldanum og rokinu heima yfir í ..þetta!!!

 

 

Hér skal ég segja ykkur talað um Ísland í fréttunum. Nágranni minn, hún María, þið vitið, kom til min um daginn og sagði mér að Ísland hefði verið í fréttunum.. The economics... sagði hún... Hún er svo mikið yndi, kom og gaf mér grískar kjötbollur um daginn, voðalega fínar.

Hún bætir ferska myntu i hakkið og hefur mikinn gulann lauk og eitthvað af oregano... Þá vitið þið það...

:þangað til næst...Heart

 

H


sveitarferð...

Hvar á ég að byrja??'Woundering

Við áttum mjög skemmtilega helgi. Vorum boðin út fyrir bæ til fólks sem Guðmundur er að vinna með. Þau buðu okkur heim til sin og þau búa um tveggja tíma akstur frá Adelaide upp í Barossa Hills, sem eru ,,fjöllin" hér fyrir utan bæin. VIð lögðum snemma af stað og stoppuðum í smábæum á leiðinni þangað og það var hrikalega fallegt og dúllulegt. Svona einmitt eins og maður getur í myndað sér. Fólk að ganga rólega um götur, groceriestores og svo the local pub....

Þegar við fórum að nálgast staðin sem við vorum að fara á fórum við að koma út í eyðimörkina. Tréin fóru fækkandi og mikið af mold og einhverjum runnum.  Við sáum engar kengúrur á leiðinni enda eru þær sofandi um daginn þegar svona heitt er eins og er hér núna. Þær lifna við á nóttinni.Húsið þeirra var alveg út í eyðimörkinni og stórt og skemmtilegt, með verönd sem fór allan hringinn i kringum húsið. Dásamlegt. Þau eru með ólifurækt og fullt af því í kringum húsið þeirra.

Það var alveg þögn þarna, nema lætin sem heyrðist í fuglunum - og í hundinum og í hænsnunum. Þau eiga 6 hænsni sem labba um þarna og svo svartan labrador sem Davíð tók ástfóstur við. Þeir hlupu um allt þarna og léku sér..Við áttum mjög fínan dag þarna og enduðum svo með að gista þarna, þar  sem okkur langaði ekkert að keyra heim. Það var líka ´buiða ð smakka á ýmsum rauðvínum og púrtvíni þannig að .. já þið vitið...Wink Hættan er mjög mikil á nóttinni að mæta kengúrur   ,,red roos" þær geta orðið 2 1/2 meter á hæð og ef maður keyrir á eina, þá er ekkert vísst að maður lifir það af....Crying Þær geta líka verið mjög svo hættulegar, kramið mann til dauða. .uuuhhhh...

Hundurinn var svo fyndinn þarna, hann vissi alveg að það kæmi egg úr hænsnunum og leitaði undir þeim til að finna egginn þeirra..  Hann meira segja borðaði kúkin hjá hænsnunum, en bara ef hann var enn heitur...urrkkk..Sick Það var svo mikið af fuglalífi þarna, meira segja caccadooos eða hvað þeir nú heita, páfagaukarnir..  Mauraætur, eðlur, snákar, killerbees...Bandit, allar tegundir af fuglum, kóngulær, leðurblökur, woombats (get ekki þýtt það á íslensku..) og svo auðvitað kengúrur... EN málið er að ef maður lætur dýrin bara vera þá trufla þau mann ekkert, það er dýrin finnst þau vera hótuð, þá geta þau ráðist á mann.

 

Vissi þið það, að það eru til fullt af Kameldýrum hér í Australiu???? það vissi ég sko ekki, en það er vísst, þeir koma 10 - 15 st í röð og valsa yfir veginn.. Maðurinn sem við vorum hjá, hann keyrir um alla Australiu með stórum trukkum, eitthvað til öryggis, þannig að hann sagði okkur ótrúlegustu sögur...

 

þetta er svaka land sem við erum í .. Maður er svona að gera sér grein fyrir því, meir og meir... Það er líka svo margt sem við þurfum að sjá og gera hérna..

Bestu kveðjur til ykkar allra á kreppu-íslandinu...

.Cheerios...

 


snjór!!!! haaa????

Ég var að heyra í Fíu áðan og hún var að segja okkur frá því að það væri allt orðið hvítt úti... Urðuð þið ekki hissa??? Ég meina var búið við þessu???

Allt bara hvítt allt í einu....

Hér er hins vegar ausandi rigning. Og ég meina ausandi. En það er samt heitt úti, um 20 stig og upp.. Gott fyrir grasið, það var orðið svakaleg þurrt og druslulegt. En við erum inni og vorum að baka skúffuköku...  Annars erum við svona aðeins að fylgjast með ástandinu heima. Höfum frétt að Davið var að ná sér í hluta af glitnisbankanum, eða hvernig var þetta??? Elsa er boðin i sitt fyrsta afmæli um helgina og það er haldið í sundhöllinnni sem við vorum í einu sinni. Hún er svakalega spennt og glöð reyndar held ég þeim finnst gaman að fara að byrja í skólanum aftur eftir viku. Betra að krakkarnir hafa sínu ,,festu" finnst mér. En það er greinilegt að það geta sko ekki allir tekið sér frí þessar tvær vikur hér þegar skólinn er með frí, vegna þess að maður mikið var við það aðbörn eru með foréldrum í vinnunni sinni. Erfitt eins og heima bara að fá frí auðvitað. Sumarfrí hjá þeim f svo í gang í byrjun desember og þaðer fram í lok janúar, þá færast þau upp um einn bekk og nýtt skólaár byrjar. Skólaárið í háskólanum byrjar í febrúar/mars hér þannig að það er líka öðruvisi....

have a nice day....

 

 

 


koalas, kengúrur og dingos

Í dag eru akkurat 2 mán síðan við komum hingað. Tíminn er sko fljótur líða...En það sem ég verð að segja ykkur frá er að í gær þá fórum við í garð,´þetta er ekki hefðbundin dýragarður heldur stór garður, svona ,,conservation park" sem er inn í stórum stórum garði, og þar hittum við loksins

kengúrur

 koalabirni

 

 

dingos

Jejjjj! við erum sko í Ástralíu!! þEtta var æðislegt!!! Að geta gegnið um garðinn og  farið nálægt dýrinn og klappað þeim og gefið þeim að borða er bara æði... Krakkarnir voru svooo hrifinn...

Kengúrurnar voru frábærar, hoppandi og skoppandi.. Sáum þegar tvær kengúrur virtust vera eitthvað að abbast upp áhvort annað og fylgdumst með þeim.. Það heyrðist ,,grunt   grunt" í annari, hin var greinilega kona því hún var með poka á maganum og með eitt litið þa. Hinn gafst sko ekki upp, hann ætlaði að fá sitt fram.. Og greyið hún, gafst upp og hinn , já þið vitið...... Já, hann fór bara upp á hana og fékk sitt.. Hahaa, krakkarnir bara störðu og já, þar fengu þau sína kynlifsfræðslu - beint í æð.....Blush

Svo fórum við og fundum kóalabirni... Það var stórkostlegt... Það var draumur Elsa að fá að halda áeinum, en þá var okkur sagt að björnin yrði að finna fyrir öryggi og að það yrði að vera stærri manneskja að halda á honum, þannig áð ég fékk að halda o gkrakkarnir voru við hliðin á mér á myndinni sem var tekin..

Sko hann var svaka þungur, hann Ned... Og klamraði sér fast við mig einsog lítið barn, svo mjúkur og fallegur... Og svo varð þjálfarinn hans að gefa honum trjáblöðin sme þeir borða, það er sko eucalyptusblöð af trjánum og á meðan hann var að kjamsa á þessu var hann svo góður og sætur að hann bræddi mig sko alveg... Lyktin af honum var svo góð líka....

Eftir það sáum við Dingos, en það eru ,,úlfahundar" hér í Ástralíu, ´næstum útdauðir greyin, en hættulegir.... Davíð var mjög hrifinn af þeim. FLott dýr...

Gaman var að heimsækja garðinn og við vorum þarna í um 3 tíma...

Set myndir inn á Picasa þannig að þið getið séð það sem við tókum af öllu...

Bæ í bili...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband