Færsluflokkur: Dægurmál

andvökunætur....

Ég lá andvaka í nótt og gat bara ekki sofnað - það var svoo heitt...  Gummi spjallaði við læknir í gær sem hann er að vinna með og hún hefur verið að vinna í Zimbabwe, í Afríku. Þau voru eitthvað að spjalla um veðrið hérna og hún sagði honum að það verður enn heitara hér en þar í AFríku um jólin.. Það verður víst svo heitt hérna að það bara slokknar á öllu og þegar það kemur kvöld þá kemur ekki svalkandi gola, nei nei heldur er það heitur vindur.

María gaf mér viftu í dag eftir að ég sagði henni að ég opna stundum frystihólfið og stend fyrir framan það og fæ kuldann á mig. Já ég loka augunum og hugsa heim......

En hvað með það, við öfum það hrikalega gott og mér finnst yndislegt að ganga út á morgnanna og það er hlýtt, hlýtt, hlýtt... Þannig að ég ætla ekki að kvarta meira í bili allavega. Vorum að lesa um eggjakastið heima, hvað er eiginlega í gangi? Er allt bara  að verða brjálað?

Jólin eru víst að koma er mér sagt. Ekki það að það fer eitthvað mikið fyrir því hérna, nema þá að það eykst soldið auglýsingarnar með jóladóti. Dró upp þetta líka fína jóladagatalakerti úr kössunum okkar og það er ég ´buið að setja upp svona til að minna okkur á að það ER að koma jól..

Eric liggur enn í coma og Katie er ófrisk af barninu hans Nicks - sem var að giftast Bridget i annað sinn.. Æ æ æ.. þetta er bara vandamál hjá þessu fólki...  Ditch er ófrisk af Declan og pabbi hennar voða reiður og bræðurnir rífast um hana sem er dóttir Karls og Susans.. já í grönnum sko.. Elsa er alveg komin inn í þetta og ef hún missir af þætti þá horfir hún á hann á netinu...:)

VIð stefnum á MElbourne sem allra fyrst til aðkomst á settið af grönnum til að sjá þetta allt saman hjá þeim. Það verður gaman. Gerum það þegar Fía er komin.. vá það er svo stutt þangað til hún kemur... Bara rúmlega fjórar vikur!!

þarna er hún Fíann okkar þegar hún fékk verðlaun fyrir greiðsluna sína. Hún er þarna með kennaranum sínum!!!

jæja, það er orðið svo heitt að fingurnar klístrast við tölvutakkanna...

knús í bili...

 


nýtt að skoða....

setti inn nokkrar myndir frá ströndinni í dag,

Henley beach... kikið!!!


kjúlli i kvöldmat

Við erum komin með 59 kassa sem við létum senda okkur hingað. Mikið hefur þetta tekið langan tíma og um tíma var ég bara farin að óska þess að draslið hefði bara horfið Wink En við Gummi lögðum af stað að sækja þetta og þurftum að leigja ,,U-haul" eða trailer til að geta keyrt þetta hingað heim. Ekki málið, við leggjum af stað og þurfum að keyra í svona hálftíma. Þegar við erum komin út fyrir bæin í hafnarhverfið, þá allt í einu datt helv dekkið bara af trailernum og ég sá dekkið bara hverfa út í kant og við áfram á bara ,,járninu"..það ískraði og sem betur fer voru engir bílar á eftir á okkur. Við náttúrulega fórum út í kant og já... Dekkið bara flaug af eins og það leggur sig!! Well, við hringdum á staðinn þar sem við höfðum leigt græjuna og þeir sögðu okkar að þeir mundu koma eftir 30 mín - sem að sjálfsögðu þýðir um klukkutíma... Við hinkruðum bara þarna á vegkantinum þar sem ekkert annað var að gera. Vi vorum eiginlega í eyðimörkinni og við dáðumst bara af öllum fallegum trukkum sem brunuðu fram hjá okkur.  Svo birtist viðgerðarkallinn og græjaði þettta fyrir okkur - og bara no worries mate - að sjálfsögðu. Han kikti á hitt dekkið og það var svakalaust líka. Sagðist hafa lent í sömu með öðru fólki fyrir stuttu og það virtist bara vera einsog einhverjir heðfi gaman af því að losa boltana á dekkjunum á þessum trukkum...

Well, við brunuðum áfram og náðum í dótið okkar. Voða voða langt ferðalag hjá því!! Komum svo heil heim og fylltum garðinn af kössum... Börnin dönsuðu af gleði og vildu rífa allt up í einu, en þau fengu smá frí frá skólanum til að geta skoðað allt og sett á sinn stað. En mikið ferlega vorum við búin að senda margt skrýtið hingað. Og þá er ég aðallega að tala um föt. Þegar ég opnaði suma kassa hugsaði ég með mér ,,hvað hef ég verið að hugsa þegar ég setti þetta niður..?" hahaha fyndið en Gummi kom og sagði einmitt það sama við mig..... Ég meina það - ég hélt greinilega að við værum að flytja á norðurpólin - eða þannig... En svo má ekki gleyma því hversu kalt það var hérna þegar við komum í ágúst...

Reyndar er búið að vera frekar kalt hér síðan á föstudag og það er ferlega þægilegt - rigning og skýjað, bara dásamlegt...Shocking Núna er orðið svo notalegt hér hjá okkur, ég meina með því að fá myndirnar sínar, gardinur og dúka og bækur og já... þetta verður svona hluti af manni og gerir mikið. En mér finnst samt gott að hugsa til þess hversu vel við komumst af ÁN þess að vera með fullt fullt af dóti - ég meina, þetta sem við vorum að senda hingað var bara svona smá sem vi vildum ekki vera án... Það er ótrúlegt hversu mikið maður safnar í kringum sig án þess að fatta það.

Í kvöldmatinn var kjúklinga quesedillas og súkkulaði panna cotta, bara af því að við elskum panna cotta, og Davíð hann fékk sér ís, hann er svo rosa mikill ískall..   Þá vitið þið það!!! Það er laugardagskvöld og við erum að horfa á pink panter í sjónvarpinu..

kissessss

 


lifið hér..

Búin að setja inn nýjar myndir!!!

Hvað er að frétta í dag þá?

Í gær var Melbourne Cup í Melbourne. Þetta er miklar veðreiðar, svona eins og Ascot í Brandi. Fyrir okkur virtist þetta vera bara drykkja og þannig. Þetta er sýnt í sjónvarpinu og það er ferlega fyndið. Þarna var verið að taka viðtöl við fullt af fólki sem var búið að fá sér aðeins og mikið í litlutánni og hagaði sér þannig...hahaha.. Allir klæða sig upp, konur eru klæddar í cocktailkjólum , fallegum skóm of með allskonar flotta hatta... Allir drekkar kampavín og sitja á teppum á grasinu og þetta er voða sætt allt. Og svo veðja þeir á hesta. Hér í Adelaide voru allir veitingastaðir upp-pantaðir frá kl 14 og þá sáum við fólk streyma að, uppáklætt að fara borða fínt og drekka kampavín og horfa á bei útsendinguna frá Melbourne. Það var talaðu um að þetta ætti bara að vera almennur frídagur. VIð Gummi vorum á ,,okkar" aðal bar" sem heitir The Tap Inn, og þetta er frekar stór staður, en þar var sko fullt af fólki þegar við komum um hádegi. Þar var hópur af uppáklæddum konum, svona á besta aldri, hvað um 30 hugsa ég að drekka. Á meða þeirra var ein kona með lítið nýfætt barn í fanginu og með hvítsglas i annari hendinni og skemmti sér hið besta. Þær voru orðnar frekar tipsy og kölluðu á eftir vinkonunni með barnið að passa sig í tröppunum... je dúdda mia... en svona eru þau hér.. Hins vegar er reykingabann hér, það má bara reykja úti eins og heima, en vitið þið hvað?

Það er bannað með lögum að reykja inn í bil þar sem barn er líka. Og ef löggan sér það þá er maður sektaður all svakalega. Mér finnst þetta alveg meiriháttar flott löggjöf og gvuð hvað ég vildi að fleiri myndi gera þetta í landinu sínu.

'i gær vorum við Gummi bara að keyra um og setjast á hin og þessi kaffihús sem við sáum. Við byrjum yfirleitt alltaf á sama kaffihúsinu og fáum okkur morgunkaffi og sitjum þar og spjöllum og lesum blöðin..Síðan færum við okkur yfir á næsta... og næsta...


helgin....;)

Hæhæ!!

Við áttum yndislega helgi viðfjölskyldan. Á laugardag var ,,family fun fair" í skólanum hjá krökkunum og við vorum að sjálfsögðu þar. Þar var tívóli, tónlist, sölubásar með allskonar dót - bækur, húsgögn, leikföng, það var seldur matur, vin, kökur og sultur. Voða skemmtilegt. Krakkarnir hlupu um léku sér, fengu tattú, gerviblóð og plástra á handleggi, höfuð eða fóta.. Veðrið var æðislegt eins og það er oftast hérna. Davíð hjálpaði kennaranum sínum í bókasölunni að raða og stilla upp. Hann fékk einmitt verðlaun eða ,,merits-award" fyrir góða frammistöðu í skólanum og var svaka stoltur með það - einsog foreldrarnir. Elsa sagði - ég þarf bara að gera enn betur til að fá svona líka... Já, þetta er svo mikil hvatning fyrir þau.

Í gær, sunnudag fórum við aftur í sund. Við nenntum ekki á ströndina þannig að við prufuðum sundlaug hér rétt hjá sem við höfum oft keyrt framhjá. Þetta er úti sundlaug og vitið þið hvað? Hún var æði!!! Nóg af grasi sem hægt var að leggjast á með teppi, og grill ef maður vill grilla eitthvað. Það eru gasgrill út um allt hérna, í öllum görðum og já greinilega í sundlaugunum líka. vatnið var kalt og notalegt og þetta var hreint. alls ekki einsog inni sundlauginn sem við fórum í þarna áður. Þannig að þarna förum við aftur. Eftir sundið vorum við með tennisvöll pantaðan.  Já, erum við ekki dugleg? Við getum þetta sko - stundum.... Cool....Það var líka mjög fínt, Elsa djöflaðist og skemmti sér konunglega. 

Rákumst á nokkra ,,garage sales" um helgina. Það er ferlega fyndið að fara á þannig og bara ,,browsa", skoða og spjalla við fólkið og maður getur fundið svo fallega hluti. Ég kom heim með hvítan ruggustól sem ég setti inn í svefnherbergi. Hann er æði. Ætla að sitja i honum og prjóna fyrir barnabörnin...Shocking... Þetta er algjör snilld að halda þetta, og losa sig þannig við dót sem maður er leiður á. Hvað segir maður aftur??? One mans trash is another mans treasure... eða þannig eitthvað???Sideways

Set inn myndir fyrir ykkur að sjá frá helginni!!!

 


the easy-going-life...

Jæja.

Í dag er bara 16 stiga hiti og vitið þið hvað? Það er alveg dásamlegt hvað ég nýt þess að það er ekki bullandi hiti eins og í gær. Bið bara eftir rigningunni og vona að það rignir soldið á okkur hérna. Í dag þarf ég að baka kökur fyrir karnivalið sem er í skólanum hjá krökkunum á morgun. Já, og það á að selja allskonar dót og svo er tívóli og einhver skemmtiatriði. SKólinn selur alveg sérstaklega hannað púrtvín sem alveg upplagt er að gefa í jólagjöf og svo er happdrætti! OG vitið þið hvað hægt er að vinna?? Já, hugsið nú vel.... Hhahah, að sjálfsögðu er hægt að vinna fullt fullt af vínflöskum!! hahaa, þetta er alveg dásamlega sérstakt land!

Ég var að hella upp á tyrknest kaffi. Hún María vinkona mín var svo góð að gefa mér alveg sérstakan pott sem ég á að sjóða kaffið í. Læt ykkur prufa þegar við komum heim einhvern tíman. Síðan tekur baksturinn við. Ég fíla mig soldið eins og einhver ,,stay-at-home-mum" úr bíómynd sem bakar og fer svo með afraksturinn vel innpakkaðan í cello... hahaha..Cool 

Við höfum ekkert orðið var við snáka enn sem betur fer og erum við dauðfeginn því. Gumsi er að vinna í dag og er þetta síðasta dagurinn hans á þessari deild sem hann er á núna. Eftir helgi fer hann á aðra deild og finnst það auðvitað voða spennandi. Við Elsa spilum tennis hér í bakgarðinum okkar og ég er algjör snillingur að skjóta boltunum yfir til nágrannanna...Sideways VIð ætlum að fara færa okkur yfir á tennisvöllinn fljótlega. Það er betra. Á sunnudag ætlum við að kanna nýja strönd sem á að vera algjört æði. Hún heitir ,,Grange-beach" og eff þið googlið nafnið þá getið þið séð hana. Verður dásamlegt að fara þangað. Það er svo stutt á allar strendur hér og það er svo afslappað það eitthvað og rólegt. Allir eru eitthvað bara að dúlla sér, gangandi um,  eða að surfa eða á svona einhverskonar ,,skateboard" á vatninu. Það er ferlega notalegt andrúmsloft. Ég hugsa að það sé þannig sem þeir eru ástralarnir. Ferlega ,,easy-going".

Heyrumst!!!

 


Snakes alive!!

Já, svona hljómar fyrirsögnin hjá okkur hérna í blaðinu í dag. Snákatímabilið byrjar aðeins seinna núna og þá stendur það líka lengur og líklega fram í apríl eða mai.

Mikið svakalega er ég glöð!!!

Eða þannig...., oj bara!! Snákarnir sem um er að ræða er ,,eastern brown snake... regarded as one of the worlds most deadliest snakes. Gvöð en huggó!!! Þessi snákur er búin að bíta og þar með drepa hunda hér nýlega. Maður á að passa sorpið sitt og svo helst ekki vera með krana sem leka því þeir sækja víst í þá til að fá sér sopa. Vitið Þið ég mundur sturlast ef ég sæi þetta kvikindi! Ég get bara ekki imyndað mér hvað ég gerði. Það er búið að vera miklar þurrkur hér og þá birtast allskonar kvikindi. Er búin að sjá margar skritnar pöddukvikindi skriða um.. Þannig að núna er um að gera að vera með númerið hjá Herra Snake Catcher á ísskápshurðinni...

Umræðan um vatnsskortur er alltaf mikil hérna.  Það er eiginlega alltaf verið að ræða þetta hvernig hægt er að minka vatnsnotkunin hjá fólki. Margir segjast fara í sturtu á undir 4 mínutur. Þegar ég nenni ekki að vera hérna og er bara fúl úti ástrala þá fer ég í langaaaa sturtu.. hehehe og ér voðalega óþekk... En ég geri það ekki oft, ég lofa....Devil

Það er mælt með því að vera stutt undir vatninu.... Erfitt að venjast því og vera frá Íslandi.. Davíð bað um að fá að fara í bað um daginn. það er sko ekki í boði hérna, þá kemur öruggulega vatnslögreglan til manns og bankar.. Við þurfum að kaupa toilet pappír hér einsog allir aðrir. En aldrei æaður hef ég lent í því að það er alltaf - og ég meina alltaf- einvher ilmur af pappírnum. Skil alls ekki tilgangin með þvi. Blómailmur sem kemur á móti manni þegar maður er að skeina sér.. Okkur finnst þetta voða fyndið og við gerum dauðaleit að wcpapír með engum ilmi.Við kaupum líka tissue til að snýta sér í. Úff, nú síðast þegar við opnum pakkan, haldið ekki að það varþessi líka fína myntuilmur af tissueinu... Why?????? okkur blöskraði alveg. Ruslpokarninr eru fullir af sitrónuilm!! hvað er þetta eiginlega og hvað á þetta að þýða!!!

núna liggur Eric þungt haldin á spitala eftir að hann fékk hjartaáfall og Donna grætur og rífst við Ridge um Forrester Creations... Þetta er nú meira meira.. En vitið þið, það horfa held ég allir á þetta hér..

Best að fara að fylgjast með... bestu kveðjur frá okkur öllumm..

 


indverskt

Sæl öll....

Komin mánudagur hér hjá okkur og kl er 14... Í morgun var ég í matreiðslutíma hjá Maríu. H'un náði mér þegar ég var að koma tilbaka eftir að hafa farið með D og E í skólann. Og hún var að byrja að baka smákökur sem hún var að fara með til vinkonu sinnar sem liggur á spítala. Þetta var dásamleg upplífun. Hún var með 1 kg af smjöri sem hún bræddi , bætti smá flórsýkur úti og svo 6 egg. Þetta þeytti hún í vaskinum hjá sér í þvottahúsinu með smá brandyskvettu - sem ég afþakkaði þegar hún bauð me´r staup - sko kl var 9 um morgun..:) - og svo lyftidúft, smá sull og svo hveiti eftir þörfum. Svo þeytti hún, þvoði hendur sínar og hnoðaði svakalega mikið þar til þetta var orðið gott deig. Svo gerir hún kökur úr þessu, með möndlufyllingu eða döðlum og bakar. Síðast dýfur hún þeim í flórsýkur. Þetta eru yammi kökur til að dýfa í með kaffi.

Það var yndilsegt að fylgjast með þessu öllu. Hún er bara æði. Í dag hefur rignt mikið og aldrei hélt ég að ég myndi fagna rigningunni - en það geri ég svo sannarlega. Gott að fá ferkst loft og að allt verður blauttt og grænna. Elsa varð líka svo glöð þegar hún sá að rigningin var komin!! Í dag er indverksur matrur á matseðlinum, ég er komin með æði fyrir að elda indverskt. Það er hér litlir indverskir supermarkets sem ég versla í og það er allt krydd, og grænmeti sem maður þarf. Allt ferskt og svo er svo skemmtilegt að eiga i samskiptum við verslunarfólkið.  Þetta eru litlar og þröngar búðir og svo er lyktin svo góð þar inni.

- Mamma, mér finnst rignigin æðisleg!!!

 


að vökva í australía...

Í morgun þegar ég var að koma aftur eftir að hafa farið með D og E í skólann hitti ég Maríu, nágrannakonu mina. Hún var úti að vökva hjá sér og sðyrði mig hvort klukkann væri nokkuð orðin níu. Ég sagði henni að hún væri korter í. Hjúkkit, sagði hún, vegna þess að ef .aður vökvar eftir kl 9 og ef einhver sér mann vera að vökva (meö slöngu) þá getur maður þurft að borga 400 dollara (um 35000 kall) í sekt... Hváááá... Við ræddum þetta við Gummi og komumst að því að það hlýtur að vera af því að eftir 9 er svo heitt að þá gufar vatnið allt upp og gerir ekkert gagn þar með..

Já, núna er bara heitt hérna. 20 stig og upp úr. Á laugardag er spáð 35 og þá þýðir það 40 og upp.. Við skellum okkur á ströndina þá og stijum þar í hlýrri golunni bara.

eitthvað svona hugsa ég.... :)

Fékk líka bunka af auglýsinga bæklingum frá henni Maríu, á postkassanum hjá okkur stendur nefnilega ,,no junk mail" og þá fáum við ekkert soleis og mér finnst svo gaman að kika í þessa bæklinga þannig að hún gaf mér slatta af sínu drasli.

Elsa systir er að útskrifast úr háskólanum á laugardaginn.

Til hamingju

elsku besta sys!!!

Þetta verður eflaust dásamlegur dagur og við verðum þarna í anda.....

Páfagaukarnir biðja að heilsa og öll skordýrin....

 


news from Trinity Gardens...:)

Ég veit að þið viljið djúsi fréttir héðan... EN hvað á ég segja ykkur??? Dagarnir líða áfram og vikan er hræðilega fljót að líða. Dagarnir eru fullir af sól, sól og sól. Ég bið eftir rigninu. Já, svo ég þurfi ekki að fylla vökvunarkönnunna af regnvatninu dýrmæta og eyða því. Annars þá safna ég vatninu sem lekur úr krananum inn á baði, því þar lekur kraninn. Og maður fer vel með þetta. Hann kom hérna eignadinn og þóttist laga lekann, þar sem við,leigendurnir megum ekki laga sjálf. Þá gætum við kanski farið í mál við hann. Þetta er allt svona hér. Ég vil  ekki vera leigjandi!!!!!! þá maður ekki neitt!! hann er koma hér 1 nóv til að ,,inspecta" ´húsið.. Hm? Hvað ætli hann vilji skoða? Ég skal sko segja ykkur það þann fyrsta nóvember. Nóvember!!! og það er ekkert eins og nóvember á að vera hérna. Ekki neitt. Nóvember á að vera kaldur, með roki og kanski smá snjór. Maður á að þurfa að skafa bílinn sinn og keyra varlega.... Nei nei.. hér dembist hitinn yfir mann eisn og ég veit ekki hvað... það er svo heitt að manni svelgist á þegar maður opnar út í garð. Og ég sem vildi bara hita... Ahhhh, þarna kom frekar kaldur vindur...

'eg var hjá Maríu, nágrannakonu minni yndislegu í kaffi imirgun. Hún gaf mér ,,baklava", griska köku sem bragðaðist dásamlegt. mágkona hennar bakaði hana.. þessi kaka er svona lagkaka, með sýropi á og hnetum og kanil. Og yfirleitt ef maður pantar hana á veitingastða er hún stökk og hörð á yfirborðinu, en þessi.. mamma mía!!!!!! hún var mjúk á yfirborðinu og algjört dúndur!!!  En María sjálf var frekar drusluleg, hún er með kvef of eitthvað slöpp. Þessi dama er yndisleg, en hún hefur lifað erfiðu lífi.. Segji kanski frá því þegar endurminningar mínar koma út???? Já, hvers vegna ekki, hver hefur sinn djöful að draga og þessi kona hefur svo sannarlega haft það. Það er ótrúlegt, krakkar, hvað hver einstaklingur leynir á bakvið sig. Það er líka hér í Ástralíunni....

Ef ég hef ekki séð hana í kanski tvo daga þá banka ég hjá henni og þá stendur hún þar, með sitt litaða svarta hár og brosir og segir mér að koma inn..

Jæja, klukkan er að vera ,,sækja börn úr skóla" með hinum mömmunum... Gaman gaman...Það er klukkan er að verða þrjú...

see you... Og by the way  - miss you...

cheerio


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband