cupcakes - nú eða muffur með hindberjum og hvítu súkkulaði

 Muffur eru ekki mitt uppáhald. Mér finnst þær yfirleitt vera mjög óspennandi tegundir af bökunarverk. Oftast þurrar og frekar leiðinilegar á bragðið. Ég er samt alltaf til í að láta mér koma á óvart. Og það gera þessar muffur - eða cupcakes eins og þær heita á erlensku.

Enjoy!!!

Þessar muffur eru gasalega hættulega hrikalega góðar og er uppskriftin komin frá Donna Hay sem er mikil matargúrukona frá Oz... Hún gefur bæði út tímarit og matreiðslubækur sem eru afar fallegar og spennandi. Allt sem hún gerir virðist vera gera með hjartanu og á einvhern hátt kemur það svo sterkt í ljós.

300 g hveiti

2 tsk lyftiduft

165 g sykur

240 g syrður rjómi

2 egg

1 tsk rifið sitrónuhýði

250 ml olía

225 g hindber - helst fersk, annars frosin

175 g saxað hvítt súkkulðaði

  1. blandið hveiti, lyftiduft og sykur í skál.
  2. Í annari skál skal hræra saman sýrðan rjóma, egg, sítrónuhýði og olíu.
  3. Blandið svo hveitiblönduna við ,,blautu" blöndunina og hrærið því varlega saman.
  4. Bætið hindberju og súkkulaði út í og hrærið áfram eins og þið væruð að blanda saman gull og demöntum ;) þ e a s með hjartanu.
  5. Hellið deigið í form, ef þið notið muffaplötu, er gott að vera með bökunar pappír í hverju formi sem er aðeins hærra en sjálft ílátið.

Bakið í 180° heitum ofni í um 40 mín.

Njótið vel!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband