Færsluflokkur: Dægurmál

banvænn hití í Oz

Eru þið búin að lesa fréttirnar?

Það er banvænn hiti hjá okkur hérna.. 'uff.. Það er komið kvöld hjá okkur núna, reyndar er kl alveg að verða miðnætti og hitastigið er 25 og er það lítið miðað við það semhefur verið undanfarna daga. Það er líka komin vindur er það dásamlegt að fara út fyrir´hús og standa í vindinum og viðra sig... Ahhhh...Í dag var  41 stigs hiti og við fórum í Chinatown að borða og svona og kikja aðeins á markaðinn. Það var mjög mjög heitt þannig að við vorum komin heim fljótt. Maður leitar inn í þær búðir sem eru með besta loftræstinguna.

ströndin i lok jan uar 09 020         ströndin i lok jan uar 09 039           ströndin i lok jan uar 09 051   

Krakkarnir hafa staðið sig svo vel í hitanum i vikunni að vera í skólanum. Hitinn hefur legið á bilinu 40 til 50 um miðjan daginn. Þegar kl er 9 um morgun er hitinn 35 stig og þá förum við í skólann. Einn dag  i vikunni þurftum við að ganga að sækja D og E því billinn var í viðgerð. Vitið þið að þótt það sé að eins svona 10 mín ganga þangað þá vorum við  við það að gefast upp. Við vorum með 2 litra vatn og vatns spraybrúsa með okkur og hefðum við ekki haft það þá veit ég ekki hvort við hefðum komist báðar leiðir.

I skólanum fara krakkarnir ekkert út´i fríminúturnar, flestar skólastofur eru vel kældar, en ekki allar.Það eru engir leikfimistímar haldnir ( sem betur fer..) en hins vegar þurfti bekkurinn hennar E að hlaupa´nokkra hringi í kringum bókasafnið í um 40 stiga hita sem mér fannst frekar undarlegt.. Þau geta keypt sér íspinna og slushie í skólanum til að kæla sig og svo held ég að þau taka það ferekar rólega í tímunum. Við drifum okkur í sundlaugina beint eftir skóla á föstudaginnþ Það var biðröð að komast inn í laugina og lauginn var kanski ekkert svakalaga köld eftir allan hitann en þó mjög svlakandi og góð.

 Rafmagnið hefur verið að fara af í mörgum hverfum vegna þess að allir eru með loftræstinguna sínar á fullu... rafmagnið fór há okkur í nokkra klukkutíma um daginn, en það var ekkert miðað við það sem sumir hafa mátt þola... Mér finnst langverst að halda þetta út á kvöldin og nóttinni. þá höfum við tekið ískaldar sturtur til að kæla okkur og notað litlu plastlaugina okkar  sem við erum með út í garðinum til að kæla okkur.

Núna bíðum við eftir því að hitinn fari lækkandi.. lækkandi?? hvað þá? Niður í 35 eða?? Allavega á meðan hitastigið lækkar á kvöldin og á nóttinni er þetta þolanlegra..

Fía flýgur heim á fimmtudaginn, beitn heim í allann snjóinn, það verður eflaust mjög skrítið.. oooohh.. við eigum eftir að sakna hennar svooo mikið.......

Við höfum farið í bío hérna sem er frekar dýr afþreying... Munið það næst þegar þið skellið ykkur í bíó að það er ekki mjög dýrt heima á Íslandi.. Hér borgum við um 1000 kall fyrir pop og coke og það kostar um 1500 kall inn í bío. Sáum Revolutionary Road, sem var mjög góð og svo líka Slumdog millionaire, semer alveg frábær mynd...

until next time, cheers mates..

 

 


bakaraofnshiti

Lokið augunum og hallið ykkur aftur...

....Ímyndið ykkur að þið eruð að baka eitthvað í ofninum... Svo eru þið að fara að opna ofnlúguna til þess að kikja hvort það er tilbúið sem er í ofninum.... Um leið og þið opnið lúguna þá fáið þið hitann allann í framan á ykkur.... og það er heitt... brennandi heitt......

þannig er  dagurinn í dag... dagurinn á morgun.. og hinn ... og hinn... Næturhitinn er um 30 stig... Hitamælirinn hætti að mæla í dag þegar hann sagði 50.. en það er sólinni hér í garðinum þar sem er alveg logn... Við Fía fórum á ströndina í morgun, bara tvær, já D og E voru að byrja í skólanum í dag aftur... en alla vega, ströndin var dásamlega svona snemma á daginn.. allt kyrrt, engir hákarlar, bara einhverjir fiskar að synda um... við náðum svona 3 tímum þar og svo var þetta ´fínt..

D og E voru ánægð með fyrsta daginn, enn sem komið er.. Þau eru bæði í bekkjum með sumum nýjum krökkum. Nýjir kennarar og nýjar stofur. spennandi.

Um helgina skruppum við suður, í bæ sem heitir Victor Harbor.. Á leðinni lentum við í því að keyra einmitt þar sem hjólakeppnin Down Under var að hjóla og þá Lance Armstrong líka.. Fólk út um alla vegkanta að sjá kappana, með barbq og stólana og tjöldin.. Aussiefólk er alveg ótrúlegt, þeir setjast hvar sem er og draga upp grillið og flöskuna.. Allatf til í það sko... Við þurftum  að taka soldið krók, en komumst svo í ævintýragarðinn sem við ætluðum í. Það skemmtum við okkur rosa vel í gokart, vatnsrennibrautum, völundarhúsum og bátum...

victorharbor 23 jan 2009 008victorharbor 23 jan 2009 015  

victorharbor 23 jan 2009 018

victorharbor 23 jan 2009 097

Þarna efst eru myndir af fólkinu sem sat við vegkantinn og myndin hér fyrir ofan er af F'iu og Gumsa í völundarhúsinu að reyna rata.. Þarf ég að taka það fram að það tók sinn tíma..??? ;)Smile

EN yfir í heimsmálin á Íslandi.. Allt brjálað í pólitikinni... Fylgdumst með í nótt þegar bein útsending var af blaðamannafundi með Geir og Co...  margt í gangi heima... Maður er að missa af stórmerkilegum hlutum heima, en gott að hafa neitið til að fylgjast með..

Má ekki gleyma að óska flottri frænku okkar, henni Petreu Ýr til hamingju með 11 ára afmælisdaginn sinn, sem var reyndar þann 18 janúar.. en betra seint en aldrei..

Til hamingju elsku besta krúttann okkar...

 kossar knús kreist og kremj til þin frá okkur...

 

Annars bara, over and out - cheers mates..

 


hvað er í gangi??

Þetta er nú meira ástandið!!!! Já á Íslandi. Mikill æsingur og skrílslæti eins og maðurinn sagði frá Suðarákróki... Það er ansi spes að fylgjast með þessu svona úr fjarlægð og ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað er í gangi heima... Maður les fréttirnar, og horfir á einhverjar fréttir á netinu og les Moggan á neitinu, en það er allt allt öðruvisi að vera heima, í þessu öllu...

Hér höfum við mest áhyggjur að því hvort hákarlarnir verða á ströndina sem við höfum valið okkur í dag... Í gær förum við á ströndina í glenelg.. Sandurinn þar er einsog hveiti, hann er er svoo mjúkur... Sjórinn var líka heitur, ferlega notalegt og við Davíð fórum ekki langt út í hann, ég var alveg: Davíð!! Ekki fara lengra"  Já maður vill geta komið sér upp úr á hraðferða ef ,,shark sirene" fer að baula!!! En það er alvega magnað hvað það er mikið af fólki sem samt sem áður er í sjónum. Alveg hellingur. Síðasta hákarla fréttin er frá því í fyrradag, frá Henley beach, þá fór sirenan í gang um 19 leytið (já, það er fullt af fólki þá á ströndinni, það er svo heitt þá ennþá..) og þá sást til 2,5 metra white shark úm 40 m frá str0ndinni... Sko, ég held að það hlýtur að vera frekar leiðinlegur dauðdagi að verða að hákarla mat...EN við höldum bara áfram að ,,passa" okkur...

masterchef 2009 011 ströndin í Glenelg, 8 um morgun...

Í kvöld erum að við fjölskyldan að fara á ,,moonlight cinema" en það er bíóið sem er útí garði í bænum.. Við tökum með okkur teppi og ég er að fara að grilla ,,chickendrumsticks" og svo mundi ég fastlega gera ráð fyrir því að ein flaska af hvítu fái að fljóta með..;) Við tökumsvo með okkur smá snakk og Coke og horfum á ,,Batman, the dark night" þarna undir stjörnunum.. Kósy eða kósy??

Veðrið heldur áfram að vera heitt, en það er ekki það heitt að það gerir mann brjálaðan, heldur er það gott heitt, um 30 - 35 stig.. og þannig er spáin framundan...

þangað til næst...

See ya!!!!!

 


búðarráp

Hér er föstudagskvöld komið og við stelpurnar áttum ,,stelpudag" í dag. Þá förum við í bæin og skoðum í allar búðir og eyðum smá (bara smá) pening... Það er svoo mikið til af fallegu dóti hérna og líka mikið til af fallegum fötum, töskum og skóm... Makes a girl go crazy....  Ég hef stundum gert þau mistök að hafa Davíð með í svona ferð og það er einsog hann fái maura í allan líkamann og díla út um allt og hann verður bara alveg óður af búðunum, soldið eins og faðir sínn þegar ég hef farið með hann í búðarráp - ekki hægt...

Við erum reyndar búin að sjá svo marg hérna eftir að Fía kom, það er svona;

Já, váá´, þetta hef ég ekki séð áður, en skrítið....

Tja, við djöflumst um allt. Fórum í Botanical Garden hér í gær og það var svo fallegt þar!! Stór stór tré, mikið gras, bekkir alls staðar, lítið sæt kaffihús og fólk allstaðar á teppum eða með stóla með nesti..eða kærustupör liggjandi á teppum og stara upp í loftið.. þetta er svona hérna, fólk bara fleygir sér hvar sem er í grasið og byrjar að hrjóta... Það rennur á í gegnum aldelaide og þar er fólk að veiða út um allt. Það er leyft alls staðar. annars var ég að lesa um það að South Australia er stundum  kallað ,,nanny-state" vegna þess að það eru settar svo mikið ar reglum og lögum hérna.

Til dæmis er verið að herða á lögum hér ef fólk er að tala í síma þegar það er að keyra, ef það er að drekka t.d. kaffi við keyrslu eða er bara ekki með athyglina við akstrinum, þá er sektin um 200 dali - eitthvað um 18000 til 20000 kall..

Já svo er algjört plastpoka bann að koma á 3 mars held ég að það sé, þá mega búðir ekki vera með plastpoka hérna, það má í sérstökum fatabúðum og þannig. Svo var verið að banna að selja rimlagardinur og gardinur sem eru með sérstaka svona bönd neðan frá sér sem maður tosar í og þá fer gardinan upp - þetta var verið að banna hérna til þess að fyrirbyggja slysum á ungbörnum.. Það er sko hugsað fyrir öllu hérna...

Það er sko heitt hérna enn þá, næsta viku á að verða mjög mjög heit.. upp í 40 og rúmlega það...

jæja, hafið það sem allra best um helgina...

ciao!!!!


hitabylgja og afmæli

Sitjum hér i stofunni með viftuna á og hún er sko á hæsta snúningi... Það er svooo heitt hér inni þótt það er komið seint kvöld og allt. Í dag var um 40 stiga ´hiti í skugganum og við stelpurnar drifum okkur í sund um leið og við komum heim úr bænum... Lauginn var svaka fin, en vatnið var ansi heitt eftir daginn.. á morgun er spáð enn heitara.. úff.. þá sprengist hitamælirinn út í garði því þegar sólinn ´fór að skína á hann núna í kvöld þá brunaði hann upp i 5o og þá bara missti hann sig algjörlega...

Á svona dögum þegar það er svona heitt þá er eina ráðið að vera annað hvort inni í húsi eða hjá sundlauginni eða á ströndinni - og vona að vindurinn blæs á mann... Það er spáð svona hita alla vikuna þannig að núna er greinilega sumarið komið.. Ástralar hér í suður hafa sko verið að kvarta undan því að langt er síðan svona kalt hefur verið í veðri...hm..kalt??? excuse me... en svo er maður jú frá íslandi..heheh..ÍSlandi... já, það er kalt þar núna lásum við... og maður gleymir fljótt hvernig er að vera í kuldanum og rokinu....

Það er hjólakeppni hérna í Adelaide núna frá 18 janúar. Lance Armstrong er að keppa hérna og það er allt vitlaust útaf því. Keppninn hefst hérna í næsta hverfi frá okkur og hver veit nema við troðum okkur þangað þegar keppninn byrjar til að sjá kallinn... Han er lifandi goðsögn segja blöðin...  Þannig að það verður sko hljólað hér út um allar trissur í næstu viku..

'I dag á Elsa systir afmæli og ég segi bara - og við öll hér:

      

TIl hamingju með daginn elsku elsku                 elsku Elsa okkar...

Við hugsum til þin og höfum skálað fyrir þér í dag.

Annars segjum við bara - cheerios guys....


meira af hákörlum og svo af þýskum bjór...

hérna er allt gott að frétta nema hvað það er endalausar fréttir af hákörlum í sjónum hjá okkur.. Fórum á strönd sem heitir Grange-beach um daginn, og daginn eftir las ég í blöðunum að þar hefði komið hákarl, 3 m á lengd. Það er alltaf fólk að veiða á ,,bryggjunni" eða the pier, sem er hj´aöllum ströndum hérna og það voru veðimenn þar sem sá hákarlinn og létu fólk í sjónum vita.. Spáið í það - hákarlinn var um 30 m frá ströndinni.... Við vorum greinilega nýfarinn þegar þetta gerðist... Manni er ekki alveg alveg sama lengur að vera að svamla í sjónum því hákarlarnir fara ansi nálægt ströndinni og þá er alveg sama þótt maður fari ekki langt út´i. En þetta virðist ekki hafa áhrif á fólk, því fólk er baðandi í sjónum eins og ekkert...

Í gær keyrðum við í litinn bæ sem heitir Hahndorf. Þetta er þýskur bær og það var eitthvað um 1838 sem þýskur innflytjandi hingað settist að á bóndabæ þar og þannig byrjaði bærinn að stækka. Það var svo fyndið þarna, alveg eins og að koma til Þyskalands bara... Fegnum wienerschnitzel að borða og weissbier að drekka og það smakkaðist svooo vel!!

hahndorf jan 09 026

þarna eru þær Fía og Elsa fyrir framan bjórmyndinni....

Var að setja inn nýjar myndir þannig að endilega kikið þið  á þær..

Við fórum með Fíu í dýragarðinn og sýndum henni koalabirni og kengúrur.. hún féll auðvitað algjörlega fyrir koalabangsanum - enda eru þeir sætustu dýr sem til eru hugsa ég.

kisses þar til næst..


gleðilegt nýtt ár!!!!

jamm jamm það er soldið síðan að við skrifuðum héðan, en það er bara búið að vera allt á fullu síðan við fengum heimsókn hingað frá Fíu. Og svo allat jóla jóla... Við héldum upp á nýtt ár og urðum fyrir vonbrigðu með hvernig ástralar gera þetta... J'a, þetta var algjört frat satt að segja, því ég held að við höfum heyrt í þremur sprengjur og það eru engar ykjur... Þegar við heyrðum i sprengjunum hlupum við voða glöð út á götu og stóðum þar alein í myrkrunu og hlóum...  Það var allt svart og engin úti nema við - eða vakandi virtist vera... Þannig að við vorum með nóg af stjörnublysum sem við djöfluðumst með og svo kom nýtt ár og það var 10 og hálfur tími á undan ykkur heima.. en við gerðum sko gott úr þessu og það kom nýtt ár og það kom nýr dagur... Þetta var samt erfitt fyrir okkur og mikið söknuðum við íslensk jól og fjölskyldur og vini.............

Við höfum verið dugleg að kikja á strendur hérna og líka að liggja hjá sundlaugum og gera ekkert nema sleikja sól.. Enda sumarfrí og ekkert liggur á. Það er reyndar búið að vera óvenju kalt hér samkvæmt veðurmælingum í south australia, núna í desember, enda hitinn bara um 25 til 30...Þessi vika er búin að vera mjög heit og við erum bara dugleg að skreppa hingað og þangað...  já þetta er helvítis focking fock... hahaha...hehehehhe.. já við gátum séð skaupið hér á nýársdag og það var þetta sem var fyndið fannst okkur...annars var það ansi slappt... eða hvað segðið þið heima???? Í fréttum er það þá að við erum að plana smá ferð niður til Melbourne, heimsækja Grannana og svona með Fíu áður en hún fer aftur tilbaka Frown 

Kissess og huggies í bili........

 


hákarlar..

Segið svo að það gerist aldrei neitt hér hjá okkur...

Það er komin 3 í jólum hérna.. Í gær skruppum við á ströndina, Henley Beach, bara við stelpurnar... Það var sko pakkað á ströndinni og fólk virtist bara vera með heilu fjölskyldusamkomurnar þarna.. þetta er svo notalegt og afslappað.. Sjórinn var volgur og þægilegur og öldurnar mátulegar.. Sólin skein sitt fallegasta og þarna lá ég og hálfdottaði með hattinn yfir andlitið (þið kannist við það, er það ekki.. hvað manni syfjar þarna í sólinni..)þegar ég hrökk við rosa mikil læti í þyrlunni.. Það er sko passað svakalega vel upp á vötnin þarna.. það eru strandarverðir í bilum á ströndinni, þeir eru í bátum sem keyra fram og tilbaka meðfram ströndinni en í gær var líka þyrla.. sem ég var eitthvað búin að furða mig á. En þarna lá ég og dottaði mitt bliðasta þegar ég hrökk við af þessu svaka flauti... Ég reis upp og tók eftir því að sjórinn var búin að tæmast og að allir stóðu og fylgdust með hvað væri að gerast þarna út á ströndinni... Fia og Elsa voru ekki i sjónum  þannig að við fylgdumst með þessu þarna.. Þyrlan sveimaði yfir sjóin og það voru tveir bátar þarna út í líka..  Mér fannst ólíklegt að það hefði einvher drukknað þarna því  það var ekki þannig eitthvað...

hey, svo kom í ljós að þarna var hákarl!!! Disuuss... Las svo í blaðinu í dag að þetta var 3 metra hákarl sem var þarna á sveimi tvisvar í gær.. þEir hafa´líka sést mikið nýverið við strendur Adelaide... Og í fréttunum var líka að það er ekki mikið til að borða fyrir þá og þá leita þeir að mannakjöti... Vitið þið - manni er ekki alveg sama sko.. besta ráðið er víst að vera ekkert að synda langt út í sjó.. Nei nei, ég skal sko bara sleppa því sko... Ég held samt ekki að þetta verði til þess að við sleppum því að fara á ströndina.. Núna höldum við okkur bara nálægt ströndina...hér er netslóðin ef þið viljið lesa fréttina betur um þetta... http://www.theaustralian.news.com.au/story/0,25197,24846557-5006787,00.html

 

En þarna brá mér soldið. Já þetta er raunveruleikinn hérna.. Það er rosa mikið um hákarla hérna núna inn við strendurnar...

Við vorum í smá jólaboði á jóladagskvöld.. Þá var verið að tala um það að það er ekkert svo heitt hérna núna.. okkur finnst reyndar vera mjög mjög heitt, en það er víst óvenju ,,kalt" núna miðað við hvernig hefur verið hérna.. Við lærðum þó eitt herna um jólin og það var það að við elduðum allt of þungan mat hérna í hitanum... Já, við vorum með jólakjöt, brúnaðar kartöflur, sósu og meðlæti.. borðuðum út í garði með viftuna á því það var svo heitt... Þetta var spes jólasteming, vægast sagt  sko..

Við vonum að þið hafið öll haft það dásamleg um jólin.. Er svo ekki jólaútsölur all staðar núna??? Hér byrjuðu þær kl 6 i morgun... Mér finnst það algjört brjálæði... Aldrei mundi ég nenna.. hahhaha...

Jæja, þar til næst.. >Bestu kveðjur héðan úr hákarlasjónum....Gasp

 


jólin koma......

´Jæja.

Núna er reyndar eflaust greinilegt að Fía er komin þar sem engin bloggfærsla hefur verið skráð síðan hún kom. Hmm... En þannig er það. Það hefur verið nóg að gera síðan hún kom þessi elska. Við þurftum að bíða velog lengi eftir henni og þegar allir farþegar voru komnir út nema hún varð ég orðin mjög óróleg og ætlaði að fara að spyrjast um hana. Þá birtist hún - og málið var að ferðataksann hennar fór í einvherjar villileiðir... Já svona er þetta að ferðast um hálfan heiminn..

Húnvar þreytt og búin aðstanda sig svoo vel, enda gekk ferðalagið eins og í sögu hjá henni. Síðan hún kom hefur verið mikið sofandi - eflaust að ná svefni eftir að hafa verið vakandi heilu og hálfu næturnar... Hmmrmm.. En við skelltum okkur á tónleika með Alicia Keys, og það var EKKI leiðnilegt. Hún var stórkostleg konan. Endilega kikið á myndirnar af henni inn á myndasíðunni.

Svo höfum við verið að slæðast á ströndinni og látið okkur líða vel þar, við höfum verið á kaffihúsum og hlegið saman a öllu fyndna fólkinu sem er til hérna. Ég elska það þegar það gengur einhver stórfurðuleg hárgreiðsla framhjá og við lítum svo báðar á hvort annað og hlæjum... haahha, ég klippit sko EKKI þessa.. hahahha...

Og núna eru jólin komin til okkar. Það er mjög óraunverulegt, því ekkert er eins og það á að vera hjá okkur. En erum búin að skreyta tréið, gjafirnar eru komnar, við G förum og kaupum i matinn á morgun.. Já, við G erum byrjuð í likamsrækt... Vá og það var eins ogtt - maður hefur sko aðeins verið að bæta á sig hérna... Já það er ekki me´r að kenna...nei nei.. en bjórinn er sko svaka góður hérna.. og líka kökurnar... og líka svo margt annað.... 'upss.. en núna erum við komin í þjálfun og kanski gengur það vel.. vona það... eða það á að gera það... vonandi...

Well, segi bara : gleðileg Jól á ykkur öll þarna heima... söknum ykkar mikið...

Cheers....Kissing

og já, nyjar myndir inn á þarna þið vitið....


fia er á leiðinni..

Einmitt núna er Fía á flugvellinum í Singapore að biða eftir fluginu til okkar...  Flugið fer í loftið kl 2350 og hún hefur nú ýmislegt að dunda sér við þarna... María vinkona er búin að baka þessa líka fínu flottu griska köku fyrir Fíu og hún er svaka góð.. Já, hvað? Auðvitað er ég búin að smakka...

Það er hægt að fara í bíó, hárgreiðslu, sund, sturtu og sauna eða fara að versla hjá Gucci eða Chanel... Flugvöllurinn þarna er æðislegur... Á MCDonalds eru rauðir flauelisstólar að sitja í...Við bíðum hér eftir henni og erum alveg að fara að sofa núna.. Svo vöknum við snemma í fyrramálið og förum beint að sækja hana. Vélin lendir kl 910 hérna og það verður bara æðiiii að fá barnið í fangið aftur.... uhmmm... Þannig að þegar ég skrifa hér næst þá er Fía við hliðina á mér.... Við fórumí í bíó í gær.. Við Elsa sáum HIgh school Musical 3 og strákarnir Nýja Bond.. Síðan var keyrt i Glenelg og það var pizza og rauðvin í kvöldmatinn. Dásamlegt sólarlag á ströndinni og undurfagurt... Myndir koma in kanski í dag....

have a nice day mates.. cheers..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband