Færsluflokkur: Dægurmál

bestu pizzur í adelaide

Jæja jæja.

Hér eru svo sem engar stórfréttir í gangi.. Veðrið er við það sama, það er heitt heitt hiett og maður venst því svo sannarlega. Í dag fór ég og klippti hár og litaði á hárgreiðslustofu ekki langt frá.. Já!! ég var að prufa að vinna smá hérna og ákvað að nota það sem ég kann og hef lært!!! Þetta var bara fyndið og það var líka einsog ég hafði aldrei hætt þessu.. sem sag ég var mjóg fljót að komast í girinn aftur...;) Ætla bara að vinna smá. En þetta gefur manni ferlega skemmtilega innsýn í líf fólks hérna og þetta er bara fyndið einsog ég segi..  Gumsi og krakkarnir komu og sótti mig svo og við keyrðum upp í hverfi sem heitir North Adelaide og þar er mjög skemmtilegt, þar eru fullt að sætum kaffihúsum og veitingahúsum... Við fengum okkur rauðvin og pizzu... það er svo góðar pizzur hérna í adelaide, það er alveg magnað.. Ég skal segja ykkur það.. en ég fékk mér pizzu með pestó, kjúklingi, rauðlauki og ristuðum furuhnetum á og hún var æðisleg. Algjört nammi og ég mæli með að þið prófið þetta álegg við tækifæri.

Á morgun sunnudag er strandarferð á dagskrá.. Ég og Elsa erum að fara, strákarnir nenna ekki!!! Elsa nennir eiginlega ekki heldur þannig að ég er að pína hana með mér...Já eflaust endar það þannig að ég fer ein.. ég er svo hrikalega mikil strandarkelling, mér finnst algjört æði að vera þar allann daginn og bara lesa, finna goluna, ganga í sjónum og synda smá, lesa eitthvað og fylgjast með fólki... 

grange          henley rest        henley

þessar myndir eru frá henley beach, þangað förum við oft... og gerum alls ekki neitt......;)

 

cheers mates...


stórafmæli...

Elsku Fía okkar...

Til hamingju með daginn þinn...  Núna ert þú orðin 20 ára og 30 mín.... Váá´..þetta er bara brjálað sko. Hvað er mamma þin þá orðin gömul???? Alltaf 25 að sjálfsögðu... Gumsli er reyndar alltaf eldri og eldri...;)

Við sendum þér bestu bestu kveðjur með daginn... Og viljum vera hjá þér... Söknum þin ölll...

Kissessss við hérna hinum megin á hnettinum.....

jól adelaide 08 039
        

baunir og bollur

Hér í Aussie er ekki bolludagur. Það er ekkert bolla-bolla, þannig að í gær var bakað bollur hér á fullu. það dugði ekkert annað en að þrefalda uppskriftina - ég meina liðið hér úðar í sig bollur eins og þeim er borgað fyrir það, og hverjir gera það ekki...? En fiskibollur, það hef ég ekki séð hérna... Reyndar set ég bara flökin í í hnífgræjuna mina og mala það og þá er ég komin með þetta fína fína fars. Fiskur sem við höfum fengið okkur hérna er ekkert sérstakur.. enda er maður frá íslandi og vön að fá ,,sinn" fína fisk þegar manni hentar.. Það verður heldur ekkert saltkjöt hér á morgun.. Hins vegar.... þá gæti ég skellt baunum í bleyti og gert bara baunasúpu... Mmmmm... Já, það er málið.

Svo á miðvikudaginn er stórdagur. Já, þá verður hún Fíalúsin okkar allra 20 ára gömul. Ferlega er stutt síðan Fíubarnið fæddist. Það var sem sagt 25. febrúar 1989. Kl 1006 minnir mig að hún hafi ákveðið að líta dagsins ljós eftir mikla og  erfiða nótt hjá móðirinni... Við fórum svo heim þrem dögum seinna eftir að hafa haft það notalegt á fæðingardeildinni (já, það er dásamlegt að liggja þarna að mínu mati.. skil ekki afhverju fólk er að flýta sér þaðan heim alltaf...) en allavega, þá fórum við heim, þann 1. mars árið 1989. Þetta var merkisdagur - munið þið ekki afhverju..???

Jú þá var bjórinn leyfður á Íslandi!! allt var upppantað á börnunum i bænum og brjáluð læti...  og þarna var ég bara með henni F'iukrútt... Og timinn hefur heldur betur liðið hratt síðan... Hún hefur staðið sig vel blessunin, og hennar er sárt saknað hérna í Oz... Allir  aussiestrákar á surfbrettunum eru að spyrja um hana og hvers vegna hún hafi yfirgefið Oz....

Til hamingu elsku Fía lúsin okkar...

þú ert bara best og dásamlegust!!!

 


meiri pics og annað..

Það var búið að segja það í veðurfréttum að það ætti að kólna. Það hefur reyndar ekki farið mikið fyrir því og það er enn mjög heitt hérna. Í gær, sem var miðvikudagur, var hitinn i garðinum hjá okkur 40 í skugganum og um kvöldið þegar við fórum upp í þá var 30 stig úti. Það var samt alveg þolanlegt og ætli líkami manns venjist þessu ekki bara svona smám saman. Það eru fréttir frá  gufunni á ipodnum, svona podcast sem við stingum ofani tæki og þá er þetta bara einsog að vera heima með gufunnni suðandi í kringum okkur. Það er svoooo notalegt. já, íslan Er best í heimi, þrátt fyrir allt, pólitikog annað. VIð eigum svo margt heima sem við eigum að vera ánægð með og þetta gerir maður sér ekki grein fyrir nema flytja í burtu. Það er ég búin að komast að og GUmma finnst það vera mjög fyndið, að það þurfti að fara með mig hinum megin á hnöttinum til þess ég komst að því. En svona getur það verið.

Núna er fikjutíð hérna, þá eru fikjur alls staðar í búðunum og þær eru svo fallegar og góðar svo ferkskar. Kirsuberjatíðinn er búin og þá eru þær aftur orðnar dýrar. Núna eru það nektarinur, ferskjur og avocado sem er ódýrt.

Setti inn soldið af myndum fyrir ykkur að kikja á. Við fengum gefins krabba, sem við suðum og sem Gummi og Davíð hámuðu í sig. Við Elsa höfðum ekki mikinn áhuga á því. Það var gaman að sjóða þá, og það eru einvherjar myndir af því.

Hafið það bara sem allra best,

kveðjur frá Oz..

 


it´s a wonderful life....

Hér er lífið dásamlegt, Virkilega. Maður þarf að fagna hverjum degi eins og hann sé sá síðasti - er það ekki? Vera góð við hvert annað og hugsa vel um hvort annað..  Það mikilvægast sem við eigum er jú fjölskyldan okkar og ef það er eitthvað sem er erfitt hjá okkur hér í Oz, þá er það að vera svona langt langt í burtu frá henni og þeim sem eru heima á Íslandi.

Stundum á ég til með að gleyma því hvað við erum heppinn.  Heppinn að hafa gert raunveruleika úr draumunum okkar og drifið okkur af stað hingað til ástraliu. Vitið þið það, að þetta er draumalandið  að fara til hjá hrikalega mörgum  og hér erum við!!!! Davið og Elsa eru enn að spyrja okkar, afhverju þurftum við að fara svona langt í burtu..... En svarið við því er einfaldlega að okkur langaði svo mikið að fara til einhvers land sem við mundum mjög líkelga aldrei annars fara til.... Ég hugsa að við munum alls ekki sjá eftir því seinna meir. Það er reyndar engin eftirsjá í þessu ævintýri okkar. Fyndið að við fórum akkurat á þessum tíma sem allt fór að gerast heima. Við erum svo langt frá öllu þar, Fía segir reyndar við okkur að við höfum svo sannarlega gleymt því hvernig kuldinn og frostið er og ég held að það sé mikið til í því hjá henni. Við höfum gleymt hvernig það er að fara út í bil á morgnanna í frostið og vera kalt á höndunum og biða eftir að bilinn hitni...   Hérna á ég það til að kvarta undan hitanum.... úfff.... ok - ég skal hætta því..

Eigið þið öll góðan dag...

huggies frá okkur í Oz.....

 


new pics!!!!!!

Var að setja inn slatta af myndum fyrir ykkur, kæru vinir að skoða. Þetta eru myndir frá því að Fía kvaddi okkur og svo annað t.d frá hjólakeppninni miklu sem var haldin hér. Aðrar myndir eru frá Adenture park sem við fórum í, og frá Adelaide Zoo, sem er voðalega fínn dýragarður hér í miðbænum.

Það er allt að þorna hérna, áin, River Torrens, sem rennur hér í gegnum Adelaide,er öll horfin og það er aðeins eitt leðjubað, ekkert voðalega smart. Það er spáð rigningu hér í næstu viku, en það er bara spá, það rignir eiginlega aldrei hérna, en það væri hins vegar voðalega gott með smá bleytu.

Frétti að það væri voðalega kalt heima, og já, maður gleymir því hvað maður er heppinn að vera hérí hlýjunni og ekki þurfa að klæða sig í ullarsokkanna áður en maður skríðir upp í rúm.

Vona að þið hafið það öll sem allra allra best,

cheers mates,


gott að grínast smá

Jæja, það er alltaf gaman að geta hlegið að sjálfum sér, er það ekki??

Kikið á þetta hérna fyrir neðan, það er mjög fyndið..

http://www.colbertnation.com/the-colbert-report-videos/217340/february-02-2009/it-could-be-worse---iceland

Í dag er mér svoo kalt á táslunum að það er spurning hvort ég skelli mér í sokka??? Ég fór í ræktina í morgun og það var mjög fínt. Það er þessi líka dásamlega sundlaug þarna sem er algjört æði. ER búin að panta eina slíka til að hafa heima. Það verður ekki leiðinlegt þegar hún er komin - nooot!!þannig að maður verður bara að njóta hennar þarna - sem ég geri líka.

En hugsið ykkur hvað þetta er furðulegt veður, einn daginn er næstum því 50 stig og svo næsta er 20.. eða þannig.. furðulegt. Ég hef alltaf haldið að ÍSland væri eina landið í heimi þar sem hægt væri að tala svona mikið um veðrið eins og er gert þar, en nei nei nei.. það er sko hægt að tala mikið um veðrið hérna...

have a nice one...

 

 


How´s Your day been????

bara að láta vita að við erum ekki nálgæt skógareldunum miklu sem eru nálægt Melbourne. Melbourne er um 700 km frá okkur en eldarnir eru fyrir norðan Melbourne minnir mig. Þetta er hins vegar alveg hræðilegt ástand þarna, fólk er búið að missa allt sitt, sumir búnir að missa húsnæði sem hafa verið í fjölskyldunni í margar ættir og allt farið á engri stundu. það sem er alvg magnað er að það er talið að kveikt hafi verið  í. Hugsið ykkur að kveikja eld þegar svona ástand er?? Þetta staðfestir það svo sannarlega að fólk er fifl. (alla vega sumir...).. F'olk þarf á mikilli aðstoða að halda og núna voru síðustu dánartölur komnar upp í 170 eða 180... maður heyrri alveg hræðilegar sögur frá fólki um þetta bæði í útvarpi og í sjónvarpi...  þegar ég hugsa u mþetta þá erum við ansi heppinn að vera ,,bara" með járðskjálfta  heima.. eða þannig.. ég er reyndar svooo hrædd við þá.. en það er eins og öll lönd hafa eitthvað svona eða hafa sinn djöfull að draga hvort sme það eru flóð, fellibyli, jarðskjálfta eða skógarelda....

Það er að kólna í veðrinu hjá okkur þessa dagana og við njótum þess í bótn á meðan er. D og E fóru í flíspeysurnar í morgun þegar við löbbuðum í skólan og það var svo notalegt a finna ,,kaldan" vindinn á kinnarnar. Held að hitastigið hafi farið niður i 15 í nótt og það er hrikalega hressandi.  Ég er aftur komin i stuð að elda og baka, því sá áhugi hvarf eiginlega í hitabylgjunni, öll orka fer í burtu frá manni.

Við hjónin skruppum  í gymið í gær og það er alltaf jafn gott þegar maður er komin þangað. HVers vegna er svona hrikalega erfitt að koma sér af stað þangað?? Skil það ekki en það er ofboooðslega erfitt.  Við hittum einkaþjálfara inn á  milli ( inn á milli eigum við að vera að æfa sjálf..) og hittum hana í gær. Hún er voða fín stúlka sem er með fjölbreyttar æfingar fyrir okkur, gefur okkur ekkert eftir og svo sannarlega með piskinn á okkur - sem er jákvætt..  Í gær spurði hún mig hvort Gummi væri þreyttur.. hahahhaa.. já hann var þreyttur í gær þessi elska, en duglegur..  Svo eftir á er það sauna, gufa eða sundlauginn. Við fórum í sundlaugina og lágum þar í leti eftir á. Mjög notalegt.

Þegar maður er að verlsla hérna er maður oftast spurð þessari spurningu sem er þarna efst,

How´s Your Day been?? Eða þá : Had að busy day???  Í fyrsta sinn sem ég var spurð þá hrökk ég við og vissi ekkert hvað ég átti að segja, og sama var að segja um F'iu, þegar hún kom út úr búðinni hlægjandi og sagði; Mamma, veistu hvað??? hahahhaa... Þetta er feræega fyndið.. Sve þegar ég svara stundum og svo segi ég: And yours??? Þá fæ ég stundum alla söguna, um bakveikina og börnin og morgunmatinn... hehe, fólk getur verið svo krúttulegt...

Cheers mates


pöddur og ketchup

Á fimmtudaginn síðasta flaug Fía í burtu... Við stóðum og horfðum á eftir flugvélinin hennar þar til hún sást ekki lengur..... þarna fór hún upp...     fíudagur 5 feb 09 053

Úff, sko það hefur verið svo tómt eftir að hún fór.. Ferðalagið gekk vel héðan og núna er hún komin heim á hátó... We love you sooooo sooooo much honey..

°´I dag er laugardagur... og það er sagt að þetta á að vera siðasti dagur í þessari hitabylgju.. sem er búin að vera núna í tvær vikur... úfff...  í dag var ekki eins heitt og í gær.. í gær fór hitastigið upp í 46... ég held að náttúruöflin eru alveg að flippa út hérna á þessari eyju... Það eru byrjaðir skógareldar í Victoria, sem er næsta hverfi hér hjá South Australia...  Það var allavega ekki ífréttum að það bæri þannig hérna, en það er svo þurrt hér að ef einvher kastar sigarettustubb út um gluggann þá gæti það  set fire to it all...  Grasið er orðið svo gulnað að það minnir helst á hey.. hha.a.a.. æiii. þetta er ekki fyndið.. Á föstudaginn fegnu D og E vera heim vegna þess að þá var hitinn uppp upppppp....  en á morgun á þetta að verða í lagi aftur, um 25 og þannig alla vikuna, þvílikt yndi... þetta er bara fáranlegt að búa við svona.. algjörlega bara asnalegt, maður missir allaorku sem maður hefur, ég get ekki einu sinni eldað þvi það er allt allt of heitt, þegar ég er að vaska upp þá lekur svitinn af mér, niður bak og niður bara.... you know...

manni er alltaf heitt, maður er alltaf sticky, og að fara í sturtu þá er bara kalda vatnið vegna þess að  kalda vatnið hitnar svo i rörunum þannig að það kemur bara jheitt ú rþví kalda.   með hitanum koma líka pöddur.. alls konar pöddukvikindi sem ég hata hata hataa..........ér er sko með spray brúsa í eldhúsinu, baðherberginu og í þvottahúsinu... en þær geta reyndar komið í önnur herbergi ´lika.. Á morgun er okkar ,,landlord" að koma í ,,inspection"" á húsinu.. það er nú lika það með að leiga hérna, þá þarf maður að sætta sig við margt...

well, annars hugsa ég mest um nýsoðna ýsu mðe íslenskum kartöflum og tómatsósu.... mmmm...

cheerioooo......


ennþá heitt og sveitt..

Hér er ennþá hiti, hiti, hiti.. Það er spáð að hitinn haldist fram á sunnudag, þá á hann að lækka niður í 25.. VEiiiiiiii... þá hættir kanksi að leka sviti meðfram öllum og öllu.... Í dag komu D og E heim með blað úr skólanum vegna hitans. Krakkarnir leika ekki úti á lóðinni í hitanum vegna þess að þau geta brennt sér á tækunum sem verða of heit í sólinni, þeim er haldið inni nema þau mega fara útí 15 mín í hádegishléinu og fara ´WC og í matsöluna... Í gær voru send út sms frá já.. hvað heitir það þá á íslenksu?? frá þeim sem stjórna hér í Adelaide og í SA, það var eins  konar viðvörun um hitann, með neyðarnúmer, og hvernig maður á að haga sér í hitanum...  Það er allur vari á hérna, enda er rosalegaaaa heitt hjá okkur.

Í gær fórum við Fía á ströndina. Vitið þið að sjórinn var svo heitur, hann hefur verið eitthvað um 35 gráður því hann var alveg einsog heitur potttur, þið vitið einsog barnapottarnir heima...Öldurnar voru stórar, risa stórar og það var æðislegt að liggja í sjónum og kasta sér í öldurnar..  Við vorum þarna til kl 19 og´það var í raun ekkert að minnka af fólki..  Yndislegt alveg...

Fía er farinn að pakka, eða reyndar mamman.. hmrf...hmrf.. Já, hvað? ÞEtta eru og verða alltaf, alltaf litlu litlu börnin okkar....;) Fía stingur af á fimmtudaginn, heim í afmælisveislur, skóla, partý, þjóðleikhúsavinnu og margt margt fleira skemmtilegt...

Ciao í bili......

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband