Færsluflokkur: Dægurmál
1.6.2009 | 00:08
G´day y´all!!!
Það er komin 1 júni. Tíminn líður sko hratt. Og það er komin vetur hérna. Var tiu stig hérna i morgun og það var frekar napurt. Júni á að vera kaldastur hérna. ég hlakka ekki til. Allt skrítið, eins og að halda jólin í 30 stiga hita og núna kemur júni - og það er bara ,,vetur"...
Davið er afmælisdrengur vikunnar, verður tólf ára á fimmtudaginn og þá verður húllum hæ hjá okkur. Förum í Glenelg, það er strandarbærinn, og kikum i Beach house, sem er eins konar mini tívóli fyrir krakka og fullorðinna. Svo verður farið á Pride of India sem er uppáhaldsveitingastaður Daviðs, já han er algjor ,,sukker" fyrir indverksum mat. Hafa það sterkt líka. Helgin verður löng helgi vegna þess að BRetadrottning á afmæli á mánudaginn og það er almennur frídagur hér í Aussie. Krakkarnir græða tvo frídaga á henni!! Mánudag og þriðjudag!! Ekki slæmt það. Nóg tími fyrir Davið til að era í leikjunum sínum. ;= . Frétti að það hafði verið jarðskjálftafjör heima. Það kemur ekki fyrir hérna, hér eru aðrar náttúruhamfarir eins og flóð og þurrkur og skógareldar. Hvert land hefur sinn djöfull að draga heldur betur. Í garðinum hjá okkur vex allt núna og það þarf að slá grasið oft, sem er eitt af því leiðinlegasta sem við gerum hérna. Allt er mjög mjög grænt, annað en hvernig var í janúar. Um helgina höfum við líka planað hitting með Rob og Sue, förum saman að kikja á kengúrur og koalabirni hérna einhverstaðar. Þetta eru svo krúttuleg dýr en afar dodgy líka. By the way, orðið dodgy er alveg frábært. Alt getur verið dodgy sem er eitthvað vafasamt. Annað orð sem er fyndið hérna er orðið ,,wanker". He´s a wanker segir maður og þá er einver eitthvað spes, skritin. En svo er orðið ,,bloody" notað mikið líka, en það þarf alls ekki að vera slæmt, allt er í raun og veru ,,bloody hell" eitthvað hérna. Og alls ekki ílla meint. Ástralar eru bara fyndnir eins og eg hef ansi oft haldið fram.
Cheers!!! Have a bloody nice one!!!!.
Well, best að
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 00:48
Frettir af neighbours frá Oz..
jamms, þetta er eitt sýnishornið af Adelaide, þessi afar fagra borg. Í vetur (sumar hérna) þegar mestu þurrkurnar voru og mesti hiti þá þornaði þetta vatn þarna á myndinni alveg upp. Það var ekkert þarna nema leirslabb sem fuglarnir syntu í . Ég var að enda við að hengja upp smá þvott og ögra sólinni aðeins.. Þessa dagana fer yfirleitt að rigna um leið og ég hengi upp þvott. Einmitt núna skin sólin á þvottinn. Annars er þetta hið best þurrkveður hérna. Þvotturinn þornar yfirleitt á um klukkutíma á snúrunni. Mér finnst hins vegar leiðinlegt að hengja upp sokka og nærföt því það tekur svooo langan tima og þá sakna ég þurrkarans min heima. Talandi um þurrkara þá erum við ekki með uppþvottavél hérna og það venst líka þótt m ér finnst það ekkert sérstaklega gaman að vaska upp. En með góðri tónlist á þá gengur það yfirleitt eins og í sögu.
Af grönnum er það að frétta að Zeke og Sunny eru byrjuð saman, Donna og Ringó eru aftur byrjuð saman og Rebekka og Paul er byrjuð saman aftur. Lukas og Elle eru ennþá saman og...... ;)
Í bold er það að frétta að hjónaband Ridge og Brooke er að halla undir fæti vegna sonar Brooke, Rick... hann er nú meiri kjáninnn.... Og taylor biður eftir að geta fengi' Ridge - AFTUR... O M G:..
Þá vitið þið það.
Kisses, cheerios and Ciao!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2009 | 02:45
cats and dogs in adelaide
Hér hefur rignt cats and dogs síðan á laugardagskvöld. Það eru þvílík flóð í Queensland og ég veit ekki hvað er verið að væla undan vatnsleysi í þessu landi. En það er auðvitað stundum ansi þurrt hérna eins og var í sumar (januar) hérna þegar hitinn fór upp í 45 - 50 í tvær vikur.. Tveimur skólum hefur verið lokað hérna vegna þess að einhverjir nemendur greindust með svínaflensu. Nemendum sagt að halda sér heima og stinga ekki nefunum sínum út um hurðina. Það hefur ekkert meira frést af the swineflu. Las á mbl að það hafa einhver tilfelli fundist heima.
Á laugardag síðasta sátum vi í frábærum gleðiskap með skemmtilegum vinum sem við höfum kynnst hérna. Þetta er frábært fólk og það er eins og við höfum alltaf þekkst. Sátum úti langtframeftir kvöld með gítar og tilheyrandi flöskur og það var hið huggulegasta kvöld. Við erum góður hópur sem hittumst af og til og gerum eitthvað sniðugt saman. Í þetta sinn hittumst við í úthverfi frá Adelaide og gengum aðeins um í bæinn þar. Ferlega krúttulegt. Fullt af antikbúðum sem eru út um allt hérna og það er svo gaman að ,,browsa" í þeim. Fundum dýrabúð og allar dýrabúðir hér selja hunda sem eru til sýnis í glerkössum (greyin hundarnir...) en D og E verða alveg óð og fengu að halda og knúsa, Það er ekki spurning - þegar við komum heim verður hundur keyptur.
Davið var að slá grasið hérna um helgina og kom hlaupandi inn því hann rakst á Redback spider.. Vá núna er maður orðin kaldur heldur betur... því ég ákvað að taka myndir af kvikindinnu áður en ég sendi það til spiderheaven..dodgy bastards..... en þessi kvikindi eru greinilega hérna út um allt og ég segi það - margt má venjast... hahhaa..
have a nice one y´alll!!!
G´day!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2009 | 01:11
erfitt líf í Oz.....
D og E eru í skólanum að læra eitthvað merkilegt eflaust. Gumsi er í vinnunni og ég er alein heima með góða góða haustveðrið. Ef ég væri með bílinn mundi ég skjótast niðrá strönd. Við erum eiginlega aðeins og langt frá henni til þess að ég geti labbað, það tekur sko um 20 min að keyra þangað. Veðrið er geggjað og það er spurning um að leggjast bara á sólbeddann og sleikja sólina í dag.
What a life!!!!
Kom við í the newspapershop og náði mér i eintak af Who - allt slúður sem nauðsýnlegt er að vita um allt og allla einmitt núna. Fékk mér kaffisopa með Maríu sem er með flensuna núna. Hún gaf mér grískt kaffi, nýristaðar möndlur og ferskar valhnetur. Hef aldrei á ævinni minni finnst valhnetur góðar, en þessar voru bara alveg dásamlega góðar. Það smakkast allt svo vel hérna, eflaust vegna þess að það hefur ekki þurft að ferðast með flugvél yfir hálfann hnöttinn til þess að vera svo selt í búð heima á skerinu. Ég er einginlega tilneydd til þess að segja frá því að hann Davið okkar náði svo flottum árangri hér í skólanum, það var lestrarpróf og hann náði hæsta ,,score" í öllum skólanum. Kennarinn kom og ræddi við mig um þetta og fannst þetta mjög merkilegt vegna þess að hann var alveg nýfluttur hingað.... Segið svo að playstation og tölvuleikir beri ekki góðan árangur!!!!
Well, skyldan kallar... það er sólbeddinn minn.....
Ciao everyone!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2009 | 00:36
til hamingju ísland!!!
Held að það sé bara við að hæfi að segja:
TIL HAMINGJU ÍSLAND.....
Við horfðum á keppnina í gærkvöldi hérna (sunnudagur) og það var voða gaman. Það var skrifað í blöðunum að það ætti sérstaklega að fylgjast með íslenska laginu. Og það gekk svona glimrandi vel bara! Hérna er engin söngvakeppni haldin.. eða hvað - ...
Ég eldaði þennan nýstárlega og stórkostlega morgunverð um helgina. Köllum hann ,,eggs in heaven". Þetta eru ,,poached eggs " sem heitir hvað á íslensku??? hm.. hef ekki hugmynd.. allavega eru eggin soðin í plastfilmu sem smurð er með smá olíu innan í og það er svo soðið þanning í 4 - 5 mínútur.
Á meðan er gott að gera ,,croutons" úr 3 sneiðum fransbrauði. Skorpan skorin í burtu og brauðið skorið í teninga og þeir ristaðir á pönnu með slatta of ólífuolíu. Látið þá verða gullinbrúna og setjið þá svo á eldhúspappír.
- Tómatar skornir smátt, fersk basilblöð, eða steinselja er skorin smátt, jafnvel smá mozarella með, og smátt skorið og léttristað bacon ef það er til í ísskápnum..
- Raðið þessu fallega á djúpum disk, eggið fer efst á tómatönum og dreypið olíu, grófu salti og skvetta af nýmöluðum pipar yfir.
- Látið baconið efst yfir eggið og berið fram. Þetta er yndislegur morgunmatur.
Einmitt núna er ég að fá mér morgunverðardjús, þetta er rauðrófusafi með selleri og engifer í - afar hollt og hreinsandi. Sólin skin og það er smá vindur. Spáið í það haust hér og vor hjá ykkur.
Anyhow, have a nice one and be good!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 00:20
surfing australia
Það er komin fimmtudagur hérna hjá okkur og við höfum frétt aðísland komst áfram í Euro!! Til hamingju með það!! Hér getum við séð Eurovision á föstudaginn, laugardaginn og á sunnudaginn. Það er svo ofboðslega mikið af innflytjendum hérna frá Evrópu að það er spes rás í sjonvarpinu fyrir okkur!!!
Ég dáist enn af haustinu hérna og að fara út á morgnanna þegar ég geng með krakkana í skólan, það er engu líkt. Allt svo ferskt, ilmurinn af öllum blómum og trjám er unaðslegur. Í skolanum hjá krökkunum er náttfatadagur bráðum. Mér finnst það vera svo skemmtileg hugmynd að láta alla krakka koma í náttfötunum sínum þangað!! Skólinn þeirra er fínn og þeim gengur svo vel þar.
Var að lesa í dagblaðinu hérna, að surfaramaður sem var bitinn af hákarli fyrir um 3 mánuði síðan og missti þá handlegg og fót er byrjaður að surfa aftur - ég meina það, lærir maður ekki af mistökunum sínum!!!!! ha??? En hér er surfing svo mikill lífsstill, þetta er eitthvað sem fólk verður að gera bara. Og að sjá liðið surfa, það er geggjað!!!
Ætla að setja inn einvherjar nýjar myndir.... Fylgist með...
have a nice one...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2009 | 00:24
anzac day og haustið...
Það er svo fallegt hérna um haustið að ég held að ég muni aldrei gleyma því. Tréin eru svo falleg og eins og hef hef þrasað um áður þá eru appelsínur og mandarínur og svartar ólífur á flest öllum trjám hérna. Ég þarf að stelast í eina appelsínu af einvherju tré bara til þess að smakka og athuga hvernig þær eru svona beint af tréinu.... Þaðer búið að rigna mikið undanfarið þannig að grasið er orðið grænt hér í garðinum og það er mjög fallegt. Laufblöðin eru með allskonar liti og að vera úti í göngutúr er dásamlegt.
Það venst virkilega vel að búa hérna. Hins vegar er allt allt öðruvisi að koma sem túristi hingað í tvær-þrjár vikur og fara svo en að búa hér alveg. Sem túristi get ég vel ímyndað mér að maður verður alveg sjúkur í þetta land og vill hvergi annar staðar vera. En að búa hér er svo annað mál þvímaður kemst að svo miklu miklu meria um hvernig allt virkar hérna. MIkið á ég eftir að sakna þess að fara út í búð til dæmis og versla grænmeti og ávexti.. setjast inn á kaffíhús og fá sér vinglas eða latte og fylgjast með mannlífinu. Minn draumur er enn að fá mér ,,beachhouse" þar sem ég get setið með Gumsa mínum og sötrað glas af rauðu og horft á sjóin, fundið fjörulyktina og fundið vindinn af ströndinni... Ég er sú eina (og svo Fía) sem elska ströndina. Það er eitthvað svo fallegt við strendur... Ég held að það eru fallegasti staðir sem ég veit um í öllum heiminum.
Gummsa gengur svoo vel í náminu sínu og við erum svo stolt af honum. Krakkarnir eru áfram duglegir í sínu og Davið var að skrifa þessa flottu ritgerð um ANZAC ´s, en ANZACs eru hermenn sem börðust á vegum ástralíu í Tyrklandi í gamla daga. Þeir eru mikið heiðraðir hérna og er sérstakur dagur tileinkaður þeim hérna.
Það eru meira segja til sérstakar kökur sem heita ANZACS...
- 1 bolli hafrar, 1 bolli hveiti, 1 bolli sykur, 3/4 bolli kókós, 125 g smjör, 1 msk síróp, 1 1/2 tsk matarsódi, 2 msk soðið vatn
- ofnhiti er 150°C. Þurrefnum, nema matarsóða, er blandað saman nema smjör og síróp sem er hitað í potti þar til bráðnað.
- Matarsóðinn er blandaður með vatninu og bætt útí smjörblönduna og svo út´i hveitiblöndunina.
- Setjið svo msk af deiginu á plötu og bakið uþb 20-25 mínutur.
Gangi ykkur vel í öllu!!
cheerio!!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2009 | 07:06
soccer and footie
setti inn nokkrar myndir m.a. frá því í morgun þegar Elsa var á sinni fyrstu ,,soccer" æfingu -
EKKI football, (eða footie eins og sagt er hér...) sem ég segi alltaf.. ég meina hvað er þetta með soccer og football... æi þetta er næstum því það saman....well, ekki mín sterka hlið. En Daman skemmti sér konunglega og varð bleik og rauð í framan af þreytu og mjög þyrst og get ekki beðið eftir næsta laugardag þegar næsta æfing er.
Í þessu landi er borðað mikð af butterchicken, þetta er indverskur réttur, kanski aðeins aussielegri eftir að hann kom hingað en hann er mjög góður og það þarf þetta í hann:
kjullabringur (500 - 700 g), gulan lauk, hvitlauk, ferskt engifer, garam masala krydd, turmerik, malað kúmen, cayenne pipar, dós af tómötum, kjuklingasoð, kókosmjólk og ferskt saxað engifer.
Bara byrja malla, steikja kjúllann fyrst og svo kemur allt hitt....nota svona aðeins af öllu og ekki vera hrædd við að dassa í matinn og um er að gera að smakka, smakka og smakk...
Bera svo fram með hvítum grjónum og hreinum jógúrt.
kisses frá adelaide
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2009 | 09:48
1 mai.... nei nei.. ekki í aussie...
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ALLIR HEIMA; ég meina 1. mai og svona...
Hérna er ekkert 1. mai... Hér er bara rigning rigning rigning og vá hvað það rignir mikið og já. Aussie búar eru mjög ánægðir með það því þá fá þeir regnvatn í tankana sína sem þeir geta drukkið ef þeir vilja - já, sumir gera það hér, hreinsa það fyrst og svona.. en samt... frekar óspennandi finnst mér. Við drekkum ekki einu sinni kranavatnið hérna, erum soldið ofdekruð með vatnið heima á Iceland sko... Maður fær sér ekki hvað sem er, nei nei.
Brúðskaupsafmæli okkar....... og hvað er það..plast??? stál.. æi ég veit ekki...
Í dag er brúðkaupsafmæli hjá okkur Gumma. Hugsið ykkur, við höfum verið gift í 10 ár. Jee minn. Það var líka rigning á brúðkaupsdaginn okkar í ,,denn" þannig að þetta er allt eins og það á að vera..hahaha... Við skáluðum í ,,cleansing juice" sem er blanda af rauðbeðum, engifer, selleri og gulrótarsafa.. damn hvað við erum komin mikið i hollustuna. Já það er annað hvort svart eða hvítt hjá okkur hjónunum, aldrei grátt... hahhaha..
Keypti svooo fínar mandarínur hérna í dag... Það er sko mandarínutíð og allt fullt af þeim hérna núna. Hrikalega góðar. Þarf að taka myndir af þeim og sýna ykkur... Og svo fórum við til slátrarans og keyptum smá kjöt.. Og vitið þið hvað!! Hann seldi PRINS PÓLÓ!!!!! Fyndið, finnst ykkur ekki??? Það er bara allt svo fyndið hérna í aussie...
Well well, have a nice one....
Ása kæra sæta fallega vinkona á afmæli í dag, 1 mai.
Til hamingju með það esskan!!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 00:54
svínapestin komin til aussie
Það er búið að rigna svo mikið hérna undanfarið að veðrið var í raun bara eins og heima með rok og tilheyrandi læti. En í dag, miðvikudag er loksins komin sól aftur og 20 stiga hiti. Dásamlegt. Um helgina skruppum við fjölskyldan í sveitina í partý hjá vinnunni hans G. Þau búa í Mount Pleasant sem er um 45 keyrsla héðan frá Adelaide. Það var mikið húll um hæ og gaman að hitta fólk sem eru ,,migrants" eins og við. Þarna var fólk sem ný var búið að flytja hingað frá UK og eru svona að reyna finna sig hérna eins og við. Gaman að því.
Svínaflensan ógnar hérna eins og annar staðar í heiminum og eru komin einvher tilfelli hérna af henni. Þetta er nú meira ástandið í heiminum, skiptir engu hvar maður er staddur greinilega. Hvernig er þetta á Spáni hjá henni Rósu minni?? Er þetta komið þangað líka???
Ég skilaði lokaritgerðinni minni í gær og mikið var það góð tilfinning.
Til hamingju ég með það!!!!!
Gummi er búin að ganga mjög vel í sínum verkefnum í mastersnáminu sínu þannig að þetta er allt á góðu róli hérna. Smá erfitt að byrja aftur í skólanum hjá D og E eftir tveggja vikna frí, en það er alltaf erfitt að fara í rútinuna aftur. Ég ætla að drífa mig á uppháldsgrænmetismarkaðinn minn og kaupa eitthvað af grænmeti í dag, það er ótrúlega skemmtilegt að kaupa og velja það er sem komið alveg nýtt og ferskt beint úr görðunum. Þegar maður labbar um hverfið núna, þá eru apelsínur, epli, mandarínur, og ólífur á fullu að verða tilbúið. Það er svooo fallegt að sjá hvernig tréin breytast og ávextir og grænmetið með þeim.
bestu kv héðan frá Adelaide
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)