Færsluflokkur: Dægurmál
3.7.2009 | 00:45
it´s twitter time!!!!
Allt í svaka stuði hér í Oz eins og alltaf. Fylgist grannt með tístuna hans Ruddies (PM) á Twitter - já hver gerir EKKI það eiginlega??? Hann er bara fyndinn!! It´s twittertime Ruddie....Grín a la Aussie...
Hey, það er svoo margir sem eiga afmæli í júli að við verðum bara að óska þeim öllum til hamingju hér með!!
Til hamingju öll júli afmælisbörn!!!!
Núna er komið að tveggja vikna frí hjá D og E, og eftir það byrja þau á önn númer 3. og þegar hún byrjar eru þau bara tvær vikur í skólanum og svo .... er bara flogið HEIM....
Á morgun, laugardag er verið að fara í Barossa í vinsmökkunarferð... MM...... það er alveg hrikalega dásamlegt ferðalag sem ég mæli með... að fara á milli vinframleiðendur og smakka á öllu... og borða á dásamlegum veitingastöðum þar sem eru einhverstaðar í sveitinni...
Catch ya later!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 01:37
Ruddie - Pm
Afmælisstúlka helgarinnar er hún
Kolla
kæra yndislega mágkona min, litla systir Gumma!!!
Hún átti afmæli á laugardaginn var og við sendum henni hamingjuóskir með daginn héðan frá Oz....
Í Oz er það að frétta að forsætisráðherra Ástrala, hann Kevin Rudd, kallaður ,,Ruddie" PM, var í skemmtilegum þætti hér í TV í gær kvöldi. Hann gat sko gert grín af sjálfum sér og hann er ferlega skemmtliegur kall!! Ástralarnir eru snillingar í svona spjallþáttum og gera grín af öll og öllum og það bæði neðan og ofan!! Þeir eru með svaka skemmtlegan húmór sem við erum alveg að fíla í botn hérna. Við lágum hér í sófanum og görguðum úr hlátri því í þættinum var líka Sasha Baron Cohen eða hvað hann nú heitir sem er með bíó myndina ,,Brüno" ... Mikil vitleysa þar en hægt að hlæja af því... Sáum myndina Hangover... Mæli með henni... Ferlega fyndin mynd þar líka... Annars er það helst að frétta úr sjónvarpsheiminum að í Neighbours þá er Dec og Bridget búin að gifta sig og þau eru búin að eignast stelpu, Libby og Dan eru alltaf að reyna eignast barn sem Susan á að ganga með fyrir þau. Já, það er svona það helsta þar á bæ ;)... OG í Bold... Ok, I´m not gonna go there, það er svo mikið bull og sagan er alltaf að endurtaka sig þar. ég verð stundum svo þreytt á þeirri sápu-súpu en horfi SAMT.... O m G... en well....
Ég og Sue vinkona fórum í stelpubúða leiðangur á laugardag og sposseruðum saman í allar fata- og skóbúðir sem við sáum og mikið er til af flottum förum hérna... Það er dásamlgt að fara í þannig lei´ðangur ánþess að hafa karla með sér sem verða órólegir og geta ekki staðið kyrrir á meðan maður er að skoða allt... Þið vitið hvað ég á við er það ekki??? Veðrið er dásamlegt núna, yndislegt vetrarveður með sól og hlýju og hægt er að refsa kaffihúsunum almennilega og sitja þar úti á stett með góðum soyalatte og bara láta sólina skína á sig...
Stay Cool - stay true... Cheers!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 02:36
new pic´s!!
Hef sett inn nýjar myndir í albúmið!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2009 | 01:49
dodgy and wonderful things in Aussie
Balli Björn!!! Það verða engar kóngulær teknar með heim - bara svo að það sé alveg á tæru sko!!!
Ég á eftir að sakna ýmislegt héðan frá Aussie þegar við kveðjum þetta land... Reyndar EKKI skriðdýrin þótt ég verð ekki alveg eins hrædd við þau og ég varð fyrst... Núna næ ég bara í spraybrúsann og spreya.. María vinkona er með kúst undir rúmið sitt og þegar hún sér eitthvað skriða þá er bara kústurinn fram og lamið - fast..... Hef hins vegar ekki séð slöngur hérna í garðinum og er bara mjög ánægð með það. Ég á eftir að sakna strendurnar hérna, sandinn sem er eins og fínmalað hveiti og vindinn sem er eins og silki, þegar hann er heitur.. Kaffihusin verða sárt söknuð... það er svo mikil kaffihúsastemning hérna sem er svo notaleg.. Hægt er að setjast niður hvar sem er og fá gott kaffi eða rauðvinsglas.. Fuglalætin sem eru á morgnanna og göngutúra um hverfið og skoða alla fínu garðana og finna góðan ilm allstaðar og sjá ávextina sem eru ,,in season" vaxa allstaðar.. Það verður líka sárt saknað að fara í ,,The Church of Dan" sem er ein af ,,the bottleshops" hérna og kaupa nokkrar flöskur af vini fyrir litinn pening... Við höfum kynnst svo góðu fólki hérna og það á eftir að verða mikil sorg að kveðjast........En svo jafnast ekkert af þessu á við að fara heim og hitta þá sem manni þykir vænst um i öllum öllum heiminum... ;) Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum í heiminum þá hef ég loksins fattað það að það hefur allt sína kosti og sína galla eftir því hvar maður býr. Maður getur ekki fengið allt og það sem skiptir mestu máli er að vera með fjölskyldu sinni og nálægt þeim!
Við skelltum okkur í bío um daginn. Hér er það bara algjör lúxus.. Poppið og Coke er dýrara en sjálfur bíomiðinn!! That really shitted me off, eins og maður mundi segja hérna......Arrrghhh!!! Mér finnst það alveg ótrúlegt!!! Tók mig loksins til og sló grasið hérna, ferlega var ég dugleg... Þannig að núna tuða ég ekki um það - í bili....
Well have a nice one today... don´t be no wankers y´all....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 02:58
huntsman spider i Aussie....
Í garðinum hjá okkur er lítið hús sem kallað er ,,grannyflat". Já, þetta er litið hús með einu herbergi sem hægt er að búa í en það er bara tómt hjá okkur - fyrir utan þessa kóngurló sem var þar um helgina. Þetta er kvikindi sem heitir Huntsman spider, og er stórt kvikindi. Ég tók ekki þessa mynd en ég tók samt nokkrar myndir af henni áður en ég lokaði hurðinnni. Þegar ég ætlaði að gá að henni í gær þá var hún horfin. Var ég hrædd?? Já frekar, en hún var upp í loftinu þannig að hún ætlapi ekki að éta mig - þá allavega... haha. Það er víst vont að verða bitinn af þessari tegund, en hún drepur ekki. Konukóngulær eru líka bæði stærri en karlarnir og miklu grimmari. Þessi sem ég sá inni húsinu var jafn stór og lófinn á konuhönd hugsa ég. Er fegin á meðan ég finn þetta ekki inni í sturtuklefa...
oj bara!!!
have a nice one!!!! Cheers!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2009 | 00:50
Howdy!!!!!!
Og ég er ekki enn búin að nenna slá grasið hérna.... Það er svoooo leiðinlegt og sérstaklega að raka það saman - ég fæ alltaf blöðrur í lófunum af því... En ég held að ég verði að fara að gera það í dag.. Well , sjáum til með það...
Helst í fréttum frá Aussie er það að það er búið að handtaka konu fyrir að skipuleggja morð á máginn sinn. Þessi kona var gift manni og átti með honum tvo syni sem voru miklir krimmar i melbourne. Það er búið að drepa eiginmann hennar og syni hennar, en núna er talið að hún hafi skipulagt morðið á mági sinum þar sem hann hefur falið fullt af peningum sem maður þessarar konu átti. Þetta er eitt stórt krimmabæli þarna í Melbourne. Maðurinn var skotinn til bana um miðjan dag þar sem hann sat og drakk kaffi sitt á kaffíhús sem hann var vanur að fara á. Fullt af fólki í kring og bara ,,bang bang". Enda stöðva þessa morðinga ekkert. Sonur konunnar sem núna er handtekinn var t.d. drepinn þegar hann settist upp í bil sinn með þrjá krakka, hann átti tvö af börnunum, eftir krakkafótboltaæfingu. Þar var hann skotin til bana í bilnum af manni sem síðar sjálfur var drepinn. það er alveg lygilegt að fylgjast með þessu öllu.
Hins vegar bakaði ég Epla Tarte Tatin um daginn sem smakkaðist líka svona svakalega vel. Það er alltaf þannig - það sem er einfalt bragðast yfirleitt alltaf best.
AC/DC er með tónleika - TVO tónleika hér í Adelaide, í byrjun næsta árs.!!!! Ég er að naga handabakið af mér vegna þess að ég kemst ekki til að sjá hetjurnar mínar frá unglingsárunum!!! Þeir eru víst með þannig hljóðkerfi að Adelaide borg hefur miklar áhyggjur af hávaða fyrir þá sem eru EKKI hrifinir af þessari tónlist...
Have a nice one!!! Cheers!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2009 | 03:49
vinberin í aussie
Það er loksins komið hlýrabolsveður hérna suður á hnettinum!! vei vei vei!!! Miklu skárra en að hafa kalt og rigning eins og er búið að vera undanfarið!!!!
Þarf eiginlega að fara að slá grasið en það er svo helviti leiðinlegt að ég nenni því ekki. Best að bara fá sér annað vinber og fara halla sér á sólbekkinn.. ;) Gummi hamast við að lesa og skrifa og ég hamast við að prufa nýjar spennandi uppskriftir inn á milli. Best að nota tækisfærið á meðan við erum hér ennþá - já best að tilkynna það hér með svona ,,opinberlega" að við erum á leiðinni heim.. Heim til Klakans yndislega og frábæra - er það ekki??? En reyndar bara ég og D og E... Við skellum okkur heim núna því við erum búin að fá nóg í bili af Oz og allt það yndislega sem hér er... ég meina það - Oz er ekkert að hverfa þannig að þá skýst maður bara aftur hingað ef manni langar... ekki málið.... ;) Við leggjum í hann héðan í byrjun ágúst og það er bara frábært. Gumsi þarf að klára sitt nám hérna og tritlar svo yfir til okkar fyrir áramót... Ekkert ómögulegt í lífinu og um að gera að gera ALLT alllt allt allt....
Have a nice one - stay cool.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2009 | 00:35
be cool..
Svo ég segi meiri fréttir af ,,vetrinum" hérna að þá er allt orðið hvítt í Victoriu fylki, alla vega var það þannig í gær. Það er fylkið sem varð fyrir miklu skógareldum í janúar minnir mig að það var. Hér - oh mæ.. engin snjór, en frekar napurt úti. Gat reyndar legið í sólinni í gær og hlýjað mér, því það er heitara úti en inni í húsi. Af pestum er það að frétta að Elsa er búin, ég er alveg að klára mina, Davíð er rétt byrjaður og Gummi eru að byrja á sinni pest... Þá eru allir búnir..
Ég hugsa til margra þessa dagana sem eiga erfitt eins og er. Það eru vinir og vinkonur heima á íslandi og svo líka heima í Svíþjóð!! Ég hugsa mikið til ykkar og kveiki á kertum fyrir ykkur. Ég skil ekkert í því hvers vegna lífið er svona óréttlátt stundum að taka þá frá manni sem maður elskar mest. Það er mér alveg óskiljanlegt. Erfiðleikar koma og fara, já, og við lærum af sumum þeirra en hvaða tilgang þjóna hinir? Verum góð við hvort annað, það er svo einfalt, hugsum fallega til annarra og brosum. Hugsum vel um hvort annað og um fjölskylduna okkar og vini.
Don´t worry - be happy -
There ´ll always be things I can´t change and worrying
about them won´t make them go away..
Stay cool Stay true...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 00:26
Vetrarveiki í Aussie
Hér erum við komin með ,,vetrarpest"... Það er hálsbólga, hósti og hor sem herjar á okkur hér í Paradís... ENda er svo sannarlega komin vetur... Það er blautt og kalt á hverjum degi og mér finnst það hræðilegt!!!! Hefðum frekar átt að flytja til Darwin... en þar eru þeir líka með sitt ,,rainingseason" so... Well, might just be happy... Fórum á laugardaginn og skoðuðum dýr, hitti kengúrur og slöngur, sem Davið heldur á eins og ekkert sé.. hann er svakalegur drengurinn.. Þar voru líka kóngulær, þið vitið Red back spider sem ég hef sagt ykkur frá sem ég hef hitt nokkrum sinnum hér í garðinum... Þær geta drepið mýs - og borðað þær!!!! Þær hafa svo sterkan spotta sem þær spinna að þær geta dregið það sem þær drepa upp með spottann og svo byrjar veislan... Þessi kvikindi eru rosaleg. Enda vorum við að drepa stóra , já ST'ORA kónguló inn í bílskúr um daginn, ætli hún hafi ekki verið svona 10 cm yfir búkinn og þá eru ekki fæturnar taldar með. Drápum hana, og svo var önnur minni sem við fundum á svipuðum stað - fyrir aftan hurðina inn í bilskúrinn... og drápum hana auðvitað líka.... En damn hvað maður verður ,,showaður" í þessu kóngurlóastandi...
Kiktum í Glenelg með krakkana á sunnudag og þar fóru þau í Beach house, sem er lítið spilavíti fyrir krakka, þar fara dollararnir fljótt.. hahhaha... en þeim finnst svaka gaman.. Þar sem það var frídagur í gær var mimkið stuð á Aussiebúum á sunnudagskvöld, allir að fá sér tána, meira en venjulega og mikil læti...
Stay cool...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2009 | 23:34
birthday with pressies and bikkies....
Á morgun 4 júni er afmælisdagur Davíðs engladrengs og svo
hennar móðir minnar.
Innilega til hamingju með það bæði tvö!!!!
Mamma verður...öh.... 25 og Davið held ég verði .... 17.. eða þannig...
Hér er annars pestagangur og frekar dauft allt.
Komin vetur og það er bara kalt... brr...
og Fía - passaðu þig í London, en skemmtu þér rosa rosa vel...
Það er alveg óhætt að kasta kveðju á okkur í gestabókinni..
hún er svo rosa rosa litið notuð....
Kisses huggies y´alll!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)