pertaringa og clipsal í adeladie

Það er komið haust. Ég sé það vegna þess að laufin eru að verða rauð og gul hérna. Það er líka komin svo yndislegur hiti. Það er kalt og frískt á  morgnanna og svo hitnar með deginum, upp í kanski 30. Sit úti í garði núna og er að fá mér hvítvinsglas. Hvítvinið kemur frá Pertaringa (www.perartinga.com.au ) og það er hrikalega bragðgott. Þegar ég sting nefinu i glasið er bara eins og það sé heil ávaxtakarfa þarna.. svona á þetta að vera...

En... það er 20 mars í dag sem þýðir að ammadúlla Davíðs og Elsu, móðir Gumsa, mín kæra tengdamóðir, á stórafmæli í dag!!!

Til hamingju með daginn!!

vildi að við værum með ykkur!!!! það senda allir knús og kossa til þin!!!!

Þessa helgi er kapp aksturs rall hér.. held að ég sé að segja rétt.. Það er búið að umbreyta miðborginni í kappakstursbraut og bílarnir bruna eins og eldingar hér um. Það heyrist í þeim hingað til okkar sko.. Í miðbænum er fullt að kappakstursfólki, allír i merktum bolum og með derhúfum... Það er fullt á öllum kaffihúsum og á fólk er byrjað að fá sér í tánna SNEMMA... týpiskt ástralar... ææ... þetta er fyndið fólk...  maður venst þeim svo vel.. Þaðe rverið að keyra alla heglina hérna..

http://www.clipsal500.com.au/2009-bring-it-on/

þarna getið þið séð hvað þetta er.

Jæja best að halda áfram að drekka þetta dásamlega hvítvinið mitt...

have a good one...


wankers and buggez

Um helgina var brunað í Mc Laren Vale og suður með sjó eins og sagt er á góðri (?) íslensku. Fyrsta stoppið var á Silver Sand beach sem er rétt hjá bæ eða þrop sem heitir Aldinga. Það var ferlega hvasst og stórar öldur þennan dag. Þetta er ein af fáum ströndum í Ástralíu þar sem leyft er að keyra bíl. Það voru ekki margir að baða sig þennan dag nema örfá kríli sem köstuðu sér í öldurnar þarna. Ferlega skemmtilegt eflaust... Við Elsa sættum okkur við að tína fallega steina sem voru þarna í sandinum.

mclaren vale 14 mars 09 adel 042

Svo var keyrt í Mc Laren Vale en það er annað stærsta vínhéraðið hérna.. er ekki viss um að ég fari rétt með, en það er Barossa vínhéraðið og svo er það McLaren Vale.. hér er t.d. Rosemount vínframleiðslan sem margir kannst við heima... Við heimsóttum nokkra staði, og það er svoo notalegt að labba inn the cellar door og það er svo vel tekið á móti manni og maður smakkar það sem maður vill og þetta smakkast allt svo ljúft.... og svo er keyrt á næsta stað... og næsta....

Hér er ekki talað um drunk driving, heldur drink driving... það þarf að passa sig soldið á því hérna. Það drekka allir og byrja snemma líka á daginn.

en hvað með það þannig er það hérna í SA.

Við borðuðum ofsa fínan mat á dásamlegum veitingastað þarna einhverstaðar  sem var vel falin bakvið einhverja runna...

Myndir inn á mynda síðu.

Have a nice one and dont be no wankers t´day y´all...

cheerios


killing a spider

Þetta kvikindi var ég að drepa áðan. Ég varð svo hrædd og ég fékk gæsahúð sem kom og fór og óhætt að segja að hárin hafa risið á hnakkanum á mér.

Sá köngulónna í gær fyrst undir eldhúsglugganum, úti í vef. Fannst þetta vera ansi stórt kvikindi en lét það eiga sig, Gummi hefur sagt mér að vera ekki að drepa þær þvíþær borða flugurnar hérna.. þannig að ég hlýddi. En í dag sá ég að það var rautt strik ofan á  henni og þa´vissi ég;

Redback spider....

Ég úðaði með eitrinu og hún vildi ekki drepast strax þannig að það var bara the newspaper kill sem tók við....

ARG!!!!! þetta kvikindi getur drepið og ef maður er bitinn er það vísst mjög mjög vont og maður þarf að komst til læknis!!
Hallóóóó!´Hvar erum við eginlega?? Ég vissi að þetta væri til hérna en jee minn og ég er alltaf viðbúin að hitta þessi kvikindi en að svo hitta þau....

Best að fá sér einn Whiskey og róa taugarnar...

Var að lesa stórkostlega bók, hún heitir á ensku ,,the persuit of happiness" og er eftir Douglas Kennedy... Mögnuð bók, mögnuð ástarsaga sem gerist 1945 og frameftir í NEw York á Manhattan. Mæli svo mikið með henni... þarf eiginlega að lesa hana aftur.... Ég grét og lifði mig svo mikið inni þessa ótrúlegu sögu...

Have a nice one...

Tedda og Co..

Ég hata spiders.


boags i hádeginu...

Það er komið kvöld hérna hjá okkur og það heryist svo hátt í ,,cikadorna",, já hvað heita þessi dýr á íslensku??? Það eru svona tikk tikk tikk  stanslaust tikkelitikk suð í þeim.. engisprettur? er það það?? veit ekki en um leið og fer að dimma hérna fer að heryast í þeim. Þeim er eflaust borgað fyrir það að vera með þessi læti. Það er spáð hitabylgju aftur - en spennandi!!!! eða ekki...

Í morgun fórum við húsbóndinn á eitt af mínum uppáhaldskaffihúsum hér í adelaide, það er að sjálfsögðu hjá ströndinni - reyndar eiginelga Á ströndinni, því maður fær sand á milli tánna af að sitja þar. Þar sátum við í meira en tvo tíma og bara lásum, drukkum kaffi og fundum fyrir vindinum og sáum bláa fallega hafið. Maður situr úti þarna eiginlega undir pálmatrjánum.Ég fékk mér göngusprett út með sjóin og það er bara gjörsamlega dásamlegt að vera þarna. Pálmatréin hvísla í kringum mann og það er mjög fámennt svona snemma og líka, það er virkur dagur... þetta erlska ég við að vera hérna, enda er ég svooo mikil strandar kelling, ég veit ekki hvað það.. kanski er það eitthvað frá því ég ólst upp því við fórum mikið á ströndina þá alltaf þegar ég var litil. Við Gumsi vorum að reikna það út að við eigum 10 ára brúðkaupsafmæli núna 1. mai. Spáið í það.. damn hvað tíminn er fljótur að líða.... erum að spá í að skreppa til Melbourne.. við Elsa erum orðnar svo æstar í að komast á Ramsey street, það væri bara fyndið. enda er ekki annað hægt en að fylgjast með neighbours hér!!!

adelaide mars 09 085       adelaide mars 09 092        

Á ströndinni í morgun... komin með bjór..Boags frá Tassie, eða Tasmania...

See ya and have a nice one! Ta!!

 

 

 

 

 

 

 

 


Foodland og Coles

 

Þetta er ein af matföruverlsunum sem við verslum í hérna. Frábær búð með alls konar góðu hlutum í. maría nágrannakona elskar að versla í foodland og hún kom til min um daginn og sagði mér frá því að núna væri Coles að hætta hérna á magill road, sem er hér hjá okkur og Foodland væri að koma í staðinn!

gleði gleði gleði..

þarna sjáið þið Coles.. það er sko aðallega Coles og Foodland hérna.

en það sem ég ætlaði aðsegja ykkur frá, var að um daginn skruppum við inn í Foodland til að ná okkur í mjólk. á meðan við vorum þarna inni fór viðvörunarkerfið í gang og áður en við vissum af var komin lögreglubíll á staðinn. Þar sem viðrum stödd hjá kassanum heyrðum við þetta allt...

Það var starfsmaður sem hafði eitthvað verið að þurrka af undir kassanum og óvart rekið sig í takkann svo öll herlegheitin fór i gang. Og þar sem útkallið kostar um 300 AUS, sem er um 25 þúsund kall þá verður það dregið af laununum hjá viðkomandi starfsmanni.

úps!

Okkur fannst það helvíti hart en um leið fannst okkur þetta vera dæmigert fyrir Suður ástralíu. Þetta er allt svona hérna. Það þarf að kvitta á allt, eins og í skólanum hjá D og E þá koma öruggulega 3 til 5 miðar sem þarf að undirrita i hverri einustu viku um i eitthvað sem þarg að leyfa börnunm að gera. Það þurfti að undirrita blað sem dæmi um að börnin lofuðu því að fara ekki á netið í tölvutímum... Í sjonvarpinu eru alltaf auglýsingar um að maður eigi að tilkynna hvort maður verður var við undarlega hluti, það má ekki vökva og nágrannar fylgjast með því líka... Það er alltaf einhver stóri bróðir alls staðar hér sem fylgist með manni svo maður hagar sér nú ..rétt". heppin við, ha???

veðrið er alveg að standa sig, það er um 20 til 25 stig, engin sól og bara í lagi sko. Núna er að koma 3 daga helgarfrí, það er ,,public holiday" hér í SA, á manudaginn. Það er sko Adelaide Cup, sem er hestahlaupaekppni. Og þá er auðvitað frí. Ástralar elska frídaga því þá kveika þeir á Grillinu og fá sér bjór og eru mep löglega afsökun!! hahhaa

have a nice one!!!

 

 


spánar leiðbeiningar

fékk leiðbeiningar frá Spáni...;) þannig að núna er farið vinstar megin í linkinn mydnir og þar

er þrýst á linkinn undir og þá kemur strax upp öll albúmin okkar héðan...

það er svo frábært að eiga góða að!!!!

kissess

the people in Oz


hvernig skoða skal myndir....;)

Til að sjá myndirnar sem ég set inn héðan

farið þið inn á linkinn sem er undir ,,myndir" hér vinstra megin

hann heitir picasaweb...eitthvað

þegar þangað er koimið er farið efst á síðuna og þar er

klikkað á ,,theodoras gallery" og þá kemur upp fullt af albúmum..

svo er bara að skemmta sér og öfunda okkur alveg

gaaaaaaasaaaaaalegaaaaaaa

mikið

að vera hér í

Aussie...

hahahhahaha..

have fun ya´ll!!!


afmælisstrákur

Í dag verður Gumsi okkar 41 árs.

Og við óskum honum svo mikið til hamingju með daginn!!!

takk fyrir allar fallegu kveðjurnar og hringingarnar!!!

gaman að fá svona fallegar kveðjur hingað hinum megin á hnettinum!!!

Húrra húrra húrraaaaaaaa !!!!

 


nýjar myndir komnar inn...

núna var ég að setja inn nýjar myndir héðan... endilega skoða og sjá hvað við erum að bralla...

Rigningin er endalaus núna og það er bara dásamleg tilbreyting.

Gumsi á afmæli á morgun, kallinn er að verða 41 og vill einsog alltaf ekkert stúss í kringum það - en innst inni er hann svo mikið afmælisbarn og finnst þetta svooo skemmtilegt...

er að fara að baka handa honum risaeðluköku.... 

fengum pakka í morgun frá íslandi!!

séð og heyrt... lakkrís, ópal og síriussúkklaði og bananasprengjur....

það er svooooo gaman að fá pakka frá Íslandi.....

huggies from adelaide in the rain....


rigning!!!!!!!

Vei vei vei veiiiiiiii..

það rignir úti!!! Stórmerki og undur!!!!!

elsa er svooo glöð þegar það rignir,

hún er svo snögg að drífa sig í regnúlpuna og út!!!!

Hefði aldrei trúað því hvað þetta mundi gleðja mann...

engin sól og bara skyjað..

þetta er dásamlegt....

úfff

hvað maður verður truflaður

af að´búa hérna....

huggies from

hákarlaoz...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband