23.4.2009 | 07:55
pumkinsúpa og önnureldamennska í rigningunni
Það hefur rignt í allan dag og það hefur verið ferlega notalegt. Fórum í góðan göngutúr í rigningunni og viti Þið - það var engin úti nema við!! haha, enda er fólk hérna ekkert sérlega vel við rigninguna, ég meina þegar það er rigning og D og E eru í skólanum mega þau ekki vera úti, Come on!!!! hvað á það að þýða... Það er einmitt hitt og þetta sem er svo skondið við Aussie.
Í gæt flatmöguðu ég og Elsa á ströndinni í 28 stiga hita og í dag er það bara flíspeysan takk fyrir!!! soldið eins og heima þegar maður fær allar veðurtegundir sem til eru og á sama klukkutímann... haha, ´næstum því alla vega.
Ég eldaði pumkin súpu áðan, sem sagt Graskerssúpu, það er afskaplega ástralskt og hún var alveg ofboðslega góð!!! Það sem þarf í súpuna er:
1 grasker, svona 1 - 1,5 kg, 1 gulan lauk, góðan engifersbút, 2 tómata, þetta er skorið gróft og sett í pott með rúmlega 7 dl vatn og 2 dl kjúklingasoð. Látið sjóða í um 25 mínútur og maukað með töfrasprota. Hitað með rjómaslettu í (svona 2 dl) og berið fram - njótið vel, þetta er dásamleg súpa.
Skellti í marmelaði líka fyrst ég var byrjuð og það varð apelsínu- og sitrónu marmeðlað..urðu rúmlega 7 krukkur... Elsa bakaði skonsur sem voru svona ægilega fínar hjá henni... Já ég fæ svona köst stundum og bara framleiði.. en það er jú eitt það skemmtilegasta sem ég geri og Elsa er alveg að komast upp á lag með það líka...
Cheerios darlings!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2009 | 02:19
haustið er komið
Oh mæ, það fer allt úr skorðum þegar börnin fara í frí. Rútinur falla algjörlega og ekkert verður eins... Önn 1 var að klárast og þá er tveggja vikna frí áður en önn 2 hefst. Síðasta vika voru miklir letidagar hérna, nema þá ég sem er að berjast við lokaritgerðina mina og svo auðvitað Gumsi, sem er að berjast við nám sitt. D og E hafa það huggulegt, eru að leika sér við vini sína. Ég stalst með þeim í bío í gær og sá mjög svo fyndna mynd, heitir 17 again og það var sérstaklega maðurinn sem leikur vin aðalleikarans sem var svo fyndin því ég sá alveg Davíð fyrir mér sem hann, þegar Davið verður eldri. Þið vitið alveg hvað ég meina ef þið sjáið myndina. Allavega, skemmtileg mynd. Hvað er annað að frétta?? Fór á þennan líka stórkostlega grænmetismarkað á föstudaginn og ég hef aldrei séð annað eins. Málið var að grænmetið og ávextirnir voru svo fallegir, það var ALLT fallegt, ekkert skemmt, laukarnir voru alir svo fallegir, og ég klikkuð.. Tek myndir af fallegum ávöxtum. Það er bara eitthvað við fallega ávexti og fallegt grænmeti sem heillar mig svo mikið. Liturinn, lögunin, ilmurinn,..Fékk bestu vinber þarna sem ég hef nokkurn tíma smakkað. Þetta er eitt það besta við að búa hér hugsa ég.. og svo veðrið auðvitað.
þessi mynd er reyndar frá markaðnum i bænum og heitir Central Market en sá markaður er líka alveg dásamlegur. Mæli ekki með að fara þangað svangur..;) Það er komið HAUST!! Laufin eru gul og rauð og brún.. en svo er hitinn um 20 til 25 og það er svona silkumjúkt haustveður. Kvöldin eru orðin soldið köld, en dagarnir eru dásamlegir.
Kosningar næstu helgi heima... Er ekki bara málið að kjósa RÉTT??? Eða þannig... las á mbl að ástþór er AFTUR að bjóða sig fram og vera með læti.. ótrúlegur náungi...
Well, have a nice one darlings...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2009 | 09:03
og svo er það Red back enn aftur..... shit!!!!
Ok, ég hélt að þetta væri búið en það var það ekki. Í dag fann ég þetta kvikindi AFTUR í garðinum.. I hate it so MUCH. En samt varð ég ekki eins biluð af hræðslu í þetta sinn... samt situr það í mér hvernig ég var næstum því ´buin að lyfta pottinum sem kóngurlóin var í og bera pottinn á annann stað.. og ef ég hefði gert það, þá hvað EF kóngurlóin hefði komið og bitið mig... og EF......Gummi kom út og ég benti honum á þessa stóru kóngurló þarna í pottinum... Þá sagði hann.. váááá.... og hún er með rautt strik á bakinu... þá tók ég eitt ´stórt skref tilbaka.... og svo var hún fór hún til eitursefnahimins.... var óskaplega fegin að Gumsi var heima, núna hefur hann líka fengið að sjá þær....
hér er afar áhugaverð síða um dangerous spiders
http://www.austmus.gov.au/spiders/
já það er eins gott að vera lesin um þetta því þá er ég svona aðeins rólegri... eða þannig...
cheerio...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 03:48
new pics og bara ekkert í fréttum....;))))))
Hæhæ, hér sit ég í flíspeysu og með grifflur á höndunum, því það er kalt í dag hérna. Brrr... um 18 stiga hiti og það er sko eins og það er kaldara hérna en það er heima þegar hitinn fer upp í 18, ég meina það þá erum við komin í ´solbað og úr öllu ;).... En hérna er kuldinn allt öðruvísi.. Svo breyttist klukkann hérna í gær og það ruglaði mér upp úr öllu valdi, núna erum við komin á vetrartíma og þá er það þannig að við erum 9 og hálfann á undan ykkur þarna í norðurhafinu. Páskar ap koma og allt að springa út heima, var að frétta að blómin eru farinn að kikja uppúr moldinni hjá Grund og það er svo fallegt að sjá það.. Hérna detta laufinn af trjánum og það byrjar að rigna. En það er notaleg spá í vikunni. Núna þarf ég bara að mun að sækja snemma á fimmutdaginnn því þá er síðasti kennsludagur fyrir páska, þá þarf að sækja tvö og ´´eg hef sko gleymt því áður og þá var hringt í mig og spurt hvort ég ætlaði ekki að koma og sækja.. haha...
Setti inn smá nýjar myndir frá því síðasta strandarferð... og svo Davíð að vaska upp.. Hann er að vinna sér inn fyrir nýjum leikjum drengurinn...
Cheers!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 03:41
smá kvart og kvein....
Stöðumælaverðir hér í Adelaide eru baraaaa fyndnir - eða ekki. Þeir eru í hnotskurn það sem að okkar meti eru ástralar. Nota hvert tækifæri sem gefst til þess að sekta mann. Ég meina það, spáið í það að vera að fara með börnin i skólann og margir á bil og það þarf að stoppa, annað hvort til að hleypa krílunum úr eða þá til að fylgja þeim á staðinn. Og á meðan eru verðirnir með blokkina sína að skrá og sekta. ég sé þetta alveg í anda gerast kl 8 um morgunin hjá Melaskóla þar sem sumir keyra stóru jeppana sína upp á gangstétt og hafa þá í gangi á meðan farið er með dýrið inn. Hahhaha....
Já í morgun voru þeir hjá skólanum hjá okkur með svip og allt bara. Að fylgjast með. Þetta er svo fyndið. Hérna eru allir til í að klaga mann. Það þrifst á því að segja til um náungann hvort hann er að gera eitthvað að sér. Já, þið Ástralar, það er gott og yndislegt að koma og búa hér í Paradís í smá stund en svo förum við heim til Íslands. þar sem við getum látið vatnið renna og þar sem við getum vökvað garðinn okkar hvort sem það er dagur eða nótt og hvort sem við búum á jöfnu númeri eða ekki... Við getum látið börnin okkar ganga heim úr skólanum eða sent þau út í bakarí og við getum haft kveikt á útiljósunum við húsið án þess að nágrannar kvarti...við getum líka lagt bílinn okkar við skólann án þess að fá stöðumælasekt.... eða hvað??????
Það er samt gott að vera hérna og kynnast þessu. Já Ástralía er dásamlegt á sinn hátt..
have a good one! Ta!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 00:19
whistling spider á hurðarhúninum.....
Ok, núna veit ég ekki hvort ég get meira.
Ég hélt sko að ég væri svoooo tilbúin að hitta þessi kvikindi en reyndin er önnur. Var að koma heim eftir að hafa labbað með krakkana í skólan og var að opna nethurðina, sem er fyrsta hurðin inn í húsið hér. Þegar ég fer að loka henni fannst mér eins og eitthvað datt á mig og ég bara GARGAÐI.. á hurðahúninum var þetta kvikindi - sjá mynd.
Vitið þið, ég missti vitið og hljóp gargandi yfir til Maríu og kallaði á hana... María!! María!! Hjálp!! Hún kom hlaupandi, og skoðaði mig alla og sá ekkert á mér og tók svo spraybrúsann og kom méð mér.
Hún hló mikið að mér þar sem ég stóð með hnakkahárinn bókstaflega rííísandiiiiii á hausnum og öll hár á handleggjunum rísandi... ég var svoooooo hrædd.... Hún spreyjaði greyið sem datt niður á gólf og svo stappaði hún á það. Sagð'i mér svo að þetta væri ekki hættuleg kóngurló.... En viðurkenndi að þessi væri vel stór.
http://www.austmus.gov.au/factsheets/tarantula.htm
set hér inn link um þennann viðbjóð ef þið hafið áhuga að lesa um hvað ég var hitta. Ég verð að vita hvað það er sem ég sé hérna því það gerir mig ef eitthvað aðeins öruggari með skordýrin hérna...
gæsahúðarkveðjur frá Ozzie....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2009 | 01:17
g´day!!!!!!
Afmælisdagurinn heppnaðist mjög vel hjá Elsu og hún var voðalega ánægð með hann. Hún náði reyndar ekki að drekka 9 babycino ( það er froðan á cafe lattenu, það er borið fram sem babycino handa krökkum) hún fékk sér held ég 6 yfir daginn. Við eyddum á helginni á ströndinni, á laugardaginn var farið á Henley beach og á sunnudaginn skelltum við okkur i Glenelg á ströndina. Æðislegt veður og mjög mjög gott. Gummi sat sveittur heima að skrifa, ferlega duglegur. Í dag er mánudagurog rúmlega tvær vikur eftir af fyrstu önninni hér i skólanum.Svo er 2 vikna frí áður en næsta önn byrjar. Þetta er allt að komast í rútinu hér hjá okkur og það tekur sko langan tíma að aðlagast að búa í nýju landi!!! ég hugsa að við séum ekki enn alveg aðlöguð, þetta tekur eitt til tvö ár mundi ég trúa. Ætli við verðum ekki aðlöguð og fín þegar við förum að pakka saman aftur.
Nýjar myndir komnar inn frá afmælisdeginum hennar Elsu!!!
Enjoy!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2009 | 03:16
afmæli og frumbyggjar
Jæja gott fólk.
Sit með næst nýjasta Séð og heyrt og kjamsar á nýjasta nýtt frá Frónni. Með í pakkanum var auðvitað Ópal, Prins Pólo og annað gómsætt. Takk elsku besta sys.
Héðan er barasta allt gott að frétta. Veðrið leikur við okkur eins og alltaf. Fór með elsu og bekkinn hennar í gær í heimsókn að hitta frumbyggja og fræðast um þá. Það var ofsalega skemmtilegt og lærðum við margt áhugavert eins og að dansa dansana þeirra. Það er alveg magnað að fræðast um þetta fólk og allt sem tengist því. það er svakaleg saga á bakvið menningu þeirra. Gaman að þessu.
Elsa á afmæli á morgun.
Verður 9 ára litla skottið okkar. Hún vill enga veislu, en vill í staðinn fá að hafa daginn eins og hún vill. Hún vill byrja daginn á því að fá nokkra pakka og svo fá kleinuhringjatertu. Og auðvitað fær hún það ;). Svo vill hún fara í Mallið og eyða pening og skoða ´föt og skó.. Já snemaa beygist krókurinn... hhahahaah... Og svo er búið að ákveða að fara og borða pizzu á Mamma Carmela í Glenelg og drekka 9 Babycino yfir daginnn. Um kvöldið á að fara á Cold Rock, sem selur mjög góðan ís... já.. og hver veit hvað gerist síðan...?
Við fengum sekt fyrir að keyra of hratt um daginn. Uss uss uss... vorum á 58 km hraða í staðinn fyrir 50 niðri bæ. Já, það er eins gott að passa sig. Sektin hljómar upp á 200 AUS, sem er um 18000 kall takk fyrir.
Nýjar myndir inn á myndasíðu.
Have a good one!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2009 | 01:51
mánudagur og ný vika aftur...
já það er komin mánudagur - aftur!! strax??? já tíminn flýgur áfram. Og það er miklu miklu skemmtilegra að hangsa í tölvunni en að gera það sem maður á að gera... Flugurnar eru að vinna á fullu i kringum mig og Á mér... Þetta eru leiðindaskordýr en ... betri en margt annað sem skríður reyndar.. Það er dýrindisveður, spáin er sól og um 25 í hita alla vikuna alveg eins og ég var búin að panta. Um helgina kom einhver leiðinleg hitabylgja og það varð allt of heitt sem var bara erfitt.. þið vitið þegar maður fer út og það er eins og að fara inn í hitaskáp eða já.. bara ínn í saunu. En það er búið. Núna sitjum við hér hjónin, i sitt hvoru horninu að vinna í náminu okkar. Ég er ekki að nenna eins og er. Við erum komin með nýtt kaffihús sem er við stundum hér rétt hjá. Það eru pálmatre í kringum það og það er einsog það detta kókóshnetur niður af og til á þakið þar sem maður situr úti. Voðalega nice, ne það eru ekki hnetur hugsa ég, frekar fuglar sem eru að gera númer tvö.... hahha...
Elsa var í afmæli um helgina og komst að því að ástralar kalla presents ,,pressie".. það fannst henni fyndið. Hún er komin á það að ástralar nenna ekki að tala þess vegna stytta þeir öll orð. Annað nýtt orð sem við höfum kynnst en sem betur fer ekki stundað er ,,roadie". þá fær fólk sér sem er að keyra heim eftir vinnu sér eitthvað sterkt til að súpa á á leiðinni´heim úr vinnu. Spáiði í það!!! Ha??!!!! Þeir eru brjálaðir hérna stralarnir. En þessi vinmennig þeirra er alvega bara ga ga gaaaa.
Davið sonur sæll, BAÐ um klippingu um helgina. Já, þetta er dag satt!!! Drengurinn bað um klippingu. Og að sjálfsögðu fékk hann það þessi elska. Núna er hann nýklipptur og gelaður í skólanum !!!
Take care ya all...
sólarkveðjur aussie fólkið..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2009 | 01:07
TV-lausir fimmtudaga....
Ahverju er ekki bara lokað á sunnudögum alveg??? OG sleppt því að hafa opið um kvöldin? Já á meðan ég er að þá vil eg líka segja það að það á bara aðhafa þetta eins og var einu sinni, ekkert TV á fimmtudögum... og hvernig var þetta, var svo ekki bara ekki neitt í tvær vikur yfir sumartímann... fáum svo bara Danaveldi inn í þetta allt aftur...
ok, búin að kvarta...;) bara svona aðeins héðan frá AUssie...
kisses...
Opnunartími verslana í Kringlunni styttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)