20.12.2009 | 21:22
Jólatriflið skemmtilega
Stóð ekki við loforðið um að byrja skrifa eftir áramót. Varð að byrja núna!!! Svona er þetta þegar andinn kemur yfir mann!!
Gott Triflé er afar jólalegt.
Eins og með jólasmákökurnar hef ég verið að leita eftir hinu ,,réttu" uppskrift, sem að sjálfsögðu þarf að vera eftir mínum smekk og eftir mínu mati. Fékk Trifle í fyrra út í Aussie og fannst mér það ekkert voðalega spennandi þar sem þau nota Jello í það í botnin. Flott trifle á að smakkast af sherry, það á að vera vanillubúðingur á milli og svo auðvitað kökur. Ekkert endilega makkarónukökur en einhverjar fínar smákökur. Ferske ber skemma ekki fyrir og mega þau vera inn á milli og ofan á. Rjómi - bragðbættur - því mér finnst rjómi ekkert voðalega spennandi einn og sér. EN það er ég. Alltaf kveinandi og kvartandi um að hafa matinn svona eða svona. En gerir það okkur ekki að það sem við erum .Eins gott að við erum ekki öll eins. Triflið mitt þetta árið verður í lögum. Í glærri glerskál á fæti. Með ferskum ávöxtum. Bragðbættum frekar stífþeyttum rjóma, vanillubúðing og kexkökum. Og auðvitað fæ ég mér í staup af sherry með.
Nema hvað??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.