13.9.2009 | 00:21
súpa a la nagli
Langar að deila með ykkur uppskrift að súpu sem ég malla þegar lítið er í skápunum en samt nóg, til þess að gera dásamlega súpu fyrir fólkið. Eitt af því sem ég verð alltaf að eiga nóg af í skápnum er tómatar í dósum. Tómatar þessir er hægt að nota á svo margan veg að ef þeir eru til þá er kvöldverðurinn reddaður. Uppistaðan í súpunni er laukur og tómatar.
- gulir laukar 2-3 st og saxaðir smátt
- hvítlaukur nokkur rif söxuð smátt, fjöldinn fer eftir smekk hver og eins
- tómatar í dós 2-3 dósir
- gulrætur nokkrar, rifnar
- basil ferskt, saxað smátt
- worchestersósa skvetta
- tabasco skvetta
- baunir, nýrna eða hvítar
- grænmetisteningur
- salt, svartur pipar, oregano,
- pasta eða hrisgrjón ef þið viljið hafa súpuna matarmeiri
- steikið laukinn og hvítlaukinn þannig að hann verður glær
- bætið við tómötum og sjóðið svona 30 mín.
- smakkið til með worchestersósu,tabasco, basil, og öðru kryddi.
- Bætið úti baunum, pasta eða hrisgrjónum og sjóðið vel.
Hægt er að bæta það sem maður á til heima og vill losna við úr skápanum eins og annað grænmeti, kartöflur og fleira.
súpan er að sjálfsögðu enn betri daginn eftir eins og svo oft er með þennan mat.
Verði ykkur að góðu!!!
Athugasemdir
Mmmm lítur vel út, ég ætla að prufa að búa þessa súpu til
Elsa (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 09:22
Hæ krútta.......... ætlar þú bara að blogga um mat........ og ég sem aldrei elda nema þegar ég nauðsynlega þarf, finnst best að láta aðra um að elda handa mér.... enda ekkert matvönd.
Rósa (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.