4.9.2009 | 10:13
hotcakes and caramelized aples.......
Ameriskar pönnukökur eru mjög vinsælar á mínu heimili og eflaust á mörgum öðrum heimilum. Það færist bros yfir andlitum og svo er hámað í sig. Ég veit reyndar ekki hvort þessar pönnukökur er amerískar eða ekki?? einhver sem veit?? Hins vegar í ástralíu þar voru þessar pönsur nefndar ,,hotcakes" og það finnst mér ver mun skemmtilegra nafn á þeim. Þannig að héðan eftir eru þetta bara hotcakes. Hotcakes er hægt að malla saman á ýmsan veg. Oft er sett lyftiduft úti pönsurnar en mér hefur fundist það gefa þeim eitthvað skrýtið eftirbragð þannig að því minna af því því betra.
Þegar ég bý til hotcakes vil ég setja ricottaost út í deigið, en hvar í ósköpunum fæ ég þann ost í reykjavik?Einhver sem veit? Jæja, ég ríf smá sirónuhýði og bæti í það ásamt súrmjólk og brætt smjör.
Þegar ég hef græjað deigið þá er dásamlegt að skera niður eplabita og sjóða þá í karamellulög sem gerður er úr bráðnum sykri að sjálfsögðu og ögn af salti sem gerir það að bragðið eykst enn frekar. Eplin eru soðin i leginum þar til eplin eru farin að verða mjúk og fallega gljáð.
Þá er þetta borið fram. Og hver haldið þið að sé vinsælust??? Allavega næsta klukkutímann...;)
Be good..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.