cheers Reykjavik....

Oh mæ mæ mæ.. þá erum við komin HEIM.. það er ég og krakkarnir... eftir langt langt langt ferðalag sem gekk svaka vel þá lentum við í Keflavik seint seint á mánudagskvöld... Yes... það er rosa furðulegt að koma á klakann aftur - það er bara eins og maður hafi ekkert farið, nema þá að maður er með fullann bakpoka af reynslu frá Aussie sem segir manni að vísst höfum við verið annar staðar en hér síðast liðið ár..

Það er fínt að vera komin i íslenska vatnið, ferlega er það flott að eiga nóg af því... Alltaf sama biðröðin líka hjá ísbúðinni i vesturbænum.. haha.. sumt breytist aldrei...

Já, ég sakna strax margt sem var í Aussie.. var að kaupa hvítlauk í dag.. þetta var bara sýnishorn af hvítlauki því þeir voru svoo tíkarlegir og litlir...  fáranlegt.... ég finn það líka strax hvað fólkið er ólíkt hérna og hinum megin á hnettinum... Það hlýtur að vera kuldinn hérna sem gerir fólk svona eitthvað... hvað á ég að segja??? Já, bara eitthvað kuldalegt og alvarlegt... 

Var að heyra að það er Jazzhátið í Reykjavík, líst svo vel á það og ætla svo sannarlega að skella mér..

Annars????  tja... á í erfiðleikum með mikinn ,,jetlag" eftir þetta ferðalag.. Hvað er það sem gerir að ég vakna alltaf 5 um morguninn?? svoo pirrandi...

Cheers everybody....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svooo gott og gaman að fá ykkur aftur heim

Elsa (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:47

2 identicon

Velkomin á klakann.

Knús knús.

Rósa (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband