27.7.2009 | 02:07
affogato og vinningur hjá Crows...
Adelaide Crows vann leikinn í gær ámóti Power... Ég komst að því að þetta er ofboðslega skemmtileg íþrótt.. og komst líka að því að ég held mep Crows... búningarnir þeirra eru svoooo fallegir á litinn.....Skemmtilegri en fótboltaleikur... Þessi leikur gengur rosa hratt fyrir sig og það er stanslaust verið að skora og mikið að gerast... Það er eins og allt sé leyfilegt nema þá að kýla hvort annað... Það er hangið á hvort annað og barist - í orðsins fyllstu merkingu - um boltann.. Ég segi það.. svon í þróttir eru fyrir menn þar sem þeir geta knúsast almennilega án þess að þurfa að skammast sin eitthvað fyrir það... hahahha.... en já Davið kann reglurnar alveg og útskýrði þær fyrir mig þannig að núna veit ég alveg hvort verið sé að skora 6 marka mark eða 1 marka mark... Það fer sko eftir því hvar boltinn lendir á milli stanganna..
Skruppum út að borða í gær kvöldi og fengum voða gott... Gummi fékk sér qauil og ég borðaði lambshanks... voðalega ,,winter-hearty-food" einsog mundi vera sagt hérna... Í eftirrétt finnst mer alveg dásamlegt að fá mér ,,affogato" en það er einn sá einfaldasti og bestasti eftirréttur sem ég get hugsað mér.. Einfaldlega eitt gott skot af sterku espresso helt yfir kúlu af vanilluís í martiniglas... Súpergott og svo súpereinfalt....
Við Gummi sitjum hér út´i garðinum núna og erum að bíða eftir fólki sem á að koma og skoða húsið okkar... það er ausandi rigning og sólskin inn á milli... Um helgina skruppum við í bæinn og röltum um Chinatown og vorum mjög túristaleg með myndavélina um hálsinn...
Bee good... stay cool.. cheers on Ya mates...
Athugasemdir
Yeeesssssssssss, loksins einhver sem skilur hvað kaffi og ís eiga sameiginlegt..... bara æðislegur eftirréttur. Gott með grandi í líka
Skál í boðinu
Rósa (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.