24.7.2009 | 01:21
AFL æði í Adelaide, Crows versus Power....
Ok hér er allt að verða vitlaust vegna þess að á sunnudaginn er ,,footie" leikur á milli Adelaide Crows og Power sem er fóbolta lið frá Port Adelaide. Þetta eru einskonar erkifíendur ef ég skil þetta rétt. Ég er að reyna fá miða á leikinn en gengur eitthvað erfitt. Þetta er ekki fóbolti eins og við heima þekkjum þetta heldur eitthvað á milli rugby og soccer... Strákarnir hlaupa um i litlum þröngum búningum (hehehhe) og eru voðalega sterkir og vöðvamiklir og mega slást, sparka og hlaupa með boltann.. annars er þetta alveg óskiljanlegur leikur finnst mér, það er eins og það megi allt bara...
svo á boltin að fara inn á milli einhverjar stengur sem eru voðalega háar... Davið heldur með Crows og Elsa heldur með Power... Væri voðalega gaman að ná sér í miða á leikinn.. sjáum hvað gerist... Hef nú oft áður tekist að ná i míða á ýmisilegt sem hefur virst ómögulegt...
Twilight æði hefur gripið mig og Elsu eins og svo marga aðra hérna í Aussie... Segið mér, er ekkert svona æði heima??? Ég veit að Twilight myndin var sýnd heima... Ég er núna að lesa bækurnar og þær eru bara truflaðar... Við erum alla vega báðar hrikalega skotnar í edward, og það skipir okkur engu máli að hann er vampíra... hhaha.... Hann er jú ,,góð" vampíra....
Búin að skutla fleiri myndun inn í albúm á picasa... skoða skoða skoða....
be goood!!!!
Athugasemdir
Vonandi fáið þið miða á leikinn Twlight er æði, ég er reynar bara búin að lesa fyrstu bókina en hlakkar til að lesa hinar líka. Myndin er líka skemmtileg við eigum hana þannig þið getið séð hana þegar þið komið. Hlakka til að sjá ykkur bráðum knús kreist kremj
Elsa (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.