25.6.2009 | 01:49
dodgy and wonderful things in Aussie
Balli Björn!!! Það verða engar kóngulær teknar með heim - bara svo að það sé alveg á tæru sko!!!
Ég á eftir að sakna ýmislegt héðan frá Aussie þegar við kveðjum þetta land... Reyndar EKKI skriðdýrin þótt ég verð ekki alveg eins hrædd við þau og ég varð fyrst... Núna næ ég bara í spraybrúsann og spreya.. María vinkona er með kúst undir rúmið sitt og þegar hún sér eitthvað skriða þá er bara kústurinn fram og lamið - fast..... Hef hins vegar ekki séð slöngur hérna í garðinum og er bara mjög ánægð með það. Ég á eftir að sakna strendurnar hérna, sandinn sem er eins og fínmalað hveiti og vindinn sem er eins og silki, þegar hann er heitur.. Kaffihusin verða sárt söknuð... það er svo mikil kaffihúsastemning hérna sem er svo notaleg.. Hægt er að setjast niður hvar sem er og fá gott kaffi eða rauðvinsglas.. Fuglalætin sem eru á morgnanna og göngutúra um hverfið og skoða alla fínu garðana og finna góðan ilm allstaðar og sjá ávextina sem eru ,,in season" vaxa allstaðar.. Það verður líka sárt saknað að fara í ,,The Church of Dan" sem er ein af ,,the bottleshops" hérna og kaupa nokkrar flöskur af vini fyrir litinn pening... Við höfum kynnst svo góðu fólki hérna og það á eftir að verða mikil sorg að kveðjast........En svo jafnast ekkert af þessu á við að fara heim og hitta þá sem manni þykir vænst um i öllum öllum heiminum... ;) Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum í heiminum þá hef ég loksins fattað það að það hefur allt sína kosti og sína galla eftir því hvar maður býr. Maður getur ekki fengið allt og það sem skiptir mestu máli er að vera með fjölskyldu sinni og nálægt þeim!
Við skelltum okkur í bío um daginn. Hér er það bara algjör lúxus.. Poppið og Coke er dýrara en sjálfur bíomiðinn!! That really shitted me off, eins og maður mundi segja hérna......Arrrghhh!!! Mér finnst það alveg ótrúlegt!!! Tók mig loksins til og sló grasið hérna, ferlega var ég dugleg... Þannig að núna tuða ég ekki um það - í bili....
Well have a nice one today... don´t be no wankers y´all....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.