22.6.2009 | 02:58
huntsman spider i Aussie....
Í garðinum hjá okkur er lítið hús sem kallað er ,,grannyflat". Já, þetta er litið hús með einu herbergi sem hægt er að búa í en það er bara tómt hjá okkur - fyrir utan þessa kóngurló sem var þar um helgina. Þetta er kvikindi sem heitir Huntsman spider, og er stórt kvikindi. Ég tók ekki þessa mynd en ég tók samt nokkrar myndir af henni áður en ég lokaði hurðinnni. Þegar ég ætlaði að gá að henni í gær þá var hún horfin. Var ég hrædd?? Já frekar, en hún var upp í loftinu þannig að hún ætlapi ekki að éta mig - þá allavega... haha. Það er víst vont að verða bitinn af þessari tegund, en hún drepur ekki. Konukóngulær eru líka bæði stærri en karlarnir og miklu grimmari. Þessi sem ég sá inni húsinu var jafn stór og lófinn á konuhönd hugsa ég. Er fegin á meðan ég finn þetta ekki inni í sturtuklefa...
oj bara!!!
have a nice one!!!! Cheers!
Athugasemdir
Þú ert hetjan mín............. ég hlypi á enda veraldar.
Knús knús
Rósa (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:33
Já hetjan mín líka ertu ekki bara fegin að vera að koma heim í litlu sætu óeitruðu köngulærnar :)
Knús frá mér og bumbu
Ragga (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 16:02
Þú ert svo mikil hetja... ég myndi pissa á mig af hræðslu... hún er meira að segja loðinn....
Elsa (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:44
Rosalega er hún krúttleg, villtu koma með eitt stykki heim handa mér ( við erum álíka loðinn..... )
Balli björn (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.