16.6.2009 | 03:49
vinberin í aussie
Það er loksins komið hlýrabolsveður hérna suður á hnettinum!! vei vei vei!!! Miklu skárra en að hafa kalt og rigning eins og er búið að vera undanfarið!!!!
Þarf eiginlega að fara að slá grasið en það er svo helviti leiðinlegt að ég nenni því ekki. Best að bara fá sér annað vinber og fara halla sér á sólbekkinn.. ;) Gummi hamast við að lesa og skrifa og ég hamast við að prufa nýjar spennandi uppskriftir inn á milli. Best að nota tækisfærið á meðan við erum hér ennþá - já best að tilkynna það hér með svona ,,opinberlega" að við erum á leiðinni heim.. Heim til Klakans yndislega og frábæra - er það ekki??? En reyndar bara ég og D og E... Við skellum okkur heim núna því við erum búin að fá nóg í bili af Oz og allt það yndislega sem hér er... ég meina það - Oz er ekkert að hverfa þannig að þá skýst maður bara aftur hingað ef manni langar... ekki málið.... ;) Við leggjum í hann héðan í byrjun ágúst og það er bara frábært. Gumsi þarf að klára sitt nám hérna og tritlar svo yfir til okkar fyrir áramót... Ekkert ómögulegt í lífinu og um að gera að gera ALLT alllt allt allt....
Have a nice one - stay cool.....
Athugasemdir
Knúúús til ykkar... ég hlakka svo mikið til í byrjun ágúst þegar þið komið
Elsa (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:24
Hæ krúttan mín, eruð þið að fara alfarin á klakann? Og ég næ ekki að koma í kaffi..........
Knús á ykkur alles
Rósa (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 08:39
Hlakka svoooo til að fá heimaknús ;);)
Ragga (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.