Vetrarveiki í Aussie

Hér erum við komin með ,,vetrarpest"... Það er hálsbólga, hósti og hor sem herjar á okkur hér í Paradís...  ENda er svo sannarlega komin vetur...  Það er blautt og kalt á hverjum degi og mér finnst það hræðilegt!!!! Hefðum frekar átt að flytja til Darwin... en þar eru þeir líka með sitt ,,rainingseason" so... Well, might just be happy... Fórum á laugardaginn og skoðuðum dýr, hitti kengúrur og slöngur, sem Davið heldur á eins og ekkert sé.. hann er svakalegur drengurinn.. Þar voru líka kóngulær, þið vitið Red back spider sem ég hef sagt ykkur frá sem ég hef hitt nokkrum sinnum hér í garðinum...  Þær geta drepið mýs - og borðað þær!!!! Þær hafa svo sterkan spotta sem þær spinna að þær geta dregið það sem þær drepa upp með spottann og svo byrjar veislan... Þessi kvikindi eru rosaleg. Enda vorum við að drepa stóra , já ST'ORA kónguló inn í bílskúr um daginn, ætli hún hafi ekki verið svona 10 cm yfir búkinn og þá eru ekki fæturnar taldar með. Drápum hana, og svo var önnur minni sem við fundum á svipuðum stað - fyrir aftan hurðina inn í bilskúrinn... og drápum hana auðvitað líka.... En damn hvað maður verður ,,showaður" í þessu kóngurlóastandi...

Kiktum í Glenelg með krakkana á sunnudag og þar fóru þau í Beach house, sem er lítið spilavíti fyrir krakka, þar fara dollararnir fljótt.. hahhaha... en þeim finnst svaka gaman.. Þar sem það var frídagur í gær var mimkið stuð á Aussiebúum á sunnudagskvöld, allir að fá sér tána, meira en venjulega og mikil læti...

Stay cool...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farið vel með ykkur og látið ykkur batna, drekkið mikið af heitu vatni með engifer og sítrónu... knús kreist kremj

Elsa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband