27.5.2009 | 00:48
Frettir af neighbours frá Oz..
jamms, þetta er eitt sýnishornið af Adelaide, þessi afar fagra borg. Í vetur (sumar hérna) þegar mestu þurrkurnar voru og mesti hiti þá þornaði þetta vatn þarna á myndinni alveg upp. Það var ekkert þarna nema leirslabb sem fuglarnir syntu í . Ég var að enda við að hengja upp smá þvott og ögra sólinni aðeins.. Þessa dagana fer yfirleitt að rigna um leið og ég hengi upp þvott. Einmitt núna skin sólin á þvottinn. Annars er þetta hið best þurrkveður hérna. Þvotturinn þornar yfirleitt á um klukkutíma á snúrunni. Mér finnst hins vegar leiðinlegt að hengja upp sokka og nærföt því það tekur svooo langan tima og þá sakna ég þurrkarans min heima. Talandi um þurrkara þá erum við ekki með uppþvottavél hérna og það venst líka þótt m ér finnst það ekkert sérstaklega gaman að vaska upp. En með góðri tónlist á þá gengur það yfirleitt eins og í sögu.
Af grönnum er það að frétta að Zeke og Sunny eru byrjuð saman, Donna og Ringó eru aftur byrjuð saman og Rebekka og Paul er byrjuð saman aftur. Lukas og Elle eru ennþá saman og...... ;)
Í bold er það að frétta að hjónaband Ridge og Brooke er að halla undir fæti vegna sonar Brooke, Rick... hann er nú meiri kjáninnn.... Og taylor biður eftir að geta fengi' Ridge - AFTUR... O M G:..
Þá vitið þið það.
Kisses, cheerios and Ciao!!
Athugasemdir
Hæ krúttan mín, hefur þú ekkert að gera annað en að horfa á granna og bold.......... hehe..... og liggja í sólbaði....... þetta kallar maður að gera það sem maður vill......... hehe valfrelsið lifi.............
Rósa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.