25.5.2009 | 02:45
cats and dogs in adelaide
Hér hefur rignt cats and dogs síðan á laugardagskvöld. Það eru þvílík flóð í Queensland og ég veit ekki hvað er verið að væla undan vatnsleysi í þessu landi. En það er auðvitað stundum ansi þurrt hérna eins og var í sumar (januar) hérna þegar hitinn fór upp í 45 - 50 í tvær vikur.. Tveimur skólum hefur verið lokað hérna vegna þess að einhverjir nemendur greindust með svínaflensu. Nemendum sagt að halda sér heima og stinga ekki nefunum sínum út um hurðina. Það hefur ekkert meira frést af the swineflu. Las á mbl að það hafa einhver tilfelli fundist heima.
Á laugardag síðasta sátum vi í frábærum gleðiskap með skemmtilegum vinum sem við höfum kynnst hérna. Þetta er frábært fólk og það er eins og við höfum alltaf þekkst. Sátum úti langtframeftir kvöld með gítar og tilheyrandi flöskur og það var hið huggulegasta kvöld. Við erum góður hópur sem hittumst af og til og gerum eitthvað sniðugt saman. Í þetta sinn hittumst við í úthverfi frá Adelaide og gengum aðeins um í bæinn þar. Ferlega krúttulegt. Fullt af antikbúðum sem eru út um allt hérna og það er svo gaman að ,,browsa" í þeim. Fundum dýrabúð og allar dýrabúðir hér selja hunda sem eru til sýnis í glerkössum (greyin hundarnir...) en D og E verða alveg óð og fengu að halda og knúsa, Það er ekki spurning - þegar við komum heim verður hundur keyptur.
Davið var að slá grasið hérna um helgina og kom hlaupandi inn því hann rakst á Redback spider.. Vá núna er maður orðin kaldur heldur betur... því ég ákvað að taka myndir af kvikindinnu áður en ég sendi það til spiderheaven..dodgy bastards..... en þessi kvikindi eru greinilega hérna út um allt og ég segi það - margt má venjast... hahhaa..
have a nice one y´alll!!!
G´day!!!
Athugasemdir
Hehe þú ert alveg að verða hetja mín sko........... takandi myndir af kóngulóm sem bíta og allt........ úff úff..... enjoy life "down under" hun.....
Rósa (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.