erfitt líf í Oz.....

D og E eru í skólanum að læra eitthvað merkilegt eflaust. Gumsi er í vinnunni og ég er alein heima með góða góða haustveðrið. Ef ég væri með bílinn mundi ég skjótast niðrá strönd. Við erum eiginlega aðeins og langt frá henni til þess að ég geti labbað, það tekur sko um 20 min að keyra þangað. Veðrið er geggjað og það er spurning um að leggjast bara á sólbeddann og sleikja sólina í dag.

What a life!!!!

Kom við í the newspapershop og náði mér i eintak af Who - allt slúður sem nauðsýnlegt er að vita um allt og allla einmitt núna. Fékk mér kaffisopa með Maríu sem er með flensuna núna. Hún gaf mér grískt kaffi, nýristaðar möndlur og ferskar valhnetur. Hef aldrei á ævinni minni finnst valhnetur góðar, en þessar voru bara alveg dásamlega góðar. Það smakkast allt svo vel hérna, eflaust vegna þess að það hefur ekki þurft að ferðast með flugvél yfir hálfann hnöttinn til þess að vera svo selt í búð heima á skerinu. Ég er einginlega tilneydd til þess að segja frá því að hann Davið okkar náði svo flottum árangri hér í skólanum, það var lestrarpróf og hann náði hæsta ,,score" í öllum skólanum. Kennarinn kom og ræddi við mig um þetta og fannst þetta mjög merkilegt vegna þess að hann var alveg nýfluttur hingað....  Segið svo að playstation og tölvuleikir beri ekki góðan árangur!!!!         

Well, skyldan kallar... það er sólbeddinn minn.....

Ciao everyone!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skál úr sólbeddanum héðan á spáni............. njótum lífsins krútta.

Rósa (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 08:48

2 identicon

20 mín að keyra niðrá henley ?? neei ég mundi nú segja að það tæki ekki meira en 10 mín að keyra þangað!
allavega.. love you mestast :D

Fía (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband