surfing australia

Það er komin fimmtudagur hérna hjá okkur og við höfum frétt aðísland komst áfram í Euro!! Til hamingju með það!! Hér getum við séð Eurovision á föstudaginn, laugardaginn og á sunnudaginn. Það er svo ofboðslega mikið af innflytjendum hérna frá Evrópu að það er spes rás í sjonvarpinu fyrir okkur!!!

Ég dáist enn af haustinu hérna og að fara út á morgnanna þegar ég geng með krakkana í skólan, það er engu líkt. Allt svo ferskt, ilmurinn af öllum blómum og trjám er unaðslegur. Í skolanum hjá krökkunum er náttfatadagur bráðum. Mér finnst það vera svo skemmtileg hugmynd að láta alla krakka koma í náttfötunum sínum þangað!! Skólinn þeirra er fínn og þeim gengur svo vel þar.

Var að lesa í dagblaðinu hérna, að surfaramaður sem var bitinn af hákarli fyrir um 3 mánuði síðan og missti þá handlegg og fót er byrjaður að surfa aftur - ég meina það, lærir maður ekki af mistökunum sínum!!!!! ha??? En hér er surfing svo mikill lífsstill, þetta er eitthvað sem fólk verður að gera bara. Og að sjá liðið surfa, það er geggjað!!!

Ætla að setja inn einvherjar nýjar myndir.... Fylgist með...

have a nice one...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Have a nice one tooooooo 

Tröllaknús og klessukossar.

Rósa (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:29

2 identicon

Svooo sætar myndirnar af ykkur...  Knús kreist kremj

Elsa (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband