7.5.2009 | 00:24
anzac day og haustið...
Það er svo fallegt hérna um haustið að ég held að ég muni aldrei gleyma því. Tréin eru svo falleg og eins og hef hef þrasað um áður þá eru appelsínur og mandarínur og svartar ólífur á flest öllum trjám hérna. Ég þarf að stelast í eina appelsínu af einvherju tré bara til þess að smakka og athuga hvernig þær eru svona beint af tréinu.... Þaðer búið að rigna mikið undanfarið þannig að grasið er orðið grænt hér í garðinum og það er mjög fallegt. Laufblöðin eru með allskonar liti og að vera úti í göngutúr er dásamlegt.
Það venst virkilega vel að búa hérna. Hins vegar er allt allt öðruvisi að koma sem túristi hingað í tvær-þrjár vikur og fara svo en að búa hér alveg. Sem túristi get ég vel ímyndað mér að maður verður alveg sjúkur í þetta land og vill hvergi annar staðar vera. En að búa hér er svo annað mál þvímaður kemst að svo miklu miklu meria um hvernig allt virkar hérna. MIkið á ég eftir að sakna þess að fara út í búð til dæmis og versla grænmeti og ávexti.. setjast inn á kaffíhús og fá sér vinglas eða latte og fylgjast með mannlífinu. Minn draumur er enn að fá mér ,,beachhouse" þar sem ég get setið með Gumsa mínum og sötrað glas af rauðu og horft á sjóin, fundið fjörulyktina og fundið vindinn af ströndinni... Ég er sú eina (og svo Fía) sem elska ströndina. Það er eitthvað svo fallegt við strendur... Ég held að það eru fallegasti staðir sem ég veit um í öllum heiminum.
Gummsa gengur svoo vel í náminu sínu og við erum svo stolt af honum. Krakkarnir eru áfram duglegir í sínu og Davið var að skrifa þessa flottu ritgerð um ANZAC ´s, en ANZACs eru hermenn sem börðust á vegum ástralíu í Tyrklandi í gamla daga. Þeir eru mikið heiðraðir hérna og er sérstakur dagur tileinkaður þeim hérna.
Það eru meira segja til sérstakar kökur sem heita ANZACS...
- 1 bolli hafrar, 1 bolli hveiti, 1 bolli sykur, 3/4 bolli kókós, 125 g smjör, 1 msk síróp, 1 1/2 tsk matarsódi, 2 msk soðið vatn
- ofnhiti er 150°C. Þurrefnum, nema matarsóða, er blandað saman nema smjör og síróp sem er hitað í potti þar til bráðnað.
- Matarsóðinn er blandaður með vatninu og bætt útí smjörblönduna og svo út´i hveitiblöndunina.
- Setjið svo msk af deiginu á plötu og bakið uþb 20-25 mínutur.
Gangi ykkur vel í öllu!!
cheerio!!!!!
Athugasemdir
Knús á ykkur krúttin mín
Ég á það sameiginlegt með þér að ég hreinlega elska ströndina, sumar vetur vor og haust, elska að fara í gönguferðir og bora tánum í sandin og finna seltuna á húðinni. Liggja á ströndinni á sumrin og kæla sig í sjónum þegar maður er alveg að bráðna. Elska ströndina.
Síjú krúttin mín. Kær kveðja frá hlýnandi Spáni, Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.