1 mai.... nei nei.. ekki í aussie...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ALLIR HEIMA; ég meina 1. mai og svona...

Hérna er ekkert 1. mai... Hér er bara rigning rigning rigning og vá hvað það rignir mikið og já. Aussie búar eru mjög ánægðir með það því þá fá þeir regnvatn í tankana sína sem þeir geta drukkið ef þeir vilja - já, sumir gera það hér, hreinsa það fyrst og svona.. en samt... frekar óspennandi finnst mér. Við drekkum ekki einu sinni kranavatnið hérna, erum soldið ofdekruð með vatnið heima á Iceland sko...  Maður fær sér ekki hvað sem er, nei nei.

Brúðskaupsafmæli okkar....... og hvað er það..plast??? stál.. æi ég veit ekki...

Í dag er brúðkaupsafmæli hjá okkur Gumma. Hugsið ykkur, við höfum verið gift í 10 ár. Jee minn. Það var líka rigning á brúðkaupsdaginn okkar í ,,denn" þannig að þetta er allt eins og það á að vera..hahaha... Við skáluðum í ,,cleansing juice" sem  er blanda af rauðbeðum, engifer, selleri og gulrótarsafa.. damn hvað við erum komin mikið i hollustuna. Já það er annað hvort svart eða hvítt hjá okkur hjónunum, aldrei grátt... hahhaha..

Keypti svooo fínar mandarínur hérna í dag... Það er sko mandarínutíð og allt fullt af þeim hérna núna. Hrikalega góðar. Þarf að taka myndir af þeim og sýna ykkur... Og svo fórum við til slátrarans og keyptum smá kjöt.. Og vitið þið hvað!! Hann seldi PRINS PÓLÓ!!!!! Fyndið, finnst ykkur ekki??? Það er bara allt svo fyndið hérna í aussie...

Well well, have a nice one....

Ása kæra sæta fallega vinkona á afmæli í dag, 1 mai.

 Til hamingju með það esskan!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með brúðkaupsafmælið elskan !!

KNús og kosssar

Ragga (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:47

2 identicon

Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið sætu sætu... mér finnst eins og að það var í gær að ég var með Davið í fanginu á meðan þið voruð að gifta ykkkur   Kossar og knús til ykkar

Elsa (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband