29.4.2009 | 00:54
svínapestin komin til aussie
Það er búið að rigna svo mikið hérna undanfarið að veðrið var í raun bara eins og heima með rok og tilheyrandi læti. En í dag, miðvikudag er loksins komin sól aftur og 20 stiga hiti. Dásamlegt. Um helgina skruppum við fjölskyldan í sveitina í partý hjá vinnunni hans G. Þau búa í Mount Pleasant sem er um 45 keyrsla héðan frá Adelaide. Það var mikið húll um hæ og gaman að hitta fólk sem eru ,,migrants" eins og við. Þarna var fólk sem ný var búið að flytja hingað frá UK og eru svona að reyna finna sig hérna eins og við. Gaman að því.
Svínaflensan ógnar hérna eins og annar staðar í heiminum og eru komin einvher tilfelli hérna af henni. Þetta er nú meira ástandið í heiminum, skiptir engu hvar maður er staddur greinilega. Hvernig er þetta á Spáni hjá henni Rósu minni?? Er þetta komið þangað líka???
Ég skilaði lokaritgerðinni minni í gær og mikið var það góð tilfinning.
Til hamingju ég með það!!!!!
Gummi er búin að ganga mjög vel í sínum verkefnum í mastersnáminu sínu þannig að þetta er allt á góðu róli hérna. Smá erfitt að byrja aftur í skólanum hjá D og E eftir tveggja vikna frí, en það er alltaf erfitt að fara í rútinuna aftur. Ég ætla að drífa mig á uppháldsgrænmetismarkaðinn minn og kaupa eitthvað af grænmeti í dag, það er ótrúlega skemmtilegt að kaupa og velja það er sem komið alveg nýtt og ferskt beint úr görðunum. Þegar maður labbar um hverfið núna, þá eru apelsínur, epli, mandarínur, og ólífur á fullu að verða tilbúið. Það er svooo fallegt að sjá hvernig tréin breytast og ávextir og grænmetið með þeim.
bestu kv héðan frá Adelaide
Athugasemdir
Til hamingju með skilin á lokaritgerðinni,, ótrúlegur léttir :O)
Annars ætlaði ég bara kasta á þig kveðju, kíki alltaf reglulega hingað á bloggið þitt.
Kveðja, Þóra
Þóra kennó (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:18
Til hamingju með skilin elskan ;)
Ragga (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.