23.4.2009 | 07:55
pumkinsúpa og önnureldamennska í rigningunni
Það hefur rignt í allan dag og það hefur verið ferlega notalegt. Fórum í góðan göngutúr í rigningunni og viti Þið - það var engin úti nema við!! haha, enda er fólk hérna ekkert sérlega vel við rigninguna, ég meina þegar það er rigning og D og E eru í skólanum mega þau ekki vera úti, Come on!!!! hvað á það að þýða... Það er einmitt hitt og þetta sem er svo skondið við Aussie.
Í gæt flatmöguðu ég og Elsa á ströndinni í 28 stiga hita og í dag er það bara flíspeysan takk fyrir!!! soldið eins og heima þegar maður fær allar veðurtegundir sem til eru og á sama klukkutímann... haha, ´næstum því alla vega.
Ég eldaði pumkin súpu áðan, sem sagt Graskerssúpu, það er afskaplega ástralskt og hún var alveg ofboðslega góð!!! Það sem þarf í súpuna er:
1 grasker, svona 1 - 1,5 kg, 1 gulan lauk, góðan engifersbút, 2 tómata, þetta er skorið gróft og sett í pott með rúmlega 7 dl vatn og 2 dl kjúklingasoð. Látið sjóða í um 25 mínútur og maukað með töfrasprota. Hitað með rjómaslettu í (svona 2 dl) og berið fram - njótið vel, þetta er dásamleg súpa.
Skellti í marmelaði líka fyrst ég var byrjuð og það varð apelsínu- og sitrónu marmeðlað..urðu rúmlega 7 krukkur... Elsa bakaði skonsur sem voru svona ægilega fínar hjá henni... Já ég fæ svona köst stundum og bara framleiði.. en það er jú eitt það skemmtilegasta sem ég geri og Elsa er alveg að komast upp á lag með það líka...
Cheerios darlings!!
Athugasemdir
mmmmmmmm hún hljómar dámsamlega og lítur mjög vel út.... mig langar í..... knús kreist kremh
Elsa (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:28
MMM lítur vel út þessi súpa ;)
Ragga (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:29
Nammi namm, mig langar í........ viltu koma og elda handa mér... það er það leiðinlegasta sem ég veit...... ég er bara að verða svona veitingahúsakerling.... fer bara út að borða og nenni ekki að elda.....
Knús á ykkur ormarnir mínir......
Rósa (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.