smá kvart og kvein....

Stöðumælaverðir hér í Adelaide eru baraaaa fyndnir - eða ekki. Þeir eru í hnotskurn það sem að okkar meti eru ástralar. Nota hvert tækifæri sem gefst til þess að sekta mann. Ég meina það, spáið í það að vera að fara með börnin i skólann og margir á bil og það þarf að stoppa, annað hvort til að hleypa krílunum úr eða þá til að fylgja þeim á staðinn. Og á meðan eru verðirnir með blokkina sína að skrá og sekta. ég sé þetta alveg í anda gerast kl 8 um morgunin hjá Melaskóla þar sem sumir keyra stóru jeppana sína upp á gangstétt og hafa þá í gangi á meðan farið er með dýrið inn. Hahhaha....

Já í morgun voru þeir hjá skólanum hjá okkur með svip og allt bara. Að fylgjast með. Þetta er svo fyndið. Hérna eru allir til í að klaga mann. Það þrifst á því að segja til um náungann hvort hann er að gera eitthvað að sér.  Já, þið Ástralar, það er gott og yndislegt að koma og búa hér í Paradís í smá stund en svo förum við heim til Íslands. þar sem við getum látið vatnið renna og þar sem við getum vökvað garðinn okkar hvort sem það er dagur eða nótt og hvort sem við búum á jöfnu númeri eða ekki... Við getum látið börnin okkar ganga heim úr skólanum eða sent þau út í bakarí og við getum haft kveikt á útiljósunum við húsið án þess að nágrannar kvarti...við getum líka lagt bílinn okkar við skólann án þess að fá stöðumælasekt.... eða hvað??????

Það er samt gott að vera hérna og kynnast þessu. Já Ástralía er dásamlegt á sinn hátt..

have a good one! Ta!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband