g´day!!!!!!

Afmælisdagurinn heppnaðist mjög vel hjá Elsu og hún var voðalega ánægð með hann. Hún náði reyndar ekki að drekka 9 babycino ( það er froðan á cafe lattenu, það er borið fram sem babycino handa krökkum) hún fékk sér held ég 6 yfir daginn. Við eyddum á helginni á ströndinni, á laugardaginn var farið á Henley beach og á sunnudaginn skelltum við okkur i Glenelg á ströndina. Æðislegt veður og mjög mjög gott.  Gummi sat sveittur heima að skrifa, ferlega duglegur. Í dag er mánudagurog rúmlega tvær vikur eftir af fyrstu önninni hér i skólanum.Svo er 2 vikna frí áður en næsta önn byrjar. Þetta er allt að komast í rútinu hér hjá okkur og það tekur sko langan tíma að aðlagast að búa í nýju landi!!! ég hugsa að við séum ekki enn alveg aðlöguð, þetta tekur eitt til tvö ár mundi ég trúa. Ætli við verðum ekki aðlöguð og fín þegar við förum að pakka saman aftur.

Nýjar myndir komnar inn frá afmælisdeginum hennar Elsu!!!

Enjoy!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að eiga fullkominn dag, til lukku skvísa.

En hvað er verið að tala um að pakka niður???  þið eruð þó ekki alvarlega að hugsa um að fara aftur til kreppulands?? ekki láta þér detta svoleiðis vitleysa í hug. hehe... ég veit að fjölskyldan togar en ........ Kreppuland.....

Rósa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:38

2 identicon

sendi kossa og knús til ykkar ! pakkinn til ykkar fór í póst í dag  loveyou Fía

Fía (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband