afmæli og frumbyggjar

Jæja gott fólk.

Sit með næst nýjasta Séð og heyrt og kjamsar á nýjasta nýtt frá Frónni. Með í pakkanum var auðvitað Ópal, Prins Pólo og annað gómsætt. Takk elsku besta sys.

Héðan er barasta allt gott að frétta. Veðrið leikur við okkur eins og alltaf. Fór með elsu og bekkinn hennar í gær í heimsókn að hitta frumbyggja og fræðast um þá. Það var ofsalega skemmtilegt og lærðum við margt áhugavert eins og að dansa dansana þeirra. Það er alveg magnað að fræðast um þetta fólk og allt sem tengist því. það er svakaleg saga á bakvið menningu þeirra. Gaman að þessu.

Elsa á afmæli á morgun.

Verður 9 ára litla skottið okkar. Hún vill enga veislu, en vill í staðinn fá að hafa daginn eins og hún vill. Hún vill byrja daginn á því að fá nokkra pakka og svo fá kleinuhringjatertu. Og auðvitað fær hún það ;). Svo vill hún fara í Mallið og eyða pening og skoða ´föt og skó.. Já snemaa beygist krókurinn... hhahahaah... Og svo er búið að ákveða að fara og borða pizzu á Mamma Carmela í Glenelg og drekka 9 Babycino yfir daginnn. Um kvöldið á að fara á Cold Rock, sem selur mjög góðan ís... já.. og hver veit hvað gerist síðan...?

Við fengum sekt fyrir að keyra of hratt um daginn. Uss uss uss... vorum á 58 km hraða í staðinn fyrir 50 niðri bæ. Já, það er eins gott að passa sig. Sektin hljómar upp á 200 AUS, sem er um 18000 kall takk fyrir.

Nýjar myndir inn á myndasíðu.

Have a good one!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmm mig langar líka í mamma carmela í glenelg !! og væri líka til í butter chikeninn minn í mallinu en vááá !! 200 dollarar er roosalega mikið!! miðað við þegar ég fékk sektina á nesveginum, þegar ég átti að vera á 30 en var á 41 og fékk sekt sem var 3700 !
en vona að elsa fái góðan afmælisdag og vildi óska að ég gæti verið með ykkur! elska ykkur mest knús og kossar

Fía (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:38

2 identicon

Til hamingju með afmælið sæta mús.........

Knús knús í hús og út í sólina

Rósa (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband