23.3.2009 | 01:51
mánudagur og ný vika aftur...
já það er komin mánudagur - aftur!! strax??? já tíminn flýgur áfram. Og það er miklu miklu skemmtilegra að hangsa í tölvunni en að gera það sem maður á að gera... Flugurnar eru að vinna á fullu i kringum mig og Á mér... Þetta eru leiðindaskordýr en ... betri en margt annað sem skríður reyndar.. Það er dýrindisveður, spáin er sól og um 25 í hita alla vikuna alveg eins og ég var búin að panta. Um helgina kom einhver leiðinleg hitabylgja og það varð allt of heitt sem var bara erfitt.. þið vitið þegar maður fer út og það er eins og að fara inn í hitaskáp eða já.. bara ínn í saunu. En það er búið. Núna sitjum við hér hjónin, i sitt hvoru horninu að vinna í náminu okkar. Ég er ekki að nenna eins og er. Við erum komin með nýtt kaffihús sem er við stundum hér rétt hjá. Það eru pálmatre í kringum það og það er einsog það detta kókóshnetur niður af og til á þakið þar sem maður situr úti. Voðalega nice, ne það eru ekki hnetur hugsa ég, frekar fuglar sem eru að gera númer tvö.... hahha...
Elsa var í afmæli um helgina og komst að því að ástralar kalla presents ,,pressie".. það fannst henni fyndið. Hún er komin á það að ástralar nenna ekki að tala þess vegna stytta þeir öll orð. Annað nýtt orð sem við höfum kynnst en sem betur fer ekki stundað er ,,roadie". þá fær fólk sér sem er að keyra heim eftir vinnu sér eitthvað sterkt til að súpa á á leiðinni´heim úr vinnu. Spáiði í það!!! Ha??!!!! Þeir eru brjálaðir hérna stralarnir. En þessi vinmennig þeirra er alvega bara ga ga gaaaa.
Davið sonur sæll, BAÐ um klippingu um helgina. Já, þetta er dag satt!!! Drengurinn bað um klippingu. Og að sjálfsögðu fékk hann það þessi elska. Núna er hann nýklipptur og gelaður í skólanum !!!
Take care ya all...
sólarkveðjur aussie fólkið..
Athugasemdir
Hæ hæ, roadie??? díses, ertu ekki bara hrædd í umferðinni?? Flottur hann Davíð að koma þér á óvart og biðja um klippingu, góður!! Nú bíð ég bara eftir mynd af drengnum. það er nottlega ekki hægt að vera með mikið hár í svona hita (lesist svita)
Knús knús á ykkur öll þarna og farðu að læra stelpa hehe
Rósa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.