20.3.2009 | 03:10
pertaringa og clipsal í adeladie
Það er komið haust. Ég sé það vegna þess að laufin eru að verða rauð og gul hérna. Það er líka komin svo yndislegur hiti. Það er kalt og frískt á morgnanna og svo hitnar með deginum, upp í kanski 30. Sit úti í garði núna og er að fá mér hvítvinsglas. Hvítvinið kemur frá Pertaringa (www.perartinga.com.au ) og það er hrikalega bragðgott. Þegar ég sting nefinu i glasið er bara eins og það sé heil ávaxtakarfa þarna.. svona á þetta að vera...
En... það er 20 mars í dag sem þýðir að ammadúlla Davíðs og Elsu, móðir Gumsa, mín kæra tengdamóðir, á stórafmæli í dag!!!
Til hamingju með daginn!!
vildi að við værum með ykkur!!!! það senda allir knús og kossa til þin!!!!
Þessa helgi er kapp aksturs rall hér.. held að ég sé að segja rétt.. Það er búið að umbreyta miðborginni í kappakstursbraut og bílarnir bruna eins og eldingar hér um. Það heyrist í þeim hingað til okkar sko.. Í miðbænum er fullt að kappakstursfólki, allír i merktum bolum og með derhúfum... Það er fullt á öllum kaffihúsum og á fólk er byrjað að fá sér í tánna SNEMMA... týpiskt ástralar... ææ... þetta er fyndið fólk... maður venst þeim svo vel.. Þaðe rverið að keyra alla heglina hérna..
http://www.clipsal500.com.au/2009-bring-it-on/
þarna getið þið séð hvað þetta er.
Jæja best að halda áfram að drekka þetta dásamlega hvítvinið mitt...
have a good one...
Athugasemdir
Til hamingju með tengdóina.
Hér sat ég í yndislegu vorblíðunni í dag og sötraði hvítvín með vinkonunum og naut þess í tætlur........
Skál elskan
Rósa (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.