boags i hádeginu...

Það er komið kvöld hérna hjá okkur og það heryist svo hátt í ,,cikadorna",, já hvað heita þessi dýr á íslensku??? Það eru svona tikk tikk tikk  stanslaust tikkelitikk suð í þeim.. engisprettur? er það það?? veit ekki en um leið og fer að dimma hérna fer að heryast í þeim. Þeim er eflaust borgað fyrir það að vera með þessi læti. Það er spáð hitabylgju aftur - en spennandi!!!! eða ekki...

Í morgun fórum við húsbóndinn á eitt af mínum uppáhaldskaffihúsum hér í adelaide, það er að sjálfsögðu hjá ströndinni - reyndar eiginelga Á ströndinni, því maður fær sand á milli tánna af að sitja þar. Þar sátum við í meira en tvo tíma og bara lásum, drukkum kaffi og fundum fyrir vindinum og sáum bláa fallega hafið. Maður situr úti þarna eiginlega undir pálmatrjánum.Ég fékk mér göngusprett út með sjóin og það er bara gjörsamlega dásamlegt að vera þarna. Pálmatréin hvísla í kringum mann og það er mjög fámennt svona snemma og líka, það er virkur dagur... þetta erlska ég við að vera hérna, enda er ég svooo mikil strandar kelling, ég veit ekki hvað það.. kanski er það eitthvað frá því ég ólst upp því við fórum mikið á ströndina þá alltaf þegar ég var litil. Við Gumsi vorum að reikna það út að við eigum 10 ára brúðkaupsafmæli núna 1. mai. Spáið í það.. damn hvað tíminn er fljótur að líða.... erum að spá í að skreppa til Melbourne.. við Elsa erum orðnar svo æstar í að komast á Ramsey street, það væri bara fyndið. enda er ekki annað hægt en að fylgjast með neighbours hér!!!

adelaide mars 09 085       adelaide mars 09 092        

Á ströndinni í morgun... komin með bjór..Boags frá Tassie, eða Tasmania...

See ya and have a nice one! Ta!!

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar líka á Ramsay street ;)

Knúsí og gott að allt er vel

Ragga (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:01

2 identicon

mig langar líka á kaffihúsið á grange ! var svo góð pizza þar !!
knús Fía

Fía (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband