Foodland og Coles

 

Þetta er ein af matföruverlsunum sem við verslum í hérna. Frábær búð með alls konar góðu hlutum í. maría nágrannakona elskar að versla í foodland og hún kom til min um daginn og sagði mér frá því að núna væri Coles að hætta hérna á magill road, sem er hér hjá okkur og Foodland væri að koma í staðinn!

gleði gleði gleði..

þarna sjáið þið Coles.. það er sko aðallega Coles og Foodland hérna.

en það sem ég ætlaði aðsegja ykkur frá, var að um daginn skruppum við inn í Foodland til að ná okkur í mjólk. á meðan við vorum þarna inni fór viðvörunarkerfið í gang og áður en við vissum af var komin lögreglubíll á staðinn. Þar sem viðrum stödd hjá kassanum heyrðum við þetta allt...

Það var starfsmaður sem hafði eitthvað verið að þurrka af undir kassanum og óvart rekið sig í takkann svo öll herlegheitin fór i gang. Og þar sem útkallið kostar um 300 AUS, sem er um 25 þúsund kall þá verður það dregið af laununum hjá viðkomandi starfsmanni.

úps!

Okkur fannst það helvíti hart en um leið fannst okkur þetta vera dæmigert fyrir Suður ástralíu. Þetta er allt svona hérna. Það þarf að kvitta á allt, eins og í skólanum hjá D og E þá koma öruggulega 3 til 5 miðar sem þarf að undirrita i hverri einustu viku um i eitthvað sem þarg að leyfa börnunm að gera. Það þurfti að undirrita blað sem dæmi um að börnin lofuðu því að fara ekki á netið í tölvutímum... Í sjonvarpinu eru alltaf auglýsingar um að maður eigi að tilkynna hvort maður verður var við undarlega hluti, það má ekki vökva og nágrannar fylgjast með því líka... Það er alltaf einhver stóri bróðir alls staðar hér sem fylgist með manni svo maður hagar sér nú ..rétt". heppin við, ha???

veðrið er alveg að standa sig, það er um 20 til 25 stig, engin sól og bara í lagi sko. Núna er að koma 3 daga helgarfrí, það er ,,public holiday" hér í SA, á manudaginn. Það er sko Adelaide Cup, sem er hestahlaupaekppni. Og þá er auðvitað frí. Ástralar elska frídaga því þá kveika þeir á Grillinu og fá sér bjór og eru mep löglega afsökun!! hahhaa

have a nice one!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvaða búð er eins og Bónus? og hvaða búð er eins og Hagkaup.......

Já og er ekki gott að búa í landi þar sem þið vitið þó af því hvað er verið að gera í skólanum og hvað má og hvað ekki.... þið eruð örugglega betur upplýst um margt en foreldrar með barn í skóla á Íslandi.

Rósa (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 15:54

2 identicon

hæhæhæhæhæ! bara segja ykkur hvað ég elska ykkur og sakna ykkar mikið!
love you mest mest mest Fía:D

Fía (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband