28.2.2009 | 11:28
bestu pizzur í adelaide
Jæja jæja.
Hér eru svo sem engar stórfréttir í gangi.. Veðrið er við það sama, það er heitt heitt hiett og maður venst því svo sannarlega. Í dag fór ég og klippti hár og litaði á hárgreiðslustofu ekki langt frá.. Já!! ég var að prufa að vinna smá hérna og ákvað að nota það sem ég kann og hef lært!!! Þetta var bara fyndið og það var líka einsog ég hafði aldrei hætt þessu.. sem sag ég var mjóg fljót að komast í girinn aftur...;) Ætla bara að vinna smá. En þetta gefur manni ferlega skemmtilega innsýn í líf fólks hérna og þetta er bara fyndið einsog ég segi.. Gumsi og krakkarnir komu og sótti mig svo og við keyrðum upp í hverfi sem heitir North Adelaide og þar er mjög skemmtilegt, þar eru fullt að sætum kaffihúsum og veitingahúsum... Við fengum okkur rauðvin og pizzu... það er svo góðar pizzur hérna í adelaide, það er alveg magnað.. Ég skal segja ykkur það.. en ég fékk mér pizzu með pestó, kjúklingi, rauðlauki og ristuðum furuhnetum á og hún var æðisleg. Algjört nammi og ég mæli með að þið prófið þetta álegg við tækifæri.
Á morgun sunnudag er strandarferð á dagskrá.. Ég og Elsa erum að fara, strákarnir nenna ekki!!! Elsa nennir eiginlega ekki heldur þannig að ég er að pína hana með mér...Já eflaust endar það þannig að ég fer ein.. ég er svo hrikalega mikil strandarkelling, mér finnst algjört æði að vera þar allann daginn og bara lesa, finna goluna, ganga í sjónum og synda smá, lesa eitthvað og fylgjast með fólki...
þessar myndir eru frá henley beach, þangað förum við oft... og gerum alls ekki neitt......;)
cheers mates...
Athugasemdir
Ég skal koma með þér á ströndina ekki málið....... mæti bráðum.
Rósa (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.