baunir og bollur

Hér í Aussie er ekki bolludagur. Það er ekkert bolla-bolla, þannig að í gær var bakað bollur hér á fullu. það dugði ekkert annað en að þrefalda uppskriftina - ég meina liðið hér úðar í sig bollur eins og þeim er borgað fyrir það, og hverjir gera það ekki...? En fiskibollur, það hef ég ekki séð hérna... Reyndar set ég bara flökin í í hnífgræjuna mina og mala það og þá er ég komin með þetta fína fína fars. Fiskur sem við höfum fengið okkur hérna er ekkert sérstakur.. enda er maður frá íslandi og vön að fá ,,sinn" fína fisk þegar manni hentar.. Það verður heldur ekkert saltkjöt hér á morgun.. Hins vegar.... þá gæti ég skellt baunum í bleyti og gert bara baunasúpu... Mmmmm... Já, það er málið.

Svo á miðvikudaginn er stórdagur. Já, þá verður hún Fíalúsin okkar allra 20 ára gömul. Ferlega er stutt síðan Fíubarnið fæddist. Það var sem sagt 25. febrúar 1989. Kl 1006 minnir mig að hún hafi ákveðið að líta dagsins ljós eftir mikla og  erfiða nótt hjá móðirinni... Við fórum svo heim þrem dögum seinna eftir að hafa haft það notalegt á fæðingardeildinni (já, það er dásamlegt að liggja þarna að mínu mati.. skil ekki afhverju fólk er að flýta sér þaðan heim alltaf...) en allavega, þá fórum við heim, þann 1. mars árið 1989. Þetta var merkisdagur - munið þið ekki afhverju..???

Jú þá var bjórinn leyfður á Íslandi!! allt var upppantað á börnunum i bænum og brjáluð læti...  og þarna var ég bara með henni F'iukrútt... Og timinn hefur heldur betur liðið hratt síðan... Hún hefur staðið sig vel blessunin, og hennar er sárt saknað hérna í Oz... Allir  aussiestrákar á surfbrettunum eru að spyrja um hana og hvers vegna hún hafi yfirgefið Oz....

Til hamingu elsku Fía lúsin okkar...

þú ert bara best og dásamlegust!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ooo takk takk takk elska ykkur svoo mikið vildi óska þess að ég gæti verið með ykkur á afmælisdeginum mínum þar sem afmælisdagurinn minn er uppáhalds dagurinn minn á árinu einsog þú veist mamma mín !   en óheppin þú .. að hafa ekki getað fengið þér bjór strax og bara þurft að vera heima og hugsa um mig ! allavega get ég keypt bjór fyrir þig núna þegar þú kemur heim   

Fía (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:40

2 identicon

Til lukku með daginn Fía mín, njóttu vel og lengi. 

Og endilega borðið mikið af bollum fyrir mig,, ég kann ekki að baka þær þannig að ég er búin að bjóða mér á íslenskt heimili hérna úti þar sem húsmóðirin er svona dugleg eins og systir að baka........... yess

Rósa (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband