19.2.2009 | 01:50
meiri pics og annað..
Það var búið að segja það í veðurfréttum að það ætti að kólna. Það hefur reyndar ekki farið mikið fyrir því og það er enn mjög heitt hérna. Í gær, sem var miðvikudagur, var hitinn i garðinum hjá okkur 40 í skugganum og um kvöldið þegar við fórum upp í þá var 30 stig úti. Það var samt alveg þolanlegt og ætli líkami manns venjist þessu ekki bara svona smám saman. Það eru fréttir frá gufunni á ipodnum, svona podcast sem við stingum ofani tæki og þá er þetta bara einsog að vera heima með gufunnni suðandi í kringum okkur. Það er svoooo notalegt. já, íslan Er best í heimi, þrátt fyrir allt, pólitikog annað. VIð eigum svo margt heima sem við eigum að vera ánægð með og þetta gerir maður sér ekki grein fyrir nema flytja í burtu. Það er ég búin að komast að og GUmma finnst það vera mjög fyndið, að það þurfti að fara með mig hinum megin á hnöttinum til þess ég komst að því. En svona getur það verið.
Núna er fikjutíð hérna, þá eru fikjur alls staðar í búðunum og þær eru svo fallegar og góðar svo ferkskar. Kirsuberjatíðinn er búin og þá eru þær aftur orðnar dýrar. Núna eru það nektarinur, ferskjur og avocado sem er ódýrt.
Setti inn soldið af myndum fyrir ykkur að kikja á. Við fengum gefins krabba, sem við suðum og sem Gummi og Davíð hámuðu í sig. Við Elsa höfðum ekki mikinn áhuga á því. Það var gaman að sjóða þá, og það eru einvherjar myndir af því.
Hafið það bara sem allra best,
kveðjur frá Oz..
Athugasemdir
Gaman að sjá nýju myndirnar af ykkur þið eruð svo sæt á þem. Krabbarnir eru flottir ég er viss um að pabbi hefði hámað þá í sér með Gumma og Davið knús kreist kremj :o)
Elsa (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.